Samfélag

Hringrás

66°Norður var stofnað til að þjóna samfélaginu með gerð sjóklæða. Markmið okkar, enn þann dag í dag, er að styðja við nærsamfélag okkar með fjöbreyttum hætti.


Starfsþjálfun

66°Norður veitir háskólanemum í viðskiptafræði, listum og tækni tækifæri á starfsþjálfun. Við vitum að starfsnám er frábær leið til þess að veita námsmönnum raunverulega þekkingu á vinnumarkaði.


Viðburðir til góðs

Við stöndum reglulega fyrir viðburðum fyrir góðan málstað. Má þar nefna fyrirlestur með Rax, Andra Snæ og Rakel Garðarsdóttur um jöklana og neysluhegðun þar sem vakin var athygli á þeirri loftslagsáskorun sem við stöndum fyrir.


Sendiherrar

Við hjálpum ungum íþróttamönnum og listamönnum að ná markmiðum sínum.

Styrkir

Við erum sífellt að leita að góðum tækifærum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Hér má sækja um styrktarsamninga, styrki til einstaklinga og stofnana sem eru ekki reknar í hagnaðarskyni.


Góðgerðarmál

Á hverju ári gefum við fatnað til góðgerðarmála. Á síðustu árum höfum við gefið fatnað á lettneskt heimili fyrir munaðarlaus börn, til heimilislausra og flóttamanna á Íslandi og til Sýrlands.


Bleika húfan

Í október ár hvert framleiðum við og seljum húfur í takmörkuðu upplagi og 500 kr. af hverri seldri húfu renna til Krabbameinsfélags Íslands.

Aðildarfélag Festu

66°Norður gerðist aðildarfélag Festu 2020. Markmiðið er að auka þekkingu fyrirtækisins og starfsfólks á samfélagslegri ábyrgð, sjálfbærni og víkka tengsla- og samstarfsnet.

Skattaspor Sjóklæðagerðarinnar

Á Íslandi starfa um 200 manns hjá okkur í störfum sem snúa að hönnun, þróun, framleiðslu, markaðssetningu og sölu á íslenskri hönnun og hugverki hér heima sem og erlendis. Þessi starfsemi skilur eftir sig skattaspor í formi tryggingagjalds, virðisaukaskatts, lífeyrisgreiðslna, tekju­skatts starfsmanna, og ýmissa annarra opinberra gjalda sem tengjast starfseminni.

Lestu meira um skattaspor Sjóklæðagerðarinnar hér


Verkefni

66°Norður og UN Women

66°Norður og UN Women á Íslandi hafa fengið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins um þróunarsamvinnu til að vinna að verkefni til atvinnusköpunar fyrir flóttakonur í Tyrklandi og þróun hringrásarhagkerfis. Ljósmynd: Sigtryggur (fbl)

Lesa
Yndisskógur 66°Norður

66°Norður hefur gert samning við Skógræktarfélag Íslands um að byggja upp yndisskóg með það að markmiði að binda kolefni.

Föstudagur fyrir jöklana okkar

Dagana 29.nóv. - 1.des. 2019 rann 25% af allri sölu á vefnum okkar til Landverndar með því að leiðarljósi að vernda jöklana okkar.

Snjódrífurnar þvera Vatnajökul

Lífskraftur hefur það að markmiði að safna fé fyrir góðgerðarfélögin Líf og Kraft. Fyrsta skrefið var tekið í júní 2020 þegar ellefu konur þveruðu Vatnajökul, rúmlega 150 km á gönguskíðum. Alls söfnuðust um 6 milljónir króna á meðan göngunni stóð.

SOS bolurinn

Við erum mjög stolt af því að hafa fengið að vera hluti af SOS verkefni Rúriks Gíslasonar og SOS á Íslandi, til styrktar SOS barnaþorpunum.

NORÐUR tímarit

Í tímaritinu NORÐUR er fjallað um ævintýri lands og þjóðar og hvernig 66°Norður kemur við sögu á hverjum degi, hvort sem er í leik eða starfi.

Hringrás

Kynntu þér einnig

Sagan

Með þjóðinni í 90 ár

Umhverfið

Allri framleiðslu og dreifingu afurða fylgir umhverfisfótspor. Hvernig eiga fyrirtæki þá að vera "sjálfbær" og hefur það orð enn einhverja merkingu?