Þjónusta

Hringrás

Á saumastofunni okkar í Garðabænum lagfærum við allar 66°Norður flíkur, sama hvort þær voru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar. Við höfum lagt mikla áherslu á þessa þjónustu alla tíð og rekið saumaverkstæði allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1926. Við eigum alls kyns gömul efni, tölur og rennilása á lager svo flíkin þín verði eins og ný að lokinni viðgerð.

Við tökum einnig við úr sér gengnum 66°Norður flíkum og sjáum til þess að þær séu endurunnar á réttan hátt. Ef möguleikinn er fyrir hendi, þá höldum við í þeim lífinu og gefum þær áfram til góðgerðarsamtaka líkt og Rauða krossins.

Góð umhirða

Með því að fylgja leiðbeiningum um þvott og meðferð flíkanna þinna munu þær halda eiginleikum sínum og koma til með að endast í áraraðir.

Lesa meira
Viðgerðir

Á saumastofunni okkar gerum við við allan notaðan 66°Norður fatnað. Við mikla notkun á fatnaði fylgir eðlilegt slit, þess vegna reynum við að eiga birgðir af umfram efni, hnöppum og rennilásum, sem við nýtum svo til að lengja lífið á flíkunum frá okkur. Starfsmenn saumastofunnar, sem státa af áratuga reynslu, leggja sig fram við að láta flíkina þína líta jafn vel út og daginn sem hún var keypt.

66°Norður tryggir að hægt sé að skila hvaða vöru sem er, hvenær sem er og tryggja þannig endurvinnslu eða endurnotkun – hvort sem við sjáum um það sjálf eða með hjálp samstarfsaðila eins og Rauða krossins. ​

Nytjamarkaður​

Yfir 8% af íslensku þjóðinni nýta sér kaup á notuðum, frá fyrstu hendi eða margnotuðum, 66°Norður klæðnaði. Hægt er að kaupa notaðar 66°Norður vörur hérna.


„Ódrepandi“

Þú getur komið með gömlu 66°Norður flíkina í hvaða verslun sem er og fengið afslátt í staðinn.

Snemma árs 2016 ýttum við úr vör verkefninu „Ódrepandi“ og báðum viðskiptavini okkar að koma með gamlan 66°Norður fatnað - eða annars konar 66°Norður vörur í góðu ásigkomulagi sem þeir væru hættir að nota og fá í staðinn afslátt af nýjum vörum. Við lögðum mat á ástand vörunnar, gerðum við hana ef þurfti og gáfum hana Rauða krossi Íslands. Þegar við hófum þetta verkefni, þá áttuðum við okkur fljótt á því að endurvinnsla á vörum okkar var eitthvað sem við vildum og þyrftum að gera að vinnureglu fyrirtækisins.


Hringrás

Kynntu þér einnig

Vinnustaðurinn

Hvernig við hugum að starfsfólkinu okkar, vinnustaðnum og verslunum.

Samfélag

66°Norður var stofnað til að þjóna samfélaginu með gerð sjóklæða. Markmið okkar, enn þann dag í dag, er að styðja við nærsamfélag okkar með fjöbreyttum hætti.