Hönnunargildi

Tæknilegur og fjölnota fatnaður

Hringrás

Við skuldbindum okkur til þess að búa til hágæðavörur fyrir fjölbreyttar aðstæður sem standa af sér jafnvel erfiðustu veðurskilyrði

Þú ættir ekki að þurfa að kaupa nýja flík þegar þú ætlar út að hlaupa í stað þess að hjóla. Ein flík er betri en fjórar - frá sjónarhóli umhverfisins, buddunnar og fataskápsins þíns. Við viljum ekki fylla hann af allt of sérhæfðum skeljum, einangrunarlögum eða jökkum heldur ætti hver og ein flík ætti að hafa margs konar notagildi. Fötin okkar eru hönnuð með það að leiðarljósi.

Hagnýt, fjölnota hönnun​

Flíkurnar okkar eru hannaðar fyrir margvíslega notkun fyrir fjölbreyttar aðstæður. Þær standa af sér jafnvel erfiðustu veðurskilyrði. Það á ekki bara við um „þrír fyrir einn“ jakka eins og Tvíodda eða fjölnota skel eins og Snæfell sem nota má í hjólreiðum, fjallgöngum, kajaksiglingum og annarri útivist, heldur er það þumalputtaregla í öllu okkar hönnunarferli. Það er okkar markmið að flíkurnar okkar endist á milli kynslóða og því gerum við engar málamiðlanir þegar kemur að efnisvali.​

Við gerum þá kröfu að bæði náttúruleg efni og gerviefni séu í hæsta gæðaflokki og framleidd af heiðarleika, sanngirni og virðingu við náttúruna.

Guðrún í Súgandafirði í Kríu jakkanum sem hún keypti fyrir meira en tveimur áratugum

Ending

Í nærri 100 ár hafa Íslendingar látið reyna á gæði og endingu varanna okkar, hvort sem það er í borginni, úti á sjó eða uppi á jökli. Okkur finnst fátt skemmtilegra en að sjá flíkur sem eru yfir tveggja áratuga gamlar og eru enn í notkun, hvort sem það er uppi á hálendi, í miðbæ Reykjavíkur eða á skrifstofunum okkar.

Sígild hönnun

Hönnun á nýjum stíl og öllu tilheyrandi — allt frá hönnun, tækniþróun, sýnishornum, forframleiðslu og til framleiðslunnar sjálfrar er ferli sem leiðir af sér hvað mesta sóun. Þar sem við hönnum sígildar og endingargóðar flíkur eru margar vörutegundirnar í bæklingnum okkar meira en 10 ára gamlar. Þó við kunnum að gera smávægilegar breytingar sem tengjast nýtingu og sjálfbærni getum við minnkað umhverfisháhrif vörulínunnar með því að leggja áherslu á betrumbætta vöru.

Minna er meira

Til þess að minnka sóun og standa við markmið okkar um fjölbreytta hönnun fyrir margs konar aðstæður leitum við sífellt leiða til þess að minnka vöruúrvalið. Við stöndum í þeirri trú að við þjónum viðskiptavinum, fyrirtækinu og jörðinni betur með því að bæta, minnka, blanda saman og endurskapa það sem við höfum fremur en að fjölga vörum og eltast við óskilvirkari vöxt. Vörulína 66°Norður hefur minnkað (fjöldi framleiddra vörutegunda) um 42% frá því 2018.

42%
Fækkun stíla frá vetrarlínu 2018 til vetrarlínu 2022
70%
af stílum í sumarlínu 2022 eru úr endurunnum hráefnum (40% in 2021)

Efni sem endast

Við notum endurunnin, uppunnin, lífbrjótanleg eða lífræn náttúruleg efni þegar kostur er. Notagildi og ending eru þó alltaf í fyrsta sæti. Við viljum frekar búa til flík sem endist í áratug en flík sem er aðeins „sjálfbærari“ til skamms tíma úr efni sem endist ekki lengur en í tvö til þrjú ár og endar þá í ruslinu. ​

Efni

Kynntu þér nánar hvaða hráefni við notum og hvernig við höldum jafnvægi milli endingar, sjálfbærni og frammistöðu fatnaðarins.

Lesa
Viðgerðir

66°Norður hefur frá upphafi boðið upp á viðgerðir á fatnaði fyrirtækisins. Kynntu þér starf saumastofunnar okkar nánar og hvernig þú getur komið með flík í viðgerð.

Samstarfsaðilar og Vottanir

Lestu meira um birgjana okkar, virðiskeðjuna og skilgreiningar á mismunandi vottunum tengdum vörunum okkar.

Framleiðsla:
Ábyrg áætlun um vöxt

Hjá flestum fataframleiðendum og söluaðilum er offramleiðsla viðskiptastefna sem knýr áfram svarta föstudaga, jólaafslætti, útsölumarkaði og heilt hagkerfi offramboðs og afsláttarkeðja, sem allt margfaldar kolefnissporið og hvetur til einnota neyslu á vörum. Þetta skapar örlítinn fjárhagslegan ávinning á óafturkræfan kostnað umhverfisins. Flest fyrirtæki miða við að selja minna en helming af sinni vöru á fullu verði. Sóunin sem af leiðir er viljandi, búist er við henni og hún er ábatasöm. ​

Við hjá 66°Norður lítum öðruvísi á hlutina. Við framleiðum ekki meira en viðskiptavinurinn þarfnast, við tökum ekki þátt í svörtum föstudegi eða öðrum ofneysludrifnum hátíðisdögum og við áætlum að selja yfir 90% af vörum okkar á fullu verði. Það sem eftir er fer svo á útsölumarkaðinn okkar og ekki söguna meir. Við viljum ekki framleiða meira en þörf krefur. Fyrir vikið er mikilvægi ábyrgrar skipulagningar og innkaupa gríðarlegt. Ef við eigum auka lager sem við getum ekki selt (á útsölumarkaði eða með öðrum leiðum), gefum við vöruna á sjálfbæran hátt (í samstarfi við Rauða krossinn eða sambærileg samtök). Engu er eytt eða hent.

Vinnustaðurinn
Verksmiðjurnar okkar

66°Norður framleiðir stærsta hluta af sínum vörum í Evrópu og aðallega í eigin verksmiðjum í Lettlandi. Nánar um samstarfsaðila okkar í framleiðslu í Evrópu og Asíu.


Dæmi

Uppvinnsla og minni sóun

66°Norður urðar ekki hráefni eða umfram vöru. Í staðinn uppvinnum við það sem við eigum, rétt eins og Íslendingar hafa gert kynslóðum saman. Þetta er með ráðum gert. Vík-hanskarnir okkar eru úr PowerStrech-afgangsefni, Kría-úlpan er úr afgangs Neoshell-efni úr Snæfelli síðasta árs, bakpokarnir okkar eru búnir til úr sjóbuxnaefni o.s.frv. Við framleiðum einnig í smærra upplagi eftir árstíðum. Þar má nefna peysuverkefnið Logn og Sölvhóll mittistöskur gerðar úr lambaskinni sem féll til við framleiðslu.

Kría

Kríu-línan frá 66°Norður er gerð úr Polartec Neoshell og flísefni sem féll til við framleiðsluna á síðasta ári. Hún sameinar sígilda hönnun 66°Norður frá tíunda áratugnum og sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem felur í sér að fleygja aldrei vörum eða efni og fullnýta eins mikið og hægt er.

Hringrás

Kynntu þér einnig

Efni

Við skuldbindum okkur til að vinna einungis með efni frá ábyrgum framleiðendum og birgjum sem uppfylla hæstu gæðakröfur.

Þjónusta

Á saumastofunni okkar í Garðabænum bjóðum við upp á að gera við allar 66°Norður vörur, sama hvort þær voru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.