Afgangsefni í aðalhlutverki

Kríu-línan frá 66°Norður er gerð úr Polartec® NeoShell® og flísefni sem féll til við framleiðsluna á síðasta ári. Hún sameinar sígilda hönnun 66°Norður frá tíunda áratugnum og sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem felur í sér að fleygja aldrei vörum eða efni og fullnýta eins mikið og hægt er.

Við tókum upp þráðinn frá Kríu - línunni 2020 og héldum áfram með þá hönnun. Vörulínan er framleidd í verksmiðjum okkar og samanstendur af Polartec® NeoShell® jakka, Polartec® flíspeysu, hatti og hliðartösku.

„Kríu línan endurspeglar hönnunargildin okkar: hagnýt og tæknileg hönnun en falleg og grípandi á sama tíma. Kríu línan endurspeglar skuldbindingu okkar til hringrásar og minni sóunar. Kría felur ekki bara í sér að nota afgangsefni heldur búa til fatnað sem er gerður til að duga áratugum saman, hvort sem horft er til endingar eða útlits.“
- Rakel Sólrós Jóhannsdóttir, hönnuður

Kría

Vörulínan

Kría NeoShell® jakki

Hönnun Kríu NeoShell® jakkans byggir á útliti upphaflega Kríu jakkans, sem var fyrst framleiddur árið 1991 og naut mikilla vinsælda sem útivistarfatnaður hjá ungum sem öldnum. Nýjasta útgáfa jakkans er gerð úr mjög tæknilegu Polartec® NeoShell® efni sem veitir frábært skjól gegn veðri og vindum án þess að draga úr öndun. Snið jakkans er mjög vítt en hægt er að þrengja hann í mittinu til að laga hann að þörfum hvers og eins.

Með þjóðinni í 90 ár

Full ábyrgð

Skjólgóð föt verða einfaldlega að virka. Þess vegna lagfærum við eða skiptum út öllum gölluðum flíkum án endurgjalds.

Ending

Gæðafatnaður á að endast alla ævi - og helst lengur. Við gerum við flíkina þína, sama hversu gömul hún er.

Sjálfbærni

Góð ending, endurnýtt efni og bættir framleiðsluhættir: Allt hjálpar þetta til við að lágmarka okkar sótspor og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Lesa meira um hringrás