Skil

Skilafrestur í vefverslun

Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.

  • Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga eða gallaða vöru. Bæði er hægt að skila vöru í einni af verslunum 66°Norður eða senda í Vefverslun 66°Norður, Miðhrauni 11, 210 Garðabæ
  • Þegar 66°Norður hefur móttekið vöruna er endurgreitt inn á sama greiðslumiðil og notaður var í upphaflegu viðskiptunum.
  • Til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni vörunnar sem keypt er skal neytandi aðeins meðhöndla hana og skoða á sama hátt og leyft er í verslun. Neytandi má því einungis máta fatnað en ekki ganga í honum. Telji neytandi sig þurfa að meta vöruna meira en nauðsynlegt er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar er neytandi ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar.
  • Að öðru leyti er vísað í lög um neytendakaup nr.48/2003.
Vöruskipti

Hægt er að skipta vöru í aðra vöru, fyrir lægra verð eða sömu upphæð. Það er hægt að senda vörurnar með pósti til okkar í Vefverslun 66°Norður, Miðhrauni 11, 210 Garðabæ. Einnig er hægt að koma við í einni af verslunum 66°Norður og skipta vöru.

Skilareglur í verslun

Skil verða að eiga sér stað innan 30 daga frá kaupum gegn framvísun kvittunar eða gjafamiða. Skipta má vörunni í aðra vöru eða fá inneignarnótu. Ekki er hægt að fá vöru endurgreidda nema ef um galla sé að ræða. Ekki er hægt að skila útsöluvörum eða vörum sem nú þegar er búið að skipta í aðra vöru.

Gölluð vara

Vörur 66°Norður uppfylla ströngustu gæðakröfur. Full ævilöng framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar. 

Ef söluhlutur er gallaður ber neytanda að tilkynna seljanda um að hann muni bera gallann fyrir sig án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var. Frestur neytanda til að leggja fram kvörtun er aldrei styttri en tveir mánuðir frá því að hann varð galla var. Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan fimm ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Réttur neytanda til að fá galla bættan er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003.

Gölluð eða röng vara

Ef varan sem þú fékkst senda er gölluð eða ekki varan sem þú pantaðir, vinsamlega hafðu samband við okkur í síma 535 6600 eða með því að senda okkur skilaboð á skil@66north.is