Samstarfsaðilar og vottanir

Hringrás

Við erum stöðugt í leit af sjálfbærum hráefnum sem tryggja sömu eða enn betri gæði og endingu á vörunum okkar. 66°Norður starfar með ábyrgum og framsæknum hráefnaframleiðendum sem hafa sömu gildi að leiðarljósi.


Samstarfsaðilar

Við skuldbindum okkur til að vinna einungis með efni frá ábyrgum framleiðendum og birgjum sem uppfylla hæstu gæðakröfur.
GORE

Gore er einstaklega skapandi og framsækið fyrirtæki sem einbeitir sér að rannsóknum og vöruhönnun. Gore hefur þjónustað ýmsa aðila á alþjóðamarkaði í yfir 50 ár og veitt viðskiptavinum sínum hágæðavöru sem ætlað er að auka lífsgæði.  Samstarfsaðilar Gore eru stoltir af því að vera hluti af framlagi fyrirtækisins til samfélagsins.

Lesa
Polartec

Polartec, LLC er leiðandi í framleiðslu á nýjungum í textíllausnum. Verkfræðingar Polartec fundu upp flísefnið árið 1981 og hafa síðan þá verið leiðandi í tækniþróun á efnum. Í dag er Polartec einna fremst í heiminum þegar kemur að háþróuðum efnanýjungum. Polartec framleiðir allt frá háþróuðum léttum öndunarefnum, að einangrun og veðurheldum textíl, sem mörg af helstu útivistarfatamerkjum heims nota.


Vottanir

Við vinnum einungis með virtum efna- og aukahlutaframleiðendum. Öll hráefni í vörunum okkar eru vottuð og rekjanleg eftir fremstu gæðastöðlum.
B Corp™ vottun

Vottunina hljóta þau fyrirtæki sem hafa uppfyllt hæstu kröfur um samfélagslega og umhverfislega frammistöðu í starfsemi sinni á ábyrgan og gagnsæjan hátt.

OEKO-TEX® Standard 100

The OEKO-TEX® Standard 100 er alþjóðlega samræmt vottunarkerfi fyrir hráan textíl, hálfunnar og fullkláraðar textílvörur.

bluesign® ​

Alþjóðlega bluesign® vottunin er veitt til þeirra fyrirtækja sem framleiða sjálfbæra vöru, útiloka skaðvænleg efni í framleiðslu og tryggja öryggi neytanda.

GOTS

Einungis þær vefnaðarvörur sem innihalda að lágmarki 70% lífrænna þráða geta fengið GOTS vottunina.

Global recycled standard (GRS)​

GRS vottunin er ætluð fyrirtækjum sem leitast eftir því að staðfesta magn endurunnins innihalds í vörum þeirra.

Responsible Down Standards Downpass​ (RDS)

Responsible Down Standard vottunin tryggir að dúnn og fjaðrir komi frá öndum og gæsum sem ræktaðar hafa verið á mannúðlegan hátt.

Sagafurs vottunarkerfið

Allur ekta feldur sem 66°Norður notar í vörum sínum er frá finnska fyrirtækinu Saga Furs.

Hringrás

Kynntu þér einnig

Þjónusta

Á saumastofunni okkar í Garðabænum bjóðum við upp á að gera við allar 66°Norður vörur, sama hvort þær voru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.

Vinnustaðurinn

Hvernig við hugum að starfsfólkinu okkar, vinnustaðnum og verslunum.