Hringrás

B corp™ vottun

66°Norður og B Corp™

66° Norður hefur hlotið alþjóðlega sjálfbærnivottun B Corp™ fyrst íslenskra fyrirtækja. Vottunina hljóta þau fyrirtæki sem hafa uppfyllt hæstu kröfur um samfélagslega og umhverfislega frammistöðu í starfsemi sinni á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Vottunin byggir á ítarlegri greiningu B Lab™ á öllum megin snertiflötum starfsemi 66°Norður er varðar samfélags-, umhverfis- og efnahagslega þætti.

B Lab™ var stofnað árið 2006 á þeirri hugmynd að nauðsynlegt væri að fyrirtæki myndu fylgja sjálfbæru viðskiptalíkani. Markmið B Lab™ er að virkja kraft viðskiptalífsins um allan heim með því að koma jafnvægi á hagnað og tilgang fyrirtækja. B Corp™ vottun er veitt af B Lab™, alþjóðlegri sjálfseignarstofnun.

Í mars 2024 voru 8.333 fyrirtæki í 96 löndum með B corp. Fyrirtæki þarf að skora minnst 80 stig í úttekt B Lab™ til þess að fá vottunina, miðgildi þeirra fyrirtækja sem fara í úttektina er 50,9 stig. Í janúar 2022 skoraði 66°Norður alls 93,5 stig.

66°Norður - Sjálfbærnivottun B Corp™ - B Lab Global

Nille Skalt, stofnandi og framkvæmdastjóri B Corp á Norðurlöndunum: „Það er sannkallaður heiður að bjóða 66°Norður velkomið í B hreyfinguna fyrst íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt fyrir okkur öll þegar fyrirtæki sína viðleitni að fara í gegnum B Corp vottunarferlið  en það tekur um eitt ár, þar sem farið er í saumana á öllum snertiflötum starfseminnar við umhverfi og samfélag. Ennfremur er rýnt í efnahag, stjórnarhætti og upplýsingagjöf. Í þessu ferli höfum við fengið tækifæri til að kynnast starfsháttum hér og íslenskri menningu. B hreyfingin byggir á sterkum samfélagsgildum sem eru samhljóma gildum í íslenskri viðskiptamenningu. Við vinnum markvisst í því að hvetja fyrirtæki að fylgja eftir efnahagskerfi þar sem ekki er gengið á auðlindir komandi kynslóða. 66°Norður er brautryðjandi á sínu sviði, í rúmlega 9 áratugi hefur fyrirtækið unnið með sjálfbærni að leiðarljósi en það er einstakt á heimsvísu. Við erum ánægð að Ísland sé komið á kortið og vonandi fylgja fleiri íslensk fyrirtæki í kjölfarið“.

Bjarney Harðardóttir, eigandi 66°Norður: „Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur og varpar ljósi á að framleiðsluaðferðir okkar séu að standast ströngustu kröfur varðandi gæði og sjálfbærni. Sjálfbærnivottunin er mikilvægt skref í að auka gagnsæi á starfseminni en B Corp™ gerir neytendum kleift að taka upplýstari ákvörðun um val á vörum og þjónustu.Við höfum fylgt vegferð í átt að sjálfbærni frá stofnun fyrirtækisins og það er sannarlega að gefa ríkulega til baka þegar við þörfnumst þess mest þar sem við erum í kapphlaupi að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga. Við náum ekki að draga úr hlýnun jarðar nema að fylgja kerfum og starfsháttum sem eru sjálfbær. Við munum halda áfram á sömu braut þar sem að við getum alltaf bætt okkur, stefnan er að gera enn betur í næsta vottunarferli B Lab™“.


93,5
heildarstig af 140 árið 2022

Stjórnun 9,8
Metur heildarverknað fyrirtækisins, þar á meðal markmið, virðingu fyrir umhverfi og samfélagi, siðferði og gegnsæi.
Starfsmenn 27,6
Metur hvað fyrirtækið gerir til að tryggja fjárhag starfsmanna, heilsu og öryggi þeirra, vellíðan, starfsþróun og þátttöku, auk þess sem það metur viðskiptamódel sem studd eru með starfsmannaeign og verkefnastöðu starfsfólks.
Samfélag 18,8
Metur hvernig fyrirtækið tengist og hefur áhrif á samfélögin sem það starfar í og ræður starfskrafta úr. Þar má nefna fjölbreytileika, jafnrétti, efnahagsleg áhrif, þátttöku í samfélaginu, góðgerðarverkefni og stjórnun birgðakeðju.
Umhverfi 33,1
Metur hvernig fyrirtækið stjórnar umhverfisáhrifum sínum, þar á meðal áhrifum á loft, loftslag, vatn, land og líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta felur í sér bein áhrif af starfsemi fyrirtækis, vöru, aðfangakeðju og dreifingarleiðum.
Viðskiptavinir 4,0
Metur hvernig fyrirtækið tekur ábyrgð á viðskiptavinum sínum, þar á meðal gæðum vara og þjónustu, siðferðislegri markaðssetningu, vernd persónuupplýsinga og endurgjöf fyrirspurna.
Hringrás

Samstarfsaðilar og vottanir

bluesign®
Hringrás | Samstarfsaðilar og vottanir | bluesign® Vottun

Þjóðlega bluesign® vottunin er veitt til þeirra fyrirtækja sem framleiða sjálfbæra vöru, útiloka skaðvænleg efni í framleiðslu og tryggja öryggi neytanda.

Lesa
GOTS
Hringrás | Samstarfsaðilar & Vottanir | GOTS

Einungis þær vefnaðarvörur sem innihalda að lágmarki 70% lífrænna þráða geta fengið GOTS vottunina.