B corp™ vottun

66°Norður og B Corp™
66° Norður hefur hlotið alþjóðlega sjálfbærnivottun B Corp™ fyrst íslenskra fyrirtækja. Vottunin hljóta þau fyrirtæki sem hafa uppfyllt hæstu kröfur um samfélagslega og umhverfislega frammistöðu í starfsemi sinni á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Vottunin byggir á ítarlegri greiningu B Lab™ á öllum megin snertiflötum starfsemi 66°Norður er varðar samfélags-, umhverfis- og efnahagslega þætti.
B Lab™ var stofnað árið 2006 á þeirri hugmynd að nauðsynlegt væri að fyrirtæki myndu fylgja sjálfbæru viðskiptalíkani. Markmið B Lab™ er að virkja kraft viðskiptalífsins um allan heim með því að koma jafnvægi á hagnað og tilgang fyrirtækja. B Corp™ vottun er veitt af B Lab™, alþjóðlegri sjálfseignarstofnun.
Þau fyrirtæki sem hljóta vottunina eru leiðandi í sjálfbærni á heimsvísu og einungis 4581 fyrirtæki frá 79 löndum hafa hlotið þessa vottun. Fyrirtæki þarf að skora minnst 80 stig í úttekt B Lab™ til þess að fá vottunina, miðgildi þeirra fyrirtækja sem fara í úttektina er 50,9 stig. 66°Norður skoraði alls 93,5 stig.
Hringrás
Samstarfsaðilar og vottanir

þjóðlega bluesign® vottunin er veitt til þeirra fyrirtækja sem framleiða sjálfbæra vöru, útiloka skaðvænleg efni í framleiðslu og tryggja öryggi neytanda.

Einungis þær vefnaðarvörur sem innihalda að lágmarki 70% lífrænna þráða geta fengið GOTS vottunina.