Karfa

SOS bolurinn

SOS bolurinn er samstarf Rúriks Gíslasonar og 66°Norður til styrktar SOS Barnaþorpunum á Íslandi, en allur ágóði af sölu bolanna rennur til samtakanna. SOS Barnaþorp eru stærstu óháðu hjálparsamtök heims og einblína á að veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst.

Rúrik Gíslason sá um hönnun stuttermabolsins, en hún sækir innblástur sinn úr merki SOS Barnaþorpa. Bolurinn er framleiddur í verksmiðjum 66°Norður og er úr einstaklega þægilegu og endingargóðu efni.

Rúrik Gíslason

„SOS barnaþorpin á Íslandi vinna frábært starf og ég er svo heppinn að fá að vera velgjörðarsendiherra fyrir samtökin ásamt þeim Eliza Reid, Vilborgu Örnu Gissurardóttir og Heru Björk Þórhallsdóttur. Hlutverk sendiherra SOS er m.a. að vekja athygli á starfsemi SOS Barnaþorpanna, koma að viðburðum og/eða kynningum í tengslum við starf samtakanna og halda gildum fjölskyldunnar og réttindamálum barna á lofti eftir fremsta megni.“

„Þegar ég gerðist velgjörðarsendiherra fór ég strax að hugsa hvað ég gæti gert til að vekja áhuga á samtökunum, gera þau sýnilegri og hefði fjárhagslegan ávinning fyrir þau. Þar sem ég hef mikinn áhuga á tísku datt mér í hug að það væri gaman að hanna bol og selja til styrktar samtökunum. Ég vissi að þetta yrði flókið ferli og sá ég ekki fyrir mér að gera þetta einn. Ég hafði því samband við vini mína hjá 66°Norður sem tóku mjög vel í hugmyndina og vildu hjálpa mér að láta bolinn verða að veruleika.“ 

„Markmiðin voru skýr. Bolurinn þurfti fyrst og fremst að vekja athygli á SOS barnaþorpum, vera flottur og höfða til allra aldurshópa. Og það er akkúrat það sem mér finnst að okkur hafi tekist virkilega vel til í hönnuninni á þessum bol ásamt því að hann er úr góðu efni og er þægilegur.“

Ragnar Schram — framkvæmdarstjóri, SOS á Íslandi

„SOS Barnaþorpin á Íslandi fagna samstarfinu við Rúrik og 66°Norður enda ljóst að sala á bolnum mun hjálpa okkur að bæta líf barna sem mest þurfa á hjálp að halda. Við erum afar sátt við útkomuna og ljóst að fjöldi fólks hefur lagt metnað sinn í hönnun og framleiðslu á bolnum.

Á þeim 70 árum sem samtökin hafa hjálpað börnum hafa samtökin haft jákvæð áhrif á um 13 milljónir einstaklinga um allan heim.

Bolurinn er ekki bara vandaður, þægilegur og flottur, heldur er hann yfirlýsing þess sem honum klæðist að viðkomandi vilji gera heiminn betri fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn. Við þökkum Rúrik og 66°Norður kærlega fyrir samstarfið.“

FULL FRAMLEIÐSLUÁBYRGÐ
SKILAFRESTUR veitir 14 daga til að skila
SENDINGARTÍMI 1-4 virkir dagar
PÓSTUR
Skráðu þig á póstlistann og fáðu upplýsingar um vörur og fréttir frá 66°Norður
Skráðu þig
Finna verslun
Ertu að ferðast til Íslands eða Danmerkur? Komdu við hjá okkur!
66ºNorður
Karlar
Aðstoð & upplýsingar
Hafðu samband
66north@66north.com
+354 535 6600
Midhraun 11, 210 Gardabaer
Viltu starfa hjá okkur?
Samfélagsmiðlar
Klæddu þig vel
© 66ºNorður Ísland, Allur réttur áskilinn
Persónuvernd og vafrakökur