Go to content
Innskráning

NORÐUR

Myndaþættir og sögur.

22/06/2020
Með mótvindinn í bakið

Þrátt fyrir að fyrsti leikur Elínar hafi að mestu farið í að æfa handahlaupatilburði á hliðarlínunni, þá komu knattspyrnuhæfileikarnir fljótlega í ljós og í dag er hún ein fremsta íþróttakona Íslands. Hún hefur spilað lykilhlutverk í knattspyrnuliði Vals og íslenska landsliðinu síðustu ár, en til hliðar við spilamennskuna stundar Elín nám í læknisfræði við Háskóla Íslands.

28/05/2020
Á hæsta tindi Íslands

Alveg sama hversu erfiðar sumar áskoranir geta verið á ákveðnum tímapunkti þá er maður fljótur að gleyma því um leið og maður er kominn niður af fjallinu. Þessar erfiðu stundir eru bara tímabundnar og svo hugsar maður, hvað næst?

17/01/2020
Á skíðum í íslenskri veðráttu | Arnaldur & Ólafía

Arnaldur og Ólafía lærðu á skíði hjá foreldrum sínum sem eru bæði reyndir skíðakennarar í Bláfjöllum. Það má segja að skíðakennslan hafi hafist um leið og systkinin stigu sín fyrstu skref. Fjölskyldan sameinaðist í dálæti á skíðaíþróttinni sem þýddi að farið var í fjallið sama hvernig viðraði. Ekki leið að löngu þar til systkinin voru farin að keppa í skíðaíþróttinni. 

06/01/2020
Hornstrandir 66.45°N | Ragúel

„Ég kom hingað fyrst árið 1994 eða sama ár og ég fæddist og hef komið á hverju sumri síðan“ segir Ragúel Hagalínsson leiðsögumaður, útivistarmaður og landvörður á Hornströndum yfir sumartímann. Forfeður hans bjuggu hér svo kynslóðum skipti. Amma hans fæddist og ólst upp í Hornvík en flutti ásamt foreldrum sínum og átta systkinum til Ísafjarðar þegar hún var ung kona. Ættaróðalið Stígshús hefur verið í eigu stórfjölskyldunnar síðan þá og er mikið notað og nýjar kynslóðir Hornstrendinga hafa lært að njóta einangrunar og stórbrotinnar náttúru frá unga aldri.

27/11/2019
Heimildir um breytingar | RAX

Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndari hefur myndað fólk og náttúru á norðurslóðum í fjóra áratugi. Hann hefur séð þetta umhverfi taka miklum breytingum á þessum tíma og hvernig hlýnandi loftslag hefur áhrif á líf fólks í norðrinu. Við hittum á Rax til að ræða þessar breytingar og mikilvægi þess að festa þær á filmu fyrir komandi kynslóðir.

06/11/2019
Tónlist að atvinnu, snjóbretti í hlutastarfi

Snjóbretti hafa ávallt átt hug og hjarta Ívars Pétur Kjartanssonar, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem trommuleikari hljómsveitarinnar FM Belfast. ”Það eina sem ég hugsa um, eru snjóbretti. Meira að segja á meðan ég er að spila tónlist. En snjóbretta hæfileikinn kom kannski ekki alveg eins náttúrulega og tónlistin, og því er ég ennþá í tónlistinni og borga reikningana þannig.

21/10/2019
Beitiland milli jökla

Það krefst mikillar ástríðu að vera sauðfjárbóndi á Íslandi. Það er margt sem gefur meira í aðra hönd og starfið er tímafrekt með eindæmum - en samt geta þeir sem það velja ekki hugsað sér nokkuð annað. Til viðbótar við alla þá einurð velja þeir að sleppa fénu hátt í fjöll yfir sumarið þar sem það leikur lausum hala þar til fer að hausta og vandasamt og erfitt verk bíður bændanna: Að smala fénu aftur niður af fjallinu.

20/09/2019
Ísland á einum degi

Laugavegurinn er ein vinsælasta gönguleið í heimi og er venjulega gengin á nokkrum dögum en leiðin er 55 kílómetra löng og liggur yfir hálendi Íslands. Gönguleiðin er fjölbreytt með síbreytilegu landslagi. Ekki nóg með að á leiðinni sjáist allar mögulegar gerðir hálendis heldur fá göngumenn hið vel þekkta, óútreiknanlega íslenska veðurfar beint í æð. Benjamin Hardman setti sér markmið síðasta sumar um að ganga og skrásetja alla leiðina í einu lagi með það að markmiði að upplifa allar hliðar landslagsins og aðstæðna fótgangandi og á innan við sólarhring.

07/06/2019
Emilie Lilja

Stress og álag sem fylgir okkar daglega lífi getur stundum orðið til þess að við sjáum hlutina ekki í réttu ljósi og njótum því ekki lífsins til fullustu. Fulltrúi og góður vinur okkar í Danmörku, Emilie Lilja, þekkir slíkt álag vel þar sem hún starfar sem áhrifavaldur, plötusnúður, hlaðvarpsstjórnandi, stjórnandi sinna eigin góðgerðarsamtaka til viðbótar við að sinna öðrum verkefnum innan blómstandi menningarsenu Kaupmannahafnar.

Til þess að halda haus í álagi sem fylgir svo þéttri daglegri dagskrá, telur Emilie það nauðsynlegt að hafa jákvætt hugarfar gagnvart því sem maður gerir, auk þess að vera meðvitaður um hvenær það sé tímabært að kúpla sig út og slaka á. Hennar uppáhalds leið til að aftengja sig daglega lífinu er að keyra norður fyrir Kaupmannahöfn og heimsækja fjölskylduna sína, eða ferðast til framandi landa og upplifa eitthvað nýtt.

29/04/2019
Ása Steinarsdóttir

Þegar Ása Steinarsdóttir áttaði sig á því að hún byggi í návígi við eina mögnuðustu náttúru heims, sagði hún skilið við skrifstofuna og elti drauminn sinn um að gera ljósmyndun, sitt helsta áhugamál, að atvinnu.

08/04/2019
Jökullinn gefur eftir

Bóndabær Arons og Helenar er í miklu návígi við Vatnajökul og sambandið við jökulinn því mjög sterkt. Sjálf ferðast þau reglulega upp á skriðjöklana þarna í nágreninu og hafa þau því óhjákvæmilega orðið vitni að þróun hans og breytingum. 

Á ekki svo löngum tíma hefur landslagið í kringum jöklana stórbreyst. Sífellt fleiri jökullón hafa myndast fyrir framan skriðjöklana, 500m metra íshellar hafa horfið á einungis fáum árum og eyðilendi skapast frá hopi jökulsins. 

Þessi þróun setur ekki einungis spurningarmerki við framtíð fjölskyldu þeirra, heldur einnig við framtíð íslensku náttúrunnar.

12/02/2019
Elísabet Margeirsdóttir

Stuttmynd 66°Norður um Elísabetu Margeirsdóttur.
Árið 2018 varð Elísabet Margeirsdóttir fyrsta konan í heiminum til að klára 400 kílómetra Ultra-Gobi maraþonið undir 100 klukkustundum. Fimmtán árum áður hafði hún ekki getað ímyndað sér að hún ætti eftir að verða einn besti langhlaupari Íslands, eins og hún er í dag.

18/01/2019
Saga Heiðars Loga

Saga brimbrettakappans Heiðars Loga er ótrúleg. Þegar Heiðar Logi var aðeins átján ára skipti hann áfengi út fyrir adrenalínið. Eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla vegna erfiðs athyglisbrests fann Heiðar loks leið til að fá útrás fyrir alla orkuna á brimbrettinu og hefur síðan þá ekki litið til baka. 

Það er ekki mikið eftir af gamla vandræðagemsanum sem þessa dagana eyðir tíma sínum í að elta uppi öldur við strendur Íslands ásamt því að stunda jóga af miklum móð.

25/10/2018
Benjamin Hardman

Fyrir fimm árum síðan, tók ástralski ljósmyndarinn Benjamin Hardman að sér fyrsta ljósmyndaverkefnið sitt hér á norðurslóðum. Síðan þá hefur ástríða Benjamins fyrir ljósmyndum á norðurslóðum einungis aukist og ófyrirsjáanleg uppátæki íslenskarar náttúru drifið hann áfram í stöðugri leit hans að einkennilegum náttúrufyrirbrigðum.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK