Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa

NORÐUR

Myndaþættir og sögur.

08/14
Litir eldfjallanna

Ísland í heild sinni, frá botni Atlantshafsins til hæstu tinda, samanstendur af þúsundum laga af hrauni. Stór hluti eldstöðva landsins er ennþá virkur og gera má ráð fyrir því að einhver þeirra gjósi á þriggja til fjögurra ára fresti. Þessi mikla eldvirkni hefur í gegnum árin skapað hið ótrúlega land sem við búum á. Orkan sem fyrirfinnst undir landinu okkar er einstök uppspretta af sjálfbærri orku sem ekki bara hitar upp heimilin okkar heldur sér okkur einnig fyrir þeirri raforku sem þarf til að lýsa þau upp.

06/07
Emilie Lilja

Stress og álag sem fylgir okkar daglega lífi getur stundum orðið til þess að við sjáum hlutina ekki í réttu ljósi og njótum því ekki lífsins til fullustu. Fulltrúi og góður vinur okkar í Danmörku, Emilie Lilja, þekkir slíkt álag vel þar sem hún starfar sem áhrifavaldur, plötusnúður, hlaðvarpsstjórnandi, stjórnandi sinna eigin góðgerðarsamtaka til viðbótar við að sinna öðrum verkefnum innan blómstandi menningarsenu Kaupmannahafnar.

Til þess að halda haus í álagi sem fylgir svo þéttri daglegri dagskrá, telur Emilie það nauðsynlegt að hafa jákvætt hugarfar gagnvart því sem maður gerir, auk þess að vera meðvitaður um hvenær það sé tímabært að kúpla sig út og slaka á. Hennar uppáhalds leið til að aftengja sig daglega lífinu er að keyra norður fyrir Kaupmannahöfn og heimsækja fjölskylduna sína, eða ferðast til framandi landa og upplifa eitthvað nýtt.

05/20
SS19 Myndaþáttur II | Út fyrir bæjarmörkin pt. II

Í öðrum parti þriðju myndaseríu 66°Norður í Kaupmannahöfn beinist áherslan að því hvernig fatnaðurinn sem við notum dagsdaglega, getur nýst til útivistariðkunar í frítíma okkar, og ber því myndaþátturinn nafnið "Út fyrir bæjarmörkin". 

Þótt íslensk náttúra sé að vissu leyti frábrugðin þeirri dönsku, þá eigum við það þó sameiginleg  að við þurfum ekki að leita langt yfir skammt til að komast í tæri við fallega náttúru til útivistariðkunar. 

Fatnaðurinn okkar þarf því að geta mætt fjölbreyttum kröfum, því allir eiga að geta notið hvers kyns útivistar í þægilegum og réttum fatnaði.

04/29
Ása Steinarsdóttir

Þegar Ása Steinarsdóttir áttaði sig á því að hún byggi í návígi við eina mögnuðustu náttúru heims, sagði hún skilið við skrifstofuna og elti drauminn sinn um að gera ljósmyndun, sitt helsta áhugamál, að atvinnu.

04/08
Jökullinn gefur eftir

Bóndabær Arons og Helenar er í miklu návígi við Vatnajökul og sambandið við jökulinn því mjög sterkt. Sjálf ferðast þau reglulega upp á skriðjöklana þarna í nágreninu og hafa þau því óhjákvæmilega orðið vitni að þróun hans og breytingum. 

Á ekki svo löngum tíma hefur landslagið í kringum jöklana stórbreyst. Sífellt fleiri jökullón hafa myndast fyrir framan skriðjöklana, 500m metra íshellar hafa horfið á einungis fáum árum og eyðilendi skapast frá hopi jökulsins. 

Þessi þróun setur ekki einungis spurningarmerki við framtíð fjölskyldu þeirra, heldur einnig við framtíð íslensku náttúrunnar.

04/04
SS19 Myndaþáttur | Út fyrir bæjarmörkin pt. I

Í þriðju myndaseríu 66°Norður í Kaupmannahöfn beinist áherslan að því hvernig fatnaðurinn sem við notum dagsdaglega, getur nýst til útivistariðkunar í frítíma okkar, og ber því myndaþátturinn nafnið "Út fyrir bæjarmörkin". 

Þótt íslensk náttúra sé að vissu leyti frábrugðin þeirri dönsku, þá eigum við það þó sameiginleg  að við þurfum ekki að leita langt yfir skammt til að komast í tæri við fallega náttúru til útivistariðkunar. 

Fatnaðurinn okkar þarf því að geta mætt fjölbreyttum kröfum, því allir eiga að geta notið hvers kyns útivistar í þægilegum og réttum fatnaði.

02/12
Elísabet Margeirsdóttir

Stuttmynd 66°Norður um Elísabetu Margeirsdóttur.
Árið 2018 varð Elísabet Margeirsdóttir fyrsta konan í heiminum til að klára 400 kílómetra Ultra-Gobi maraþonið undir 100 klukkustundum. Fimmtán árum áður hafði hún ekki getað ímyndað sér að hún ætti eftir að verða einn besti langhlaupari Íslands, eins og hún er í dag.

01/18
Saga Heiðars Loga

Saga brimbrettakappans Heiðars Loga er ótrúleg. Þegar Heiðar Logi var aðeins átján ára skipti hann áfengi út fyrir adrenalínið. Eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla vegna erfiðs athyglisbrests fann Heiðar loks leið til að fá útrás fyrir alla orkuna á brimbrettinu og hefur síðan þá ekki litið til baka. 

Það er ekki mikið eftir af gamla vandræðagemsanum sem þessa dagana eyðir tíma sínum í að elta uppi öldur við strendur Íslands ásamt því að stunda jóga af miklum móð.

12/06
AW18 Myndaþáttur | Frumskógur á malbiki
Ófyrirsjáanlegt votveður, kuldi og hávaðarok getur gert borgarlíf á Norðurslóðum vandasamt.
Sem betur fer vitum við orðið fátt eitt um framleiðslu á vönduðum vetrarfatnaði eftir að hafa boðið slæmu veðri birginn í rúmlega 9 áratugi. Þar af leiðandi er notagildi flíkunnar ávallt haft að leiðarljósi í framleiðsluferlinu okkar og fatnaður okkar hannaður til að veita þægindi í daglegu lífi, en jafnframt undirbúa þig fyrir hið versta slagveður.

 

11/05
AW18 Myndaþáttur | Borgarlíf á Norðurslóðum

Vetrarveðrið er sjaldan langt undan á 66. breiddargráðu Norðurhvels. Af þeim sökum mega vetrarflíkur Íslendinga sjaldan vera langt undan. 

Eftir að hafa boðið slæmu veðri birginn í rúmlega 9 áratugi, þá vitum við orðið fátt eitt um framleiðslu á vönduðum vetrarfatnaði. Þar af leiðandi er notagildi flíkunnar ávallt haft að leiðarljósi í framleiðsluferlinu okkar og fatnaður okkar hannaður til að veita þægindi í daglegu lífi, en jafnframt undirbúa þig fyrir verstu mögulega veðuraðstæður.

10/25
Benjamin Hardman

Five years ago, Benjamin Hardman embarked on his first photographic mission in an Arctic winter climate.

Ever since, Benjamin’s passion for the cold has driven him further in his search of the North’s most obscure landscapes – the barren, cold and volatile environments that are inhabited by colossal ice structures, carved volcanic mountains and resilient wildlife.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK