Choose your shipping destination to see the products available in your location

Hringrás

Dúnn

66°Norður hefur um árabil aðeins notað dún í vörur sínar frá þýskum samstarfsaðila sem er með svonefndar Responsible Down Standards, Downpass og The OEKO-TEX® Standard 100 vottanir:

Responsible Down Standard tryggir að dúnn og fiður komi aðeins frá öndum og gæsum sem hafa verið meðhöndlaðar af gætni. Þar er átt við að gera þeim kleift að lifa heilbrigðu lífi, fylgja meðfæddri hegðun og þjást ekki vegna sársauka eða álags. Staðallinn fylgir einnig rekjanleikakröfum, frá býli til vöru, þannig að tryggt sé að dúnn og fiður merktur staðlinum (RDS) sé það örugglega.

Downpass merking er trygging fyrir hágæðum. Hún ábyrgist jafnframt að dúnn og fiður í fyllingum séu tínd á ábyrgan hátt og hluti af rekjanlegri keðju sem er stýrt á ábyrgan hátt.

The OEKO-TEX® Standard 100 er sjálfstætt prófunar- og vottunarkerfi fyrir hrátextíl, afurðir á bæði millistigi og endastigi, á öllum stigum framleiðslu. Dæmi um vörur hæfar til vottunar væru: hrá- og litað/tilbúið garn, hrá- og litað/tilbúið efni og prjón, tilbúnar vörur (hverskyns fatnaður, húsbúnaður, sængurfatnaður, vefnaðarvara, textílleikföng, o.f.l.)

Hringrás

Kynntu þér einnig

Efni sem endast

Við skuldbindum okkur til að vinna einungis með efni frá ábyrgum framleiðendum og birgjum sem uppfylla hæstu gæðakröfur.

Vottanir & Samstarfsaðilar

Lærðu meira um virðiskeðjuna okkar, birgjana og þær vottanir sem tengjast vörunum okkar.