
25. nóvember 2022
Föstudagur fyrir jöklana okkar
25% af allri sölu í vefverslun rann til Jöklarannsóknafélags Íslands.
Jöklarnir eru stór hluti af Íslandi og við viljum halda því þannig
Þær breytingar sem eru að gerast í heiminum eru mjög sýnilegar okkur hér í norðrinu. Við finnum vel hvernig jöklarnir okkar eru að gefa eftir með hækkandi hitastigi. Við hjá 66°Norður viljum nota daginn til að vekja athygli á þessu máli og leggja okkar af mörkum til að sporna gegn þessari þróun.
Undanfarin ár höfum við gefið hluta af sölu okkar til Landverndar, Votlendissjóðs og Jöklarannsóknafélags Íslands, sem allir hafa það að markmiði að vernda náttúruna á einn eða annan hátt. Í ár munum við aftur styrkja Jöklarannsóknafélag Íslands.
Jöklarannsóknafélag Íslands var stofnað árið 1950, en markmið þess er að stuðla að jöklarannsóknum og fræðslu um jöklana okkar og nágrenni. Samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða er grundvöllur félagsins sem hefur skilað miklum árangri og eflt jöklarannsóknir hér á landi enn frekar. Félagið hefur stundað mælingar á hopi og framskriði jökulsporða allt frá upphafi. Einstakir félagar hafa tekið einn eða fleiri jökulsporða í fóstur og mælt stöðu þeirra einu sinni á ári, líkt og fjölskyldan í Reykjarfirði hefur gert með Drangajökul.
Hvernig nýttist styrkurinn árið 2022
Jöklarannsóknafélag Íslands (JÖRFÍ) og 66°Norður gengu til samstarfs á síðasta ári með það að markmiði að standa vörð um íslensku jöklana með því að mæla afkomu smærri jökla á Suðurlandi og stuðla að aukinni vitundarvakningu um jöklabreytingarnar vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Jöklarannsóknafélagið hefur sinnt mælingum á breytingum á stöðu jökulsporða undanfarin 90 ár en þær mælingar eru mikilvægt framlag til vöktunar umhverfisbreytinga sem nú eiga sér stað víða um heim. Félagið nýtti styrkinn frá 66° Norður til að mæla vetrar- og sumarafkomu á Tindfjallajökli og Eyjafjallajökli og stefnt að því að endurtaka mælingarnar á næsta ári. Hér má sjá myndband sem JÖRFÍ tók saman.
Ljósmyndir veita einstaka innsýn
Sögulegar ljósmyndir af jöklum veita einstaka innsýn í heim á hverfanda hveli vegna breytinga á loftslagi undanfarna áratugi sem hafa valdið miklu hopi jökla. Jöklarannsóknafélagið hefur farið fyrir því að safna og varðveita sögulegar ljósmyndir úr fórum félaga sem ferðuðust á og við jökla landsins á 20. öldinni og kortlögðu ferðir sínar og umhverfi með ljósmyndum. Eitt af markmiðum samstarfsins nú er heimsækja og finna marga af þeim stöðum þar sem fyrir eru til sögulegar myndir og endurgera þær, til að hægt sé með sjónrænum hætti að átta sig á þeim miklu breytingum sem orðið hafa á jöklum landsins.
Nú þegar má finna mörg ljósmyndapör á jöklavefsjánni (www.islenskirjoklar.is) en verkefnið mun bæta fleiri samanburðarmyndum í ljósmyndasafnið.
Föstudagur fyrir jöklana okkar
Síðan 2019 höfum við ekki tekið þátt í Svörtum föstudegi. Þess í stað höfum við lagt fram 25% af sölu okkar í vefverslun til að fjármagna íslensk umhverfissamtök sem öll eiga það sameiginlegt að vernda náttúruna okkar.
2022 | Jöklarannsóknafélags Íslands
25% af allri sölu í vefverslun á föstudeginum 25. nóvember rann til Jöklarannsóknafélags Íslands.2021 | Jöklarannsóknafélags Íslands
25% af allri sölu í vefverslun á föstudeginum 26. nóvember rann til Jöklarannsóknafélags Íslands.2020 | Votlendissjóður
25% af allri sölu í vefverslun frá föstudeginum 27. nóvember til mánudagsins 30. nóvember rann til Votlendissjóðsins.2019 | Landvernd
25% af allri sölu í vefverslun frá föstudeginum 29. nóvember til mánudagsins 2. desember rann til Landverndar.Föstudagur fyrir jöklana okkar
Heimildir um breytingar
„Ég horfi á nýtt landslag verða til í hverri ferð. Jöklarnir eru að hopa og þynnast og það kemur nýtt land undan þeim.“
Ljósmyndarinn RAX, Ragnar Axelsson, hefur myndað fólk og náttúru á norðurslóðum í fjóra áratugi. Hann hefur séð umhverfið taka miklum breytingum á þessum tíma og hvernig hlýnandi loftslag hefur áhrif á líf fólks í norðrinu.

Stuttermabolur
No Ice
Stuttermabolur sem varpar ljósi á það hvernig hlýnun jarðar er að breyta íslensku landslagi. Við finnum vel hvernig jöklarnir okkar eru að gefa eftir með hækkandi hitastigi.

Undanfarin ár
Föstudagur fyrir jöklana okkar

Í 75 ár hefur fjölskyldan fylgst með hreyfingum jökulsins í Reykjarfirði ár hvert og sent niðurstöðurnar til Jöklarannsóknarfélags Íslands; fyrst var það föðurbróðir Þrastar, Guðfinnur, og svo Þröstur Nú hefur Ragnar tekið við keflinu og er að mæla jökulsporðinn í annað sinn.
Chris Burkard er heimsþekktur ævintýraljósmyndari sem hefur ástríðu fyrir Íslandi. Hann hefur ferðast vítt og breitt um landið undanfarinn áratug og hjá honum vaknað mikill áhugi fyrir því að fanga á mynd jökulárnar sem renna frá hálendinu alla leið til sjávar.

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að vísindasamfélagið í heiminum vinni saman að lausnum til að kljást við losun koltvísýrings
Föstudagar fyrir jöklana undanfarin ár
5 Greinar
Hipsumhaps
Platan sem hverfur

Oceans Missions
Ása Steinars

Lífið við jökulræturnar
Þorsteinn Roy og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir

Ragnar Axelsson
Heimildir um breytingar

Andri Snær Magnason
Um tímann og vatnið