Choose your shipping destination to see the products available in your location

26. nóvember

Föstudagur fyrir jöklana okkar

Föstudaginn 26. nóvember mun 25% af allri sölu í vefverslun renna til Jöklarannsóknarfélags Íslands.

Jöklarnir eru stór hluti af Íslandi og við viljum halda því þannig

Þær breytingar sem eru að gerast í heiminum eru mjög sýnilegar okkur hér í norðrinu. Við finnum vel hvernig jöklarnir okkar eru að gefa eftir með hækkandi hitastigi. Við hjá 66°Norður viljum nota daginn til að vekja athygli á þessu máli og leggja okkar af mörkum til að sporna gegn þessari þróun.

Undanfarin tvö ár höfum við gefið hluta af sölu okkar til Landverndar annars vegar og Votlendissjóðs hins vegar, sem báðir hafa það að markmiði að vernda náttúruna á einn eða annan hátt. Í ár munum við styrkja Jöklarannsóknarfélag Íslands.

Félagið var stofnað árið 1950, en markmið þess er að stuðla að jöklarannsóknum og fræðslu um jöklana okkar og nágrenni. Samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða er grundvöllur félagsins sem hefur skilað miklum árangri og eflt jöklarannsóknir hér á landi enn frekar. Félagið hefur stundað mælingar á hopi og framskriði jökulsporða allt frá upphafi. Einstakir félagar hafa tekið einn eða fleiri jökulsporða í fóstur og mælt stöðu þeirra einu sinni á ári, líkt og fjölskyldan í Reykjarfirði hefur gert með Drangajökul.

Þar sem jökullinn hopar

Í 75 ár hefur fjölskyldan fylgst með hreyfingum jökulsins í Reykjarfirði ár hvert og sent niðurstöðurnar til Jöklarannsóknarfélags Íslands; fyrst var það föðurbróðir Þrastar, Guðfinnur, og svo Þröstur Nú hefur Ragnar tekið við keflinu og er að mæla jökulsporðinn í annað sinn.

Lesa
Hipsumhaps
Fannar Ingi og platan sem hverfur

Síðastliðinn maí gaf hljómsveitin Hipsumhaps út plötuna Lög síns tíma og 1. janúar nk. mun platan hverfa út af öllum streymisveitum og aldrei snúa til baka.

Ása Steinars
Ocean Missions

Með Ocean Missions og Ásu Steinars siglum við saman í að átt að sjálfbærni.

Föstudagar fyrir jöklana undanfarin ár
5 Greinar
Chris Burkard

Ferðalag niður jökluárnar

Föstudagur fyrir jöklana 2020Lesa
Carbfix

Við breytum CO2 í stein.

Föstudagur fyrir jöklana 2020Lesa
Lífið við jökulræturnar
Föstudagur fyrir jöklana 2020Lesa
Ragnar Axelsson

Heimildir um breytingar

Föstudagur fyrir jöklana 2019Lesa
Andri Snær Magnason

Um tímann og vatnið

Föstudagur fyrir jöklana 2019Lesa