Ása Steinars

Ocean Missions

LjósmyndirÁsa Steinars og Leo Alsved
MyndbandCat Koppel

Með Ocean Missions og Ásu Steinars siglum við saman í að átt að sjálfbærni.

Ocean Missions er framtak sem helgar sig rannsóknum og vitundarvakningu á plastmengun í Norður-Atlantshafi. Teymið, sem gerir út á 70 ára gamalli tréskútu frá höfninni í Húsavík, sameinar til þess fjölbreyttan hóp fólks og skapar tækifæri fyrir vísindamenn úr þverfaglegum greinum til að safna dýrmætum upplýsingum um heilbrigði hafsins í kringum okkur. Upplýsingarnar sem teymið safnar nýtist svo til að breiða út vitund um lífríki sjávar og vekja athygli stjórnvalda á alvarleika vandamálsins.

Með hjálp fulltrúa okkar, Ásu Steinars, fáum við að kynnast betur teyminu á bakvið Ocean Missions og fáum innsýn inn í starfssemi framtaksins. Teymið samanstendur af fámennum en kraftmiklum hópi, sem hefur staðið á bak við fjölmörg hreinsunarátök á ströndum Austurlands.

Hafið varðar okkur öll og það er mikilvægt fyrir Ísland að hvalirnir snúi aftur á hverju sumri. Við mannfólkið erum einungis lítill hluti af náttúrunni. Við tilheyrum henni og við þurfum að vernda hana eins vel og við getum. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á að vernda jörðina okkar.

Lærðu meira um verkefnið með því að horfa á myndabandið hér fyrir neðan.

Án þess bláa er ekkert grænt, við þurfum að vernda hafið til að bjarga jörðinni

Horfðu á myndbandið

Ása Steinars og Ocean Missions

Föstudagur fyrir jöklana okkar

Norður tímarit

Drangajökull
Þar sem jökullinn hopar

Í 75 ár hefur fjölskyldan fylgst með hreyfingum jökulsins í Reykjarfirði ár hvert og sent niðurstöðurnar til Jöklarannsóknarfélags Íslands; fyrst var það föðurbróðir Þrastar, Guðfinnur, og svo Þröstur Nú hefur Ragnar tekið við keflinu og er að mæla jökulsporðinn í annað sinn.

Lesa
Jöklarannsóknarfélag Íslands
Föstudaginn 26. nóvember mun 25% af allri sölu í vefverslun renna til Jöklarannsóknarfélags Íslands.

Jöklarnir eru stór hluti af Íslandi og við viljum halda því þannig.

Hipsumhaps
Fannar Ingi og platan sem hverfur

Síðastliðinn maí gaf hljómsveitin Hipsumhaps út plötuna Lög síns tíma og 1. janúar nk. mun platan hverfa út af öllum streymisveitum og aldrei snúa til baka.


Fylgstu með NORÐUR sögum með því að skrá þig á póstlistann og fylgja okkur á Instagram

Instagram

@66north

Skráðu þig á póstlistann

Póstur