Á leið í vinnu eða upp á fjall.

Snæfell NeoShell® Jakki
Frá 72.000 kr.

Snæfell NeoShell® hefur mikið notagildi.

Snæfell jakkinn hentar vel í gönguferðir, á skíði, í hjólaferðir, á kajak, eða einfaldlega þegar þú ferð út með hundinn. Samspil vatnsheldni, teygjanleika og einstakrar öndunar gerir hann að jakka sem hentar þér í fjölmörgum aðstæðum.

Siggi við klifur á Íslandi

Snæfell jakkinn er í miklu uppáhaldi hjá mér þegar kemur að útivist á Íslandi. Ég vel hann framar öðru þegar ég er að fara í krefjandi göngur, ferðir á jökli eða þar sem ég þarf að verja mig fyrir vindi en halda í mikla öndunareiginleika. Jakkinn er sveigjanlegur og léttur, ég vel hann oft í hversdagsleikann útaf þægindum og útliti.


Siggi Bjarni
@siggiworld

Einangrun & skel

Jakki með mikið notagildi


Polartec NeoShell® er með 10.000 mm. vatnsheldni

Öndunareiginleikar NeoShell® eru í kringum 30.000g/m2/24h.

Snæfell NeoShell® er klassískur skeljakki með 10.000 mm. vatnsheldni og einstaka öndunareiginleika. Mikilvægt er að skeljar hafi góða öndun, þar sem hindrun rakasöfnunar á innanverðum jakkanum er lykilþáttur í að halda einstaklingnum sem honum klæðist þurrum og hlýjum.

Jakkinn er framleiddur úr Polartec NeoShell® efni sem er eitt fremsta efnið á markaðinum þegar kemur að teygjanleika og öndunareiginleikum. 10.000 mm vatnsheldni þýðir að hægt er að nota jakkann í léttri úrkomu en ef um er að ræða mjög mikla úrkomu í lengri tíma mun efnið á einhverjum tímapunkti gefa eftir. Þetta snýst allt um jafnvægi og til að ná fram þeirri einstöku öndun sem Polartec Neoshell efnið býr yfir, þá getur vatnsheldnin ekki verið of mikil. Því meiri sem vatnsheldnin er, því síðri verður öndunin. Fyrir hreyfingu og alhliða útivistarnotkun er Snæfell jakkinn frábær kostur.

Hönnun jakkans er látlaus og sígild, en vegna öndunar í gegnum vasa, sérmótaða olnboga og þess að jakkinn er síðari að aftan en framan hentar jakkinn vel í alls kyns hreyfingu, allt árið um kring.

Jakkinn fékk ISPO verðlaunin árið 2011, en verðlaunin eru veitt á alþjóðlegum vettvangi fyrir vörur sem sameina notkun tæknilegra efna og framúrskarandi hönnun.

Tæknilegir eiginleikar

Einfaldur, klassískur, þægilegur


Vatnsheldur upp að 10.000 mm.

Einstök öndun.

Vindheldur.

Límdir saumar.

Polartec® NeoShell®

Snæfell er framleiddur úr Polartec NeoShell®, sem á síðustu árum hefur stimplað sig inn sem framúrskarandi efni í fatnað til útivistar og almennrar hreyfingar.

Í áraraðir hefur útivistarheimurinn lagt ríka áherslu á nota efni sem veita mikla vörn gegn regni í skeljakka, en þess í stað lagt minni áherslu á efni sem anda vel. Sú þróun er afleiðing þess að öndun fatnaðar var vanalega talin koma niður á heildar vatnsheldni flíkunnar. Hins vegar hafa nýstárleg efni og tækni, líkt og Polartec NeoShell®, komið inn á markaðinn með hentugt jafnvægi milli vatnsheldni og mjög góðrar öndunar.

Lestu meira um Polartec® NeoShell® hér

Eiginleikar

Sérmótuð hetta sem byrgir ekki sýn og rúmar hjálm undir.

Der á hettu fyrir aukin þægindi og vörn gegn sól og vætu. Snúrugöng við hálsmál til að aðlaga snið.

Aukaloftun í gegnum vasa.

Sérmótaðir olnbogar fyrir góða hreyfigetu.

Síðara snið á aftari helming jakkans.

Kortavasi á vinstri ermi, nýtist fyrir skíðapassa.

Renndur innanverður vasi og snúrugöng í faldi.

Polartec® NeoShell® efni: 53% Nylon, 47% Polyester.

Snið og stærð

Fullkominn yfir grunn- og miðlag

Grunn- og miðlag

Snæfell

Miðlag
3 samsetningar
Miðlag(2 útgáfur)
Grunnlag(2 útgáfur)
Snæfell NeoShell®(2 útgáfur)

Það sem er sérstakt við Snæfell er að jakkinn er með fáa sauma, þrátt fyrir tæknilegt snið jakkans. Það gerir það að verkum að áhætta á leka í gegnum sauma er lágmörkuð, sniðið fellur einkar vel að líkamanum og fullnýting hráefnisins er hámörkuð. 

Snæfell NeoShell® er hannaður í almennum stærðum, með rými fyrir grunn- og miðlagi undir og er síðari að aftan en framan. Við mælum með því að panta þá stærð sem þið eruð vön að nota, en þeim sem eru á milli stærða er ráðlagt að panta stærð neðar en vani er á.


Umhirða

Rétt umhirða tryggir einstaka endingu

Mælt er með því að þvo Snæfell reglulega í þvottavél, með slíkri umhirðu endist efnið og eiginleikar þess betur. Sama gildir um aðrar flíkur úr Polartec® NeoShell®. Mælt er með reglulegum þvotti til þess að sporna gegn uppsöfnun óhreininda og fitu sem safnast fyrir innan í jakkanum með reglulegri notkun. Ef slík óhreinindi eru látin liggja í efninu geta þau haft áhrif á gæði vatnsheldu filmu jakkans og minnkað getu hans til að verjast vatni.

Þvoið í þvottavél við 30°C með fljótandi sápu sérstaklega fyrir skelfatnað, en venjuleg mild sápa er einnig í lagi. Rennið upp öllum rennilásum og tæmið alla vasa. Ekki nota mýkingarefni eða önnur efni sem innihalda bleikingarefni. Ekki má setja jakkann í þurrhreinsun. Eftir þvott, hengið þá jakkann til þerris, eða setjið í þurrkara við mjög lágt hitastig.

Sé jakkinn notaður af og til, þá dugar að þvo jakkann einu sinni í mánuði. Fyrir mikla notkun, þá er mælt með þvotti á tveggja vikna fresti.

NORÐUR Tímarit

Veröld Snæfells

Beitiland milli jökla.

Það krefst mikillar ástríðu að vera sauðfjárbóndi á Íslandi.

Lesa
Með mótvindinn í bakið.

Knattspyrna spilaði snemma stórt hlutverk í lífi Elínar Mettu Jensen.


Atvinnukona í fótbolta

Elín Metta

"Snæfell er bæði mjög þægilegur og virkilega flottur. Hann er í raun ekki eins og hefðbundinn útivistarjakki, mér finnst hann mjög smart, sérstaklega þar sem ég get verið í honum við ansi margt. Ég er mikið í honum þegar ég er að skjótast eitthvað innanbæjar og hef ég satt að segja notað hann einna mest þannig. Sömuleiðis hef ég notað hann í gönguferðum og þar heldur hann vindi mjög vel!“

Jarðfræðingur

Helga Kristín

"Snæfell jakkinn er ein af uppáhalds vörunum mínum frá 66°Norður og sennilega mest notaða flíkin líka. Hann býður upp á svo mikla fjölbreytni og er fullkominn allan ársins hring.

Mér finnst frábært hvað Neoshell efnið í honum er teygjanlegt og gefur vel eftir, sem er ekki sjálfgefið fyrir vatnshelda jakka. Því er auðvelt að fara í þykkar peysur eða jakka eins og Öxi eða Ok innanundir sem er til dæmis gott á veturna. Sniðið á jakkanum er líka mjög klæðilegt og fer öllum vel. Jakkinn skrjáfar ekki eins og margir útivistarjakkar og pakkast auðveldlega saman til að hafa í göngubakpokanum. Ég mæli alltaf með Snæfell jakkanum fyrir einstaklinga sem leita til mín og eru að feta sín fyrstu spor í útivistamennsku og veit ekki hvað það eigi að kaupa í þessum hafsjó af útivistarbúnaði. Snæfell jakkinn kemur þér langt og er einfaldlega skyldueign!"

Spretthlaupari

Ari Bragi

“Eftir að hafa hlaupið úti í næstum öllum veðrum sem Ísland hefur upp á að bjóða hefur Snæfell reynst mér hvað best. Það að jakkinn andi vel og þoli allt það álag sem hlaupin mín krefjast er allt sem ég bið um auk þess að hann veitir mér svigrúm til þess að hreyfa mig hratt án þess að tosa mig til.”

Jökla

Hönnuð fyrir kulda og krefjandi aðstæður.

Tindur dúnúlpa

Dugar fyrir Ísland, fullkomin fyrir Everest