Hönnuð fyrir kulda og krefjandi aðstæður.

Jökla Parka
165.000 kr.

Jökla Parka er einstaklega endingargóð og þolir mikinn kulda.

Jökla parka er gerð fyrir mikinn kulda og erfiðar aðstæður. Ytra lag Jökla er úr hágæða Cordura efni sem er einstaklega sterkt og endingargott efni. Á hettu er skinnkantur úr silfurrefsfeldi sem kemur frá Finnlandi eða dúnkragi með hvítum gæsadún. Úlpan er einangruð eins og best verður á kosið, með 90% 800 fill power gæsadúni og 10% fjöðrum.

Siggi í Jöklu Parka

Jökla er mitt fyrsta val þegar kemur að áreiðanlegri flík í aftaka veðri. Þegar ég dvaldi á Suðurskautslandinu þá þurfti ég ásamt teyminu mínu að glíma við mikið frost, sterkan vind og tíða snjóstorma. Reglulega þurftum við að fara utandyra í erfiðar aðstæður til að huga að tjaldbúðunum eða sinna öðrum erindum og oft þurftum við að vera þar löngum stundum. Ég henti yfir mig Jöklu parka í hvert skipti sem ég þurfti að fara út og þurfti ég þá varla að hugsa meira um veðrið, þar sem verstu veðuraðstæður voru nú viðráðanlegar.

Ég elska endingargóða Cordura efnið sem gerir hana hentuga í krefjandi vinnu. Svo eru endalaust af vösum sem eru vel staðsettir, svo auka hanskar, snjógleraugu, sólgleraugu og önnur verkfæri eru alltaf innan handar.


Siggi Bjarni @siggiworld

Einangrun og skel

Ekki láta veðrið stjórna þér


Þýskur VET vottaður hágæða 800 Fill Power hvítur gæsadúnn. Einangrunin samanstendur af 90% dúni, 10% fjöðrum.

Vindheldni upp að 60 CFM með 10.000g/m2/24h öndun.

Jökla í notkun um borð á skipi á Norðurskautinu

Harðgerð, endingargóð og einstaklega slitsterk

Jökla úlpan er hönnuð fyrir þá sem þurfa að sinna daglegum störfum í óútreiknanlegu íslensku veðri. Nafn hennar sækir innblástur sinn í stormasömustu staði landsins, jöklana okkar. Úlpan er framleidd úr sérlega sterku og endingargóðu Cordura efni sem er vatnshelt upp að 9,000 mm. Saumarnir eru svo límdir til þess að auka vatnsheldnina.

Úlpan er fáanleg með silfurrefsfeld á kraga eða með dúnkraga. Kragi úlpunnar veitir andlitinu skjól og hlýju frá veðri og vindum og kemur einnig í veg fyrir að snjór og bleyta komist inn um hálskraga úlpunnar. Hægt að taka feldinn eða dúnkragann af. Dúnkraginn er einangraður með 800 fill power hvítum gæsadún. Úlpan er með fimmtán vasa og endurskin á baki og ermum.

Jökla er fáanleg í herra- og dömusniði og taka stærðinar tillit til þess að viðkomandi klæðist grunn- og miðlagi undir. Úlpan er aðeins síðari en það sem telst hefðbundið til að veita betri einangrun og hlýju.

15 vasar

Nóg pláss fyrir auka hanskapar, skíðagleraugu, sólgleraugu, eða hvers kyns búnað sem þú þarft að hafa innan handar.

Átta vasar að framanverðu, þar af eru tveir með vatnsheldum rennilásum en hinir með hlíf yfir.

Tveir vasar á vinstri ermi, annar hnepptur og hinn renndur kortavasi.

Sjö innanverðir vasar; einn renndur, þrír lokanlegir með frönskum rennilás og einn opinn vasi sem rúmar allar tegundir af nýjum snjallsímum. (max. 78 mm breidd & 160 mm hæð)

NORÐUR Tímarit

Veröld Jöklu Parka

Heimildir um breytingar

Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndari hefur myndað fólk og náttúru á norðurslóðum í fjóra áratugi. Hann hefur séð þetta umhverfi taka miklum breytingum á þessum tíma og hvernig hlýnandi loftslag hefur áhrif á líf fólks í norðrinu.

Lesa

Ljósmyndari á heimskautaslóðum

Benjamin Hardman

"Jökla Parka hefur í langan tíma verið minn fyrsti kostur þegar ég ferðast innanlands sem og erlendis á Norðurslóðum. Þar sem úlpan þolir mikið álag, er mjög hlý og vatnsheld þá hefur hún verið frábær ferðafélagi í verkefnum mínum sem ljósmyndari þar sem ég starfa við krefjandi aðstæður og kulda allan ársins hring."

Atvinnukona í stangveiði

Valgerður Árnadóttir

Fluguveiðar eru Völu í blóð bornar, en því áhugamáli fylgir óneitanlega löng ferðalög í leit að bestu ánum. Jökla Parka spilar því mikilvægt hlutverk í að gera Völu kleyft til að stunda áhugamálið sitt án þess að hafa áhyggjur af óútreiknanlegu íslensku veðri.

Ljósmyndari

Ása Steinarsdottir

"Ég kynntist 66°Norður á svipuðum tíma og áhugi minn fyrir ljósmyndun byrjaði, en á þeim tíma  var ég byrjuð að eyða sífellt meiri tíma í hvers kyns útivist. Í kjölfarið upplifði ég hvers kyns veður við þurfum að glíma við hér á landi og 66°Norður var alltaf merkið sem mér langaði til að vera í í slíkum aðstæðum - fyrst og fremst út af gæðunum á fatnaðinum og að merkið er íslenskt."

Arkitekt

Jakob Jakobsson

Jakob bjó í eitt ár í Sisimut á Grænlandi með fjölskyldunni sinni, en á þeim tíma notaði hann Jöklu Parka óspart í hin ýmsu verk, hvort sem það var til að sækja son sinn í leikskólann eða ferðast um Grænland.

Arctic Trucks

Arctic Trucks teymið notar Jöklu Parka í ferðum sínum á Suðurpólinn.

Umhirða

Rétt umhirða tryggir einstaka endingu

Þvoið í þvottavél við 30°C með fljótandi sápu sérstaklega fyrir dún.

Takið skinnkanntinn af áður en úlpan er þvegin.

Lokið öllum vösum og rennilásum

Ekki nota mýkingarefni eða önnur efni sem innihalda bleikingarefni.

Þurrkið í þurrkara á lágum hita ásamt tennisboltum til þess að berja dúninn í sundur. 

Eftir um klukkustund í þurrkara er best að snúa úlpunni við.

Heildarþurrkunartími getur verið um 2-4 klst háð stærð úlpunnar.

Athugið að litir geta dofnað eftir þvott. 

Tæknilegir eiginleikar
Skel

Cordura efni, 76% Nylon / 24% Polyurathane

Einangrun

90% 800 Fill Power, Hvítur gæsadúnn / 10% Fjaðrir.

Loð

Saga Fur silfurrefur

Vatnsheldi efnis

9.000 mm.

Vindheldni efnis

60 CFM

Hitastig

< -30ºC

Öndun

10.000g/m2/24h

Þyngd

920g

Snæfell

Á leið í vinnu eða upp á fjall.

Tindur Dúnúlpa

Dugar á Íslandi, fullkomin á Everest.