Choose your shipping destination to see the products available in your location

Tindur dúnúlpa

Tindur dúnúlpa
Verð 130.000 kr.

Dugar á Íslandi,
fullkomin á Everest.

Lögun úlpunnar og hönnun dúnskilrúmanna búa til hjúp af lofti sem fangar og magnar upp hita sem verður til við hreyfingu í köldum aðstæðum.

Einangrun og Skel

Heimskauta úlpa með mikilli einangrun


Tindur er ein af okkar háþróuðustu úlpum þegar kemur að einangrun.

Einangruð með 800 fill-power hvítum andadúni. 90% dúnn og 10% fjaðrir.

Lögun og sérstök hönnun dúnskilrúma Tinds dúnúlpunnar gera framleiðslu hennar flókna og getur eitt eintak tekið upp undir tvo daga í framleiðslu. Hönnun úlpunnar er byggð á sömu tækni og dúngallinn sem Leifur Örn Svavarsson klæddist þegar hann kleif norðurhlið Everest fyrstur Íslendinga. Tindur er því hannaður til þess að standast krefjandi aðstæður, veitir einstaklega gott rými til hreyfingar. Úlpan sameinar tæknilega eiginleika og klassíska hönnun sem gerir þetta að flík sem hvort tveggja er hægt að klæðast á fjöllum eða í bænum.

Tindur er einangraður með 800 fill-power hvítum andadúni, 90% dúni og 10% fjöðrum, og hefur sérstaka innri uppbyggingu. Dúnhólfin í úlpunni eru aðskilin með sérstökum skilrúmum sem annars vegar koma í veg fyrir að dúnninn færist milli hólfa, og hinsvegar viðhalda jafnri dreyfingu dúnsins í úlpunni og sjá til þess að úlpan veiti einstaka einangrun.

Tæknileigir eiginleikar

Hönnuð og prófuð á Íslandi


Fislétt 100% nælon með vatnsfráhrindandi eiginleikum. Efnið endurvarpar ljósi á einstakan hátt og breytir um blæbrigði í mismunandi ljósaðstæðum.

Eiginleikar

Hetta sem hægt er að taka af, snúrugöng til að þrengja við op.

Tindur er með 5 stóra vasa; tvo rennda vasa að framan og tvo að innanverðu. Einn opinn vasi að innanverðu.

Tveggja sleða rennilás fyrir aukin þægindi, auk stormlista sem festur er með frönskum rennilás. Stroff við úlnlið sem þrengt er með frönskum rennilás. Snjóhlíf í mitti til að hindra aðgengi kulda eða snjós inn undir úlpuna.

Snjóhlíf í mitti.

Andadúnninn er VET vottaður.

Skel: 50% Nylon, 50% Polyester.

Einangrun: 90% hvítur andadúnn/10% fjaðrir/800 fill-power.

Dúnninn er hólfaður niður á sérstakan hátt til að gefa betri einangrun og til að koma í veg fyrir að hann færist úr stað.


Dúnhólf með skilrúmi

Tindur er hannaður með sérstökum kassalaga dúnhólfum sem bjóða upp á jafnari þykkt og liggja þétt upp við hvort annað.

Einangrun í dúnúlpum kemur frá þess til gerðum hólfum sem fyllt eru af dúni. Með því að leyfa þessum dúnhólfum að draga í sig loft þá gerum við úlpunni kleift að verjast kulda, en loft er einstaklega góður einangrunargjafi og dúnninn hefur þann eiginleika að halda að sér miklu lofti. Þegar úlpan er svo í notkun, þá fangar dúnninn hitann sem að líkaminn gefur frá sér og heldur honum innan úlpunnar. Því meira loft sem að dúnninn fangar, því betri er einangrunin.

Dúnhólf án skilrúma

Það eru almennt séð tvenns konar aðferðir við að framleiða dúnhólf í dúnúlpum. Hefðbundna aðferðin er sú að sauma í gegnum tvö lög af efni og halda dúninum þannig á sínum stað. Hin aðferðin, sem notuð er í framleiðslu á Tind dúnúlpunni, er sú að sauma kassalaga hólf sem hefur jafnari þykkt.

Sú aðferð sem notuð er í Tind dúnúlpunni leiðir af sér dúnpúða sem gerir dúninum kleift að halda að sér meira lofti, auk þess sem púðarnir liggja þéttara saman og verjast því betur kulda. Framleiðslan á dúnúlpum með slík dúnhólf er margfalt flóknari og tímafrekari en á hefðbundnum dúnúlpum, en framleiðsla á einni Tind úlpu getur tekið upp undir 10 klukkustundir.

Snið og stærð

Lagskipting

Tindur

KarlarKonur
Dúnúlpa (Unisex)
Tindur
Dúnúlpa (Unisex)
130.000 ISK
Polartec® Thermal Pro® shearling flísjakki
Tindur
Polartec® Thermal Pro® shearling flísjakki
36.000 ISK
Shearling vesti (Unisex)
Tindur
Shearling vesti (Unisex)
24.000 ISK

Tindur er hannaður með tilliti til að klæðst sé grunn- og miðlagi innan undir úlpunni.

Stærðirnar taka mið af því og geta því reynst örlítið stærri. Þeir sem eru á milli stærða eru því hvattir til að panta einni stærð neðar en þeir eru vanir. Mælt er með því að dömur panti tveimur stærðum neðar til þess að fá rétta stærð.

Leifur Örn Svavarsson

Á toppi Mt. Everest

Árið 2013 varð Leifur Örn Svavarsson fyrsti Íslendingurinn til að klífa upp norðurhlið Mt. Everest. Leifur klæddist fatnaði frá 66°Norður á leið sinni upp fjallið, en þar á meðal var hann með stóran og mikinn dúngalla sem hannaður var eftir hans þörfum. Þessi dúngalli var byggður á sömu tæknilegu hönnun og eiginleikum og Tindur dúnúlpan býr yfir.

Nafnið á úlpunni, Tindur, er skírskotun í ferð Leifs á efsta tind Mt. Everest.

Hönnun frá 1992

Útlit Tinds dúnúlpunnar er byggt á hönnun Vatnajökuls úlpunnar sem var vinsæl á meðal Íslendinga á tíunda áratugnum, en sú úlpa byrjaði í framleiðslu hjá okkur upp úr 1992. 

NORÐUR Tímarit

Veröld Tindur dúnúlpunnar

Litir eldfjallanna

Ísland í heild sinni, frá botni Atlantshafsins til hæstu tinda, samanstendur af þúsundum laga af hrauni. Stór hluti eldstöðva landsins er ennþá virkur og gera má ráð fyrir því að einhver þeirra gjósi á þriggja til fjögurra ára fresti. Þessi mikla eldvirkni hefur í gegnum árin skapað hið ótrúlega land sem við búum á.

Á hæsta tindi Íslands

Ég man eftir því að hafa séð myndir af afa mínum uppi á Hvannadalshnjúk með vinum sínum þar sem þeir tóku með sér stóran stiga sem þeir komu fyrir á toppnum til þess að verða hæstir allra Íslendinga. Það að sjá þessar myndir af afa kveiktu þessa löngun til að komast þangað upp og loksins núna í ár fékk ég tækifæri til að láta þennan draum rætast.

Umhirða

Rétt umhirða tryggir einstaka endingu

Þvoið í þvottavél við 30°C með fljótandi sápu sérstaklega fyrir dún, lokið öllum vösum og rennilásum. Ekki nota mýkingarefni eða önnur efni sem innihalda bleikingarefni. Þurrkið í þurrkara á lágum hita ásamt tennisboltum til þess að berja dúninn í sundur. Eftir um klukkustund í þurrkara er best að snúa úlpunni við. Heildarþurrkunartími getur verið um 2-4 klst háð stærð úlpunnar.

Dúnúlpa (Unisex)
Tindur
Dúnúlpa (Unisex)
130.000 ISK
Jökla

Hönnuð fyrir kulda og krefjandi aðstæður.

Snæfell

Á leið í vinnu eða upp á fjall.