Ráðleggingar

Þetta er hluti af fleiri ráðleggingum til að hjálpa við leitina að réttu vörunni fyrir þig. Líttu á hinar.

Vindþol

Einangrun

Einangrun lýsir því hversu vel flík ver gegn kulda. Almennt séð er flík með meiri einangrun hlýrri en flík með minni einangrun. Einangrun getur líka verið stytting á efni sem einangrar. Dúnn, gerviefni og flís eru öll tegundir einangrunar.

Ísland er einn af mest heillandi stöðum jarðar. En það þarf ekki að koma á óvart að hér getur orðið frekar kalt. Frá árinu 1926 höfum við lagt metnað okkar í að útbúa landsmenn fyrir þær áskoranir og þá ánægju sem felst í því að búa við heimskautsbaug. Það höfum við gert með afburða einangrun.

Þetta er merkingin sem sem við leggjum í einangrun

Við hjá 66°Norður skiptum einangrunarfatnaðinum okkar í flokka eftir notkuninni sem flíkin var hönnuð fyrir og tegund einangrunar sem notuð er.

Úlpur

Úlpur eru mikið einangraðar yfirhafnir sem eru hannaðar til að veita hlýju í þyngstu vetrartíðinni. Jafnvel fyrir Íslendinga er eina leiðin til að eyða tíma úti í kulda norðurhjarans að klæðast úlpu. 

Flestar tegundir úlpna sem við framleiðum eru einangraðir með dún af fuglum á borð við endur eða gæsir. Dúnn er öflugasta einangrunarefnið miðað við þyngd í náttúrunni og hefur verið notað af mönnum um aldaraðir. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja að allur dúnn sem notaður er í vörur okkar sé fenginn með sjálfbærum og siðferðilegum hætti. Við bjóðum þér einnig að kynna þér siðferðilegt eftirlitskerfi okkar og tengsl birgja hér.

Miðlag

Miðlög eru einangraðar flíkur sem eru mismunandi að einangrun en hægt er að klæðast þeim öllum með skel til að auka veðurvörn. Rétta miðlagið er tryggur félagi yfir köldustu mánuðina. Og á Íslandi er hann sauðtryggur.

Mikil öndun

Flíkur með mikla öndun eru hannaðar til að loftstreymið sé meira en almennt í þeim flokki. Harðskelja flíkur með loftgegndræpri Neoshell-himnutækni frá Polartec anda til dæmis betur en flíkur sem eru gerðar með hefðbundnum himnuefnum.

Flís

Flís er vinsæll kostur fyrir millilag vegna endingar þess og öndunar. Flíspeysan Tindur er dæmi um loftmikið flís sem einangrar vel fyrir kuldanum en hleypir samt út umframhita frá líkamanum.

Gerviefni

Gerviefni eru annar algengur einangrunarkostur. Gerviefni til einangrunar voru kynnt til sögunnar á níunda áratugnum sem veðurþolinn valkostur, endingarbetri en dúnn, og slík einangrun frá vörumerkjum á borð við Primaloft gefur notendum traustan (og vegan) einangrunarvalkost.

Að finna stig einangrunar sem hentar

Að skilja til hvers flíkin var hönnuð og hvernig hún er einangruð mun hjálpa þér að meta hvort hún er með rétt einangrunarstig fyrir þarfir þínar. 

Þegar keyptur er fatnaður fyrir kalt veður er hins vegar jafn mikilvægt að gera ráð fyrir því hversu hlýtt eða kalt þér er alla jafna yfir daginn. Til dæmis þurfa hin heitfengari yfirleitt ekki hettuúlpu nema við sannkallaðar heimskautaaðstæður.

Fyrir léttar fjallgöngur

Alvöru dúnúlpa eins og Tindur eða Jökla á hins vegar fullt erindi við þau sem eru kaldari í sér og búa þar sem kalt er. Þessar flíkur eru með mikilli einangrun og halda fólki hlýju jafnvel um lengstu heimskautanætur. Úlpan Þórisjökull er síðan áhugaverður vegan valkostur. Hún er full af einangrunarefninu Primaloft Black ThermoPlume, sem hlýjar eins og dúnn og veitir viðnám gegn veðri.

Fyrir krefjandi hreyfingu

Fyrir þau sem er oftast hlýtt en búa í köldu veðri gefur dúnn eða gerviefni ásamt skel fjölhæfa hlýju og veðurþol. Með því að para jakka eins og Ok eða Vatnajökul við skel eins og Snæfell getur fólk klætt sig nákvæmlega eftir þörfum dagsins.

Fyrir daglegt líf í borginni

Fyrir þau sem leita að þriggja árstíða flík til að verjast bæði frosti og kuldahrolli mælum við með flísefni, gerviefni eða virku miðlagi. Yfirhafnir eins og Tindur Shearling, Öxi og flíspeysan Hrannar eru í góðu jafnvægi milli einangrunar og öndunar, sem gefur notandanum þægindi og hreyfanleika.

Hvernig einangrun er metin

Einangrun er list á vísindalegum grunni. 

Einangrunarefni skapa hlýju með því að nota óreglulegar trefjar (eins og slitrur af gæsadún) til að fanga loft nálægt líkamanum. Þetta loft kemur í veg fyrir að varmi sleppi burt og hitar þig aftur. Markmið einangrunar er að fanga rétt nóg af lofti til að skapa þægindi í kuldanum. 

Til eru mælieiningar sem lýsa því hve mikið loft einangrunarefni fanga. Fylling lýsir því til dæmis hversu margar rúmtommur af lofti ein únsa af dúnfyllingu getur framleitt (þ.e. ein únsa af dúni með fyllinguna 800 getur fangað 800 tommur3/16,4 mL af lofti). 

Hafa ber samt í huga að fylling er mælikvarði á skilvirkni og ætti að meðhöndla hana sem slíkan. Smávægilegt magn af skilvirkustu einangrunarefnum hlýjar ekki eins mikið og hnefafylli af venjulegum einangrunarefnum. Almennt séð innihalda hlýjustu flíkurnar mikið magn af dúneinangrun. 

Það er ögn einfaldara að meta flísefni og gerviefni til einangrunar. Þyngra flís, mælt í grömmum á fermetra (GSM), er hlýrra. Svipað gildir um gerviefni, en skilvirknin er ögn breytileg eftir efnablöndum. 

Ráðleggingar

Einangrun

Karlar
2 samsetningar
Karlar(4 útgáfur)
Konur(1 útgáfur)
Lesa meira

Hvaða tæknilegu eiginleikar gera það að verkum að flíkurnar okkar aðlagast mismunandi aðstæðum

Öndun

Öndun lýsir því hversu vel flíkin veitir burt rakagufu sem notandinn myndar. Flík sem andar vel hleypir meira af þessari gufu út, sem er þægilegra fyrir notandann. 

Vindþol

Vindþol lýsir því hversu vel flík hindrar að vindur fari í gegnum hana. Sérhver flík úr föstu efni veitir eitthvert viðnám gegn vindi. En í ljósi þess að Ísland er næstvindasamasta land í heimi verða flíkurnar sem við framleiðum að gera aðeins meira.

Vatnsþol

Vatnsþol lýsir því hversu vel flík hrindir frá sér raka, þar með talinni rigningu og snjó. Flíkurnar sem við gerum eru ekki allar vatnsþolnar. Þegar hannaðar eru flíkur fyrir íslenskar aðstæður er þess hins vegar oft krafist.