Ráðleggingar

Þetta er hluti af fleiri ráðleggingum til að hjálpa við leitina að réttu vörunni fyrir þig. Líttu á hinar.

Vindþol

Öndun

Öndun lýsir því hversu vel flíkin veitir burt rakagufu sem notandinn myndar. Flík sem andar vel hleypir meira af þessari gufu út, sem er þægilegra fyrir notandann. 

Heimskautafarar hafa vitað um aldir að sviti er hættulegri en kuldi. Við hönnum allan okkar fatnað á Íslandi með þessa reglu í huga.

Þetta er merkingin sem við leggjum í öndun

Við hjá 66°Norður skiptum öndunarfatnaðinum okkar í tvo flokka: með öndun og með mikilli öndun. 

Öndun

Flíkur með öndun eru hannaðar með aukið loftstreymi í huga. Þær geta verið með andandi vatnshelda himnu eins og GORE-TEX, verið gerðar úr loftgegndræpu efni eins og flís eða verið útbúnar eiginleikum á borð við brjóstop til að hleypa lofti í gegn. Flestar flíkur frá 66°Norður eru hannaðar til að hafa nokkra öndun. Sumar flíkur anda hins vegar meira en aðrar. 

Mikil öndun

Flíkur með mikla öndun eru hannaðar til að loftstreymið sé meira en almennt í þeim flokki. Harðskelja flíkur með loftgegndræpri Neoshell-himnutækni frá Polartec anda til dæmis betur en flíkur sem eru gerðar með hefðbundnum himnuefnum.

Að finna stig öndunar sem hentar

Ekkert er verra en að ofhitna í kulda. Þegar þú kaupir skel eða einangrunarflík skaltu íhuga hvernig flíkin sem um ræðir passar við lífsstíl þinn og varmabúskap líkamans. 

Fyrir léttar fjallgöngur

Þau sem eru kuldsækin og vilja frekar fara á rólegum hraða ættu að skoða flíkur með öndun, eins og Tindur Shearling flís. Þær eru þægindamiðaðar og tryggja fullnægjandi loftstreymi en draga líka úr vindkælingu. Prófaðu eina slíka ef þér leiðist að fækka eða fjölga flíkum á miðri göngu.

Fyrir krefjandi hreyfingu

Fyrir þau sem eru heitfengari eða stunda krefjandi hreyfingu á borð við útihlaup henta flíkur með mikla öndun, eins og Staðarfellsjakkinn og undirlagið Hrannar. Þessar flíkur eru gerðar úr háþróuðum efnum sem eru sérstaklega hönnuð fyrir virkt loftstreymi. Ef þú hefur einhvern tíma tekið tímann á fjallgöngu eru þær málið.

Fyrir samgöngur í borginni

Fyrir þau sem velta fyrir sér hvaða flíkur gera innanbæjarsnatt þægilegast ættu allir valkostir með öndun eða mikilli öndun að henta. Ef þú vilt ekki skipta um föt á milli stoppistöðvar og strætó mælum við með Snæfellsjakkanum, dúnjakkanum Ok og Tindur Shearling flísi.

Hvernig öndun er metin

Uppbygging flíkur ræður öndun hennar. 

Yfirleitt eru flíkur sem anda úr opnum efnum og eru með rennilása, loftop eða teygjanlega hluta til að hleypa lofti í gegn.

Öndun flíkur er mæld með því að prófa hversu mikið loft getur streymt í gegnum hana yfir ákveðna tímalengd. Slík prófun er yfirleitt gerð með því að nota sýnishorn af efnum sem notuð eru í flíkurnar sjálfar og er notuð einingin CFM (bandarísk eining sem þýðir rúmfet á mínútu). Hefðbundið flísefni er með um 200 CFM. Wind Pro-flísefni Polartec er með um 60 CFM. Polartec NeoShell er með um 0,5 CFM. GORE-TEX Pro er undir 0,5 CFM.

Öndun er í grófum dráttum andstæða vindþols. „Vindheld“ efni skora tiltölulega lágt í CFM-prófum. Efni sem eru þekkt fyrir öndun, eins og flís, skora hátt.

CFM-kvarðinn getur vissulega verið hjálplegur en öndun er í eðli sínu samt huglægur mælikvarði. Hver líkami er einstakur. Sum okkar eru heitfeng og þurfa efni með hærra CFM-gildi til að líða vel. Sum eru með hægari efnaskipti og gefa frá sér minni gufu. Við teljum að samkvæmar, magnbundnar og reynsludrifnar einkunnir hjálpi fólki að finna þær vörur sem henta best þörfum þess. 

Ráðleggingar

Öndun

Karlar
2 samsetningar
Karlar(3 útgáfur)
Konur(3 útgáfur)
Lesa meira

Hvaða tæknilegu eiginleikar gera það að verkum að flíkurnar okkar aðlagast mismunandi aðstæðum

Vatnsþol

Vatnsþol lýsir því hversu vel flík hrindir frá sér raka, þar með talinni rigningu og snjó. Flíkurnar sem við gerum eru ekki allar vatnsþolnar. Þegar hannaðar eru flíkur fyrir íslenskar aðstæður er þess hins vegar oft krafist.

Einangrun

Einangrun lýsir því hversu vel flík ver gegn kulda. Almennt séð er flík með meiri einangrun hlýrri en flík með minni einangrun. Einangrun getur líka verið stytting á efni sem einangrar. Dúnn, gerviefni og flís eru öll tegundir einangrunar.

Vindþol

Vindþol lýsir því hversu vel flík hindrar að vindur fari í gegnum hana. Sérhver flík úr föstu efni veitir eitthvert viðnám gegn vindi. En í ljósi þess að Ísland er næstvindasamasta land í heimi verða flíkurnar sem við framleiðum að gera aðeins meira.