Ráðleggingar

Þetta er hluti af fleiri ráðleggingum til að hjálpa við leitina að réttu vörunni fyrir þig. Líttu á hinar.

Vatnsþol

Vindþol

Vindþol lýsir því hversu vel flík hindrar að vindur fari í gegnum hana. Sérhver flík úr föstu efni veitir eitthvert viðnám gegn vindi. En í ljósi þess að Ísland er næstvindasamasta land í heimi verða flíkurnar sem við framleiðum að gera aðeins meira.

Þetta er merkingin sem við leggjum í vindþol

Við hjá 66°Norður skiptum vindþolnum flíkum okkar í fjóra flokka: vindþolnar, vindheldar, veðurheldar og veðurþolnar. 

Vindþolnar

Vindþolnar flíkur eru gerðar úr þéttbyggðum vefjarefnum sem eru hönnuð til að hindra vind. Ef þráðum efnisins er þannig komið fyrir að þeir mynda hindrun sem loft kemst ekki auðveldlega í gegnum er vefjarefnið sem myndast sagt vindþolið. Til dæmis er Kársnesvestið búið til úr vindþolnu næloni sem dregur úr kuldahrifum haustgolunnar á hlaupara.

Vindheldar

Vindheldar flíkur eru gerðar úr mjög vindþolnum vefjarefnum sem hindra enn meira loftflæði. Lagskipt vefjarefni á borð við GORE-TEX Infinium og fleiri sérhæfð nælonefni eru hönnuð til að vera vindheld. Til dæmis er lopapeysan Kaldi fóðruð með GORE-TEX Infinium svo að náttúruleg hlýja hennar fái notið sín enn betur.

Veðurheldar

Veðurheldar flíkur eru gerðar úr vatnsheldum lagskiptum efnum á borð við GORE-TEX og Polartec NeoShell. Þessi vefjarefni eru líka vindheld og má kalla „veðurheld“ til að lýsa tvöföldu viðnámi þeirra. Jakkinn Hornstrandir og flísjakkinn Kría verjast til dæmis rigningu, roki og snjókomu af krafti.

Veðurþolnar

Veðurþolnar flíkur eru gerðar úr vindheldum efnum sem eru líka vatnsþolin eða mjög vatnsþolin. Jakkinn Straumnes er til dæmis gerður úr GORE-TEX Infinium og hentar því íþróttamönnum á dögum þegar jafnvel Íslendingar dvelja inni – þrátt fyrir að vera tæknilega ekki vatnsheldur.

Að finna stig vindþols sem hentar

Í slæmu veðri er besti búnaðurinn sá sem er við hendina. Góður undirbúningur tryggir að búnaðurinn henti þörfum þínum.

Fyrir hlaupara og hjólreiðafólk

Þau sem eru þreytt á vindhviðum á hlaupum og gönguferðum ættu að íhuga vindþolnar flíkur eins og Kársnesvestið. Þessar léttu og auðpakkanlegu flíkur veita sérhæfða vindvörn sem hentar við hreyfingu. Ef hafgolan hefur of mikil áhrif á hjóltúrinn skaltu prófa þessar.

Fyrir hversdaginn

Fyrir þau sem hyggjast halda á sér hita á vindasömum dögum eru vindheldar eða veðurþolnar flíkur eins og Kaldi áhugaverður kostur. Þessar flíkur veita næga vörn gegn vindi og rigningu en þægindin eru samt í fyrirrúmi. Fatnaður í þessum flokki passar við marga stíla, allt frá hátækni til sígildra forma. Ef haustlaufin þyrlast um en óveður er hvergi í nánd skaltu skella þér í eina af þessum.

Fyrir fjölbreyttar aðstæður

Að lokum er veðurheld flík eins og Snæfell best fyrir þau sem eru að leita að góðu skjóli í öllum veðrum. Þessar flíkur eru með vatnshelda himnu sem andar til að halda úti rigningu og snjó. Lagskipt uppbygging þeirra hindrar einnig vind. Þó að þessi veðurvörn dragi úr öndun fatnaðarins finnst mörgum Íslendingum það þess virði. Ef þér finnst slæmt veður gefa af sér betri sögur skaltu klæða þig í samræmi við það.

Hvernig vindþol er metið

Uppbygging flíkur ræður vindþoli hennar. 

Tvær flíkur úr sama efni – til dæmis bómull – geta haft mjög mismunandi vindþol eftir því hvaða vefjarefni er notað og eiginleikum flíkurinnar. Jakki úr þéttbyggðu efni eins og bómullarstriga sem er með stillanlegum festingum eins og ermum og renniböndum er mun vindþolnari en jakki úr gljúpu efni eins og bómullartreyja sem hefur ekki eiginleika sem loka loft úti.

Almennt gildir að því meira sem efnið andar er vindþol þess minna.

Þetta þýðir ekki að sérhver flík sem sagt er að „andi“ geri lítið til að draga úr vindhviðum. Vatnsheld lagskipt efni sem anda, eins og GORE-TEX og Polartec NeoShell, veita mjög mikið vindþol vegna marglaga, örgljúprar hönnunar.

Það þýðir hins vegar að flíkur sem keyptar eru sérstaklega með vindþol í huga ætti að meta fyrst og fremst út frá þeim eiginleika. Það er alltaf hægt að láta loft leika um vindþolna flík með því að losa um rennilás. Enginn rennilás gerir hins vegar gljúpa flík vindþolna.

Vindþol flíkur er mælt með því að prófa hversu mikið loft getur streymt í gegnum hana yfir ákveðna tímalengd. Slík prófun er yfirleitt gerð með því að nota sýnishorn af efnum sem notuð eru í flíkurnar sjálfar og er notuð einingin CFM (bandarísk eining sem þýðir rúmfet á mínútu). Hefðbundið flísefni er með um 200 CFM. Wind Pro-flísefni Polartec er með um 60 CFM. Polartec NeoShell er með um 0,5 CFM. GORE-TEX Pro er undir 0,5 CFM.

CFM-kvarðinn getur vissulega verið hjálplegur en við teljum að samkvæmar, magnbundnar og reynsludrifnar einkunnir hjálpi fólki að finna þær vörur sem henta best þörfum þess.

Vindþolið

Karlar
2 samsetningar
Karlar(3 útgáfur)
Konur(3 útgáfur)
Lesa meira

Hvaða tæknilegu eiginleikar gera það að verkum að flíkurnar okkar aðlagast mismunandi aðstæðum

Öndun

Öndun lýsir því hversu vel flíkin veitir burt rakagufu sem notandinn myndar. Flík sem andar vel hleypir meira af þessari gufu út, sem er þægilegra fyrir notandann. 

Vatnsþol

Vatnsþol lýsir því hversu vel flík hrindir frá sér raka, þar með talinni rigningu og snjó. Flíkurnar sem við gerum eru ekki allar vatnsþolnar. Þegar hannaðar eru flíkur fyrir íslenskar aðstæður er þess hins vegar oft krafist.

Einangrun

Einangrun lýsir því hversu vel flík ver gegn kulda. Almennt séð er flík með meiri einangrun hlýrri en flík með minni einangrun. Einangrun getur líka verið stytting á efni sem einangrar. Dúnn, gerviefni og flís eru öll tegundir einangrunar.