Útivistarfólkið

Benjamin og Eydís María

Gjafahugmyndir

Eydís María og Benjamin eru bæði ljósmyndarar og ferðast mjög mikið vegna vinnu sinnar, bæði hérlendis og einnig á framandi slóðir. Benjamin er frá Ástralíu og flutti hingað til lands fyrir nokkrum árum en segja má að íslensk náttúra hafi drifið hann áfram í stöðugri leit hans að náttúrufyrirbrigðum. Eydís María er hrifin af ferðalögum á kaldari slóðir. Hún ferðaðist til Grænlands á síðasta ári til að taka myndir og er núna um þessar mundir á Svalbarða.

Eydís María og Benjamin ferðast mikið saman á framandi slóðir

2021 Gjafahugmyndir

Benjamin og Eydís María mæla með


Viðtal

Jólin hjá Benjamin og Eydísi Maríu

Hver er ykkar uppáhalds jólahefð?

Við ólumst upp við mjög ólíkar aðstæður. Benjamin ólst upp við að halda jólin í Ástralíu í heitu veðri á ströndinni á meðan Eydís hélt jólin hér á Íslandi. Okkur hlakkar mikið til að blanda saman ólíkum jólahefðum og búa til okkar eigin hefðir.

Hvaða 66°Norður flík notið þið mest og af hverju?

Benjamin notar lang mest Tind úlpuna sína, af því að hún er svo létt en á sama tíma ótrúlega hlý. Það er líka svo auðvelt að pakka henni niður í bakpokann og taka hana með sér upp á fjöll. Eydís notar Jökla parka úlpuna sína mest því það er hægt að nota hana í öllum aðstæðum, hvort sem það er á norðurslóðum eða hér heima á Íslandi.

Hver er ykkar uppáhaldsstaður á Íslandi?

Okkur finnst erfitt að velja á milli staða, af því að það er alveg sama hvar þú ert á Íslandi, þá er enginn staður eins og það er hægt að finna fegurð alls staðar. En yfir hátíðirnar finnst okkur alltaf gaman að fara á Vestfirði þegar það er allt þakið í snjó og svo er birtan þar ótrúlega falleg á veturna.

Hvernig verða jólin hjá ykkur í ár?

Við erum ekki viss hvar við munum halda jólin í ár. Annað hvort hér heima á Íslandi eða í Ástralíu með fjölskyldunni hans Benjamin. Það fer allt eftir því hvort að landamærin þar munu opna fyrir jólin.

Hvert er ykkar uppáhalds jólalag?

Við elskum að hlusta á Baggalút og besta lagið er einfaldlega Ég kemst í jólafíling. Í fyrra hlustuðum við líka mikið á nýja lagið með Bríeti, Baggalút og Valdimar Jólin okkar.

Hver er ykkar uppáhalds jólamynd?

Á hverju ári endum við alltaf á að horfa á The Holiday og Elf.

Gjafahugmyndir

Fáðu hugmynd að flottum jólagjöfum

Skoðaðu fleiri gjafahugmyndir

Icelandic Search and rescue team from 1967

Með þjóðinni í 95 ár

Full ábyrð

Skjólgóð föt verða einfaldlega að virka. Þess vegna lagfærum við eða skiptum út öllum gölluðum flíkum án endurgjalds.

Ending

Gæðafatnaður á að endast alla ævi - og helst lengur. Við gerum við flíkina þína, sama hversu gömul hún er.

Sjálfbærni

Góð ending, endurnýtt efni og bættir framleiðsluhættir: Allt hjálpar þetta til við að lágmarka okkar sótspor og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Lesa meira um hringrás

NORÐUR tímarit

Benjamin Hardman - Ísland við fyrstu sýn

NORÐUR tímarit

Eydís María Ólafsdóttir - Á hæsta tindi Íslands