Choose your shipping destination to see the products available in your location

Ferðalangurinn

Ása Steinars

Gjafahugmyndir

Þegar Ása Steinarsdóttir áttaði sig á því að hún byggi í návígi við eina mögnuðustu náttúru heims, sagði hún skilið við skrifstofuna og elti drauminn sinn um að gera ljósmyndun, sitt helsta áhugamál, að atvinnu.

Ásu finnst best að njóta íslenska vetursins með því að fara á fjallaskíði, en brennandi áhugi hennar fyrir íþróttinni kviknaði fyrir einungis um ári síðan.

2021 Gjafahugmyndir

Ása Steinars mælir með

KonurKarlar
Skel
Hágæða GORE-TEX® Pro™ skeljakki
Hornstrandir
Hágæða GORE-TEX® Pro™ skeljakki
89.000 ISK
Miðlag
Ullarpeysa
Bylur
Ullarpeysa
32.000 ISK
Aukahlutir
Húfa - Bleika slaufan
Suðureyri
Húfa - Bleika slaufan
5.900 ISK
Yfirhafnir
GORE™ INFINIUM™ anorakkur (Unisex)
Suðureyri
GORE™ INFINIUM™ anorakkur (Unisex)
75.000 ISK
Buxur
Power Shield® Pro softshell buxur
Vatnajökull
Power Shield® Pro softshell buxur
40.000 ISK
Aukahlutir
Vetrar lúffur
Langjökull
Vetrar lúffur
11.000 ISK

Viðtal

Jólin hjá Ásu Steinars

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

Við fjölskyldan förum saman á Þorláksmessu að velja jólatré og skreytum það síðan saman. Um kvöldið röltum við síðan niður í bæ og hittum fólk, drekkum óhóflega mikið af heitu súkkulaði og þá byrja jólin fyrir mér.

Hvaða 66°Norður flík notar þú mest og afhverju?

Ég nota Hornstrandir jakkann minn lang mest. Ég tek hann með mér hvert sem ég fer allt árið um kring. Á veturna skíða ég í honum og á sumrin nota ég hann í fjallgöngur. Hann er vind- og vatnsheldur og auðvelt að pakka honum ofan í tösku. Mér finnst líka lengdin á honum svo fín.

Hver er þinn uppáhalds staður á Íslandi?

Ég verð að segja hálendið. Það er svo margt sem er hægt að sjá þar og möguleikarnir eru endalausir. Í hvert sinn sem ég fer upplifi ég nýtt ævintýri. Þar eru nánast engar merkingar og símasambandið er stopult og því þarf að vera vel undirbúinn. Tímabilið sem hálendið er opið fyrir ferðir er stutt og ekki hægt að skoða mikið í einu og því á ég ennþá eftir að upplifa margt.

Hvernig verða jólin þín?

Ég mun eyða jólunum með kærastanum mínum og fjölskyldu. Ég hlakka mikið til að slappa af fyrir framan arininn og borða góðan mat.

Áttu þér uppáhalds jólalag?

Ég ólst upp í Noregi og norsk jólalög vekja alltaf upp góðar minningar hjá mér. Ég hlusta alltaf á jólalögin hennar Sissel Kyrkjebö, mér finnst fátt jólalegra en þau lög.

Hver er uppáhalds jólamyndin þín?

Ég get ekki valið eina mynd þannig að ég segi Love Actually og Holiday.

Gjafahugmyndir

Fáðu hugmyndir að flottum jólagjöfum

Icelandic Search and rescue team from 1967

Með þjóðinni í 95 ár

Full ábyrð

Skjólgóð föt verða einfaldlega að virka. Þess vegna lagfærum við eða skiptum út öllum gölluðum flíkum án endurgjalds.

Ending

Gæðafatnaður á að endast alla ævi - og helst lengur. Við gerum við flíkina þína, sama hversu gömul hún er.

Sjálfbærni

Góð ending, endurnýtt efni og bættir framleiðsluhættir: Allt hjálpar þetta til við að lágmarka okkar sótspor og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Lesa meira um hringrás

NORÐUR tímarit

Ása Steinars: Fjallaskíði á Vestfjörðum