Hlauparinn

Tobbi

Gjafahugmyndir

Þorbergur Ingi Jónsson ólst upp við að spila fótbolta á köldum og snjóþungum vetrardögum á Austurlandi. Hann hefur því aldrei vílað fyrir sér að æfa utandyra. Fótboltinn vék á endanum fyrir hlaupum en þegar hann uppgötvaði langhlaup á þrítugsaldri þá small allt saman. Þorbergur, sem er menntaður verkfræðingur, á fimm bestu tímana á Laugaveginum, einni vinsælustu gönguleið Íslands.

Tobbi að æfa í bakgarðinum sínum, í fjöllunum fyrir norðan.

2021 Gjafahugmyndir

Tobbi mælir með


Viðtal

Jólin hans Tobba

Uppáhalds jólahefð?

Uppáhalds jólahefðin mín er þegar við fjölskyldan förum saman út að hlaupa með snjóþotu eða kerru og dreifum jólakortum til vina og vandamanna.

Hvaða flík frá 66°Norður notar þú mest og af hverju?

Uppáhaldsflíkurnar mínar og þær vörur sem ég nota lang mest eru Straumnes GoreTex jakki og buxur. Flíkurnar eru gerðar úr efni sem er létt, vind- og vatnshelt en teygist samt vel. Það gerir mér kleift að hreyfa mig hratt og frjálslega þegar ég æfi mig á fjöllum, sem er mikilvægt að geta gert þegar það er ískalt og mikill vindur.

Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi?

Það er frekar erfitt að velja á milli allra þessara stórbrotnu fjalla sem eru hér á Íslandi en þegar ég var ungur strákur þá hljóp ég reglulega upp Drangaskarð, sem er í fjallinu ofan við Neskaupstað, þegar ég þurfti að losa um orku. Þar er hægt að upplifa ótrúlega kyrrð og frábært útsýni er yfir Nesskaupsstað og Norðfjarðarflóa. Ég kem alltaf glaður og endurnærður eftir góðan dag í Drangaskarði.

Hvernig verða jólin þín í ár?

Ég og fjölskyldan mín munum eyða jólunum heima á Akureyri. Okkur finnst ómissandi hluti af jólunum að eyða sem mestum tíma með okkar nánasta fólki og fara í gönguferðir í Kjarnaskógi.

Áttu þér uppáhalds jólalag?

Do they know it's Christmas með Band-Aid kemur mér alltaf í jólaskap.

Hver er uppáhalds jólamyndin þín?

Home Alone myndirnar eru í uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni því við getum horft á þær saman.

Gjafahugmyndir

Fáðu hugmyndir að flottum jólagjöfum

Skoðaðu fleiri gjafahugmyndir

Icelandic Search and rescue team from 1967

Með þjóðinni í 95 ár

Full ábyrð

Skjólgóð föt verða einfaldlega að virka. Þess vegna lagfærum við eða skiptum út öllum gölluðum flíkum án endurgjalds.

Ending

Gæðafatnaður á að endast alla ævi - og helst lengur. Við gerum við flíkina þína, sama hversu gömul hún er.

Sjálfbærni

Góð ending, endurnýtt efni og bættir framleiðsluhættir: Allt hjálpar þetta til við að lágmarka okkar sótspor og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Lesa meira um hringrás