Náttúruflís

Tindur Polartec® Thermal Pro® flísjakki
Frá 43.000kr

Tindur Shearling flísjakki er flottur, margnota og hannaður til að endast.

Tindur Shearling jakkinn er hágæða millilagsflík sem var upphaflega hönnuð fyrir fjallaíþróttafólk og gerð til að veita öndunareinangrun í miklum kulda. Það er að sjálfsögðu þannig að þegar framleiddar eru þægilegar, látlausar og áreiðanlegar flísflíkur á það til að spyrjast út.

Tindur var hannaður með það í huga að nýta sem best eiginleika efnisins, fyrir hlýjan og alhliða flísjakka. Því var styrkingarefnið haft á öxlum og olnbogum svo vatn leki af því svæði og Thermal flísefnið staðsett þar sem hlýjan af því nýtist sem best. Hönnunin miðaði að því að gera flísjakka sem lætur þig líta vel út og heldur á þér hita við nánast allar aðstæður.

Vala Melstað, yfirhönnuður 66°Norður.

Tækni

100% endurunnið Polartec® Thermal Pro® gervi shearling með Polartec® Wind Pro® Stretch efni


Flísefnið sem notað er til framleiðslu á Tindur Shearling er úr 100% endurunnum plastflöskum

Polartec Wind Pro efnið kemur í veg fyrir að vindur blási inn á viðkvæm svæði um leið og það gefur Tindi sína þekktu litaskiptingu.

Það má sjá Tind yfir þveran jökul. Eða hinum megin við götuna. Hann er úti um allt á Íslandi. Sérlega mikið notagildi og snjöll efnisnotkun gera Tind jafn nytsamlegan úti á götu og hann er á fjallatindum. Djúpir litir sem sækja innblástur í náttúruna bætast við flókna samsetningu flísefnisins og gera þennan jakka alveg einstakan.

Stærstur hluti Tinds Shearling jakkans er úr pólýesterflísefni sem er úr 100% endurunnum plastflöskum. Við leggjum okkur fram við að framleiða útivistarflíkur úr sjálfbærum efnum og þar með að hjálpa þeirri jörð sem þær eru gerðar til að kanna. Meiri upplýsingar um hringrásina okkar er að finna á 66north.com/circular.

Tæknilegir eiginleikar

Hannað og þrautreynt á Íslandi síðan 1926


Vindþolinn

Einangrandi

Vatnsþolinn

Andar mjög vel

Polartec® Thermal Pro®

Tindur Shearling er gert með hinni frægu Thermal Pro tækni frá Polartec, almennt þekkt sem „heimskautaflísefni“.

Árið 1981 umbylti Polartec útivistariðnaðinum með því að finna upp gerviflísefni. Með öndun, slitþol og frábæra einangrun vann þetta nýja efni hug og hjörtu fjallaíþróttamanna sem þörfnuðust fatnaðar með meiri aðlögun. Með því að setja Thermal Pro saman við annað Polartec-efni (Wind Pro Stretch) leitast Tindur Shearling við að veita notendum sínum einstaka upplifun.

Eiginleikar

Þægileg víð ermaop.

Engir saumar á öxlum til að auka endinguna.

Axla- og olnboga styrkingar auka á hlýjuna án þess að takmarka hreyfingar.

Teygjustrengir í faldi og kraga.

Tveir renndir hliðarvasar og einn renndur brjóstvasi.

Vasar sem loftar í gegnum.

Snið og stærð

Þægilegt snið

Tindur Shearling er hannaður til að vera miðlag í miklum kulda eða sem yfirhöfn á svölum dögum. Jakkinn er með þægilegu íþróttamannslegu sniði. Þau sem eru á milli stærða ættu að taka næstu stærð fyrir ofan.


Þvottaleiðbeiningar

Góð meðhöndlun á flíkinni þinni viðheldur eiginleikum hennar.

Lokið öllum vösum og rennilásum.

Þvoið í þvottavél á eða undir 30°C.

Ekki nota bleiki- eða mýkingarefni.

Hengja til þeirra.

Ekki nota þurrkara.

Tæknilegir eiginleikar
Ytra lag - Aðal efni

100% endurunnið polyester | Polartec® Thermal Pro®

Ytra lag - Efni tvö

100% polyester. | Polartec® Power Stretch®

Snæfell

Á leið í vinnu eða upp á fjall

Lesa
Tindur dúnúlpa

Dugar á Íslandi, fullkomin á Everest