Karfa
66ºNorth Home
66ºNorth Home

Útihlaup á svölum degi (10˚C)

Mildara veður kallar á léttari útbúnað og því er mikilvægt að passa upp á að klæða sig ekki of mikið. Ef þér er heitt þegar þú byrjar að hlaupa, þá veistu að þér mun verða allt of heitt þegar lengra dregur. Þú vilt leggja áherslu á rétt grunn- og miðlag, og viðeigandi aukahluti.

„Ef þér er heitt þegar þú byrjar að hlaupa, þá veistu að þér mun verða allt of heitt þegar lengra dregur. Það er eitthvað sem þú vilt forðast.” segir Þorbergur Ingi Jónsson, „Klæddu þig vel, en ekki of vel.”

Almenn ráðlegging er að klæðast frekar færri en fleiri flíkum og velja tæknileg efni umfram bómull.

Eins og alltaf þá er fyrsta skrefið í undirbúningnum að velja rétt grunnlag, en í þessu tilviki þá getur grunnlagið verið eina flíkin sem þú þarft. Grunnlagið er sú flík sem er næst líkamanum og skiptir því mjög miklu máli í að halda réttu hitastigi, lélegt grunnlag getur gert dýrustu skeljar gagnslausar. Grunnlög fyrir kaldar aðstæðum eru almennt framleidd úr ull, en grunnlög fyrir heitari aðstæður, líkt og 10°C, eru úr tæknilegum efnum. Helsta hlutverk grunnlagsins er að flytja svita frá líkamanum á ytra yfirborð grunnlagsins, þar sem hann gufar upp. Þegar líkaminn er þurr, þá á hann auðveldara með að halda sínu náttúrulega hitastigi.

„Þegar hitastigið er í kringum 10°C þá finnst mér lang best að treysta á léttari fatnað og enga yfirhöfn." segir Elísabet. „Ég nota þá einna helst Gretti zip neck, en hann er með virkilega góða öndun og heldur því á mér hárréttu hitastigi.”

Þynnri flíkur, eins og Aðalvík hettubolurinn, er frábær þegar hann er paraður við léttari einangrunarflíkur, líkt og Kársnes vestið eða jakkann.

Það er ekki nauðsynlegt að klæðast ytra lagi þegar hlaupið er í mildum aðstæðum í 10°C, en ef að sterkur vindur eða rigning er í kortunum þá getur það reynst betra. Þess vegna er oft sniðugt að taka með sér léttan hlaupajakka, sem er þá hægt að binda utan um mittið ef aðstæðurnar kalla ekki á það. Þegar þú ert að meta hvort þú þurfir að klæða þig meira eða minna, hafðu þá í huga ákefð æfingarinnar; meiri ákefð kallar á léttari klæðnað.

Viðeigandi aukahlutir eru svo ómissandi, en bæði hendur og fætur spila stórt hlutverk í að stjórna hitastigi líkamans. Þunnir og léttir aukahlutir eins og Grettir PowerDry vettlingarnir og Kársnes derhúfan geta verið góðir kostir þar sem aukahlutir gefa þér kost á að aðlagast veðuraðstæðum í miðju hlaupi.

Hverju skal klæðast

Léttari hlaupafatnaður

Konur
2 samsetningar
Konur
(1 útgáfur)
(1 útgáfur)
14.900 ISK
Leiðarvísir að útihlaupum að vetri til

Hlaupum allt árið

Útihlaup við frostmark (0˚C)

Það er fátt jafn hressandi og að fara út að hlaupa á köldum vetrardegi. Þar er réttur útbúnaður lykilatriði, því hressandi hlaup getur fljótt snúist upp í andstæðu sína ef ekki er hugsað nægilega vel út í viðeigandi klæðnað. Það getur verið snúið að velja rétta samsetningu á fatnaði og því höfum við tekið saman leiðarvísi að því hvernig skal klæða sig rétt fyrir útihlaup við frostmark.

Lesa
Útihlaup í frosti (-10˚C)

Langir vetrar og stutt sumur gera það að verkum að íslenskir hlauparar þurfa að æfa stærsta hluta ársins í krefjandi vetraraðstæðum. Kuldi, snjór og hvassvirði eru algengir hlutir á matseðlinum og því er mikilvægt að kynna sér vel listina á bakvið rétta samsetningu á tæknilegum fatnaði.

FULL FRAMLEIÐSLUÁBYRGÐ
SKILAFRESTUR veitir 14 daga til að skila
SENDINGARTÍMI 1-4 virkir dagar
PÓSTUR
Skráðu þig á póstlistann og fáðu upplýsingar um vörur og fréttir frá 66°Norður
Skráðu þig
Opnunartímar verslana
Hér finnur þú upplýsingar um opnunartíma verslananna okkar
66ºNorður
Karlar
Aðstoð & upplýsingar
Hafðu samband
66north@66north.com
+354 535 6600
Midhraun 11, 210 Gardabaer
Viltu starfa hjá okkur?
Samfélagsmiðlar
Klæddu þig vel
© 66ºNorður Ísland, Allur réttur áskilinn
Persónuvernd og vafrakökur