Karfa
66ºNorth Home
66ºNorth Home

Hlaupaplan fyrir byrjendur í náttúruhlaupum

Markmiðið er að fara mjög rólega af stað til að byggja upp góðan grunn. Markmiðið er að geta hlaupið auðveldlega í 30 mínútur samfellt eftir um 6-8 vikur með því að lengja smám saman tímann á hlaupum á móti fyrirfram ákveðnum 1-2 mínútna löngum göngupásum. Næsta skref er að lengja heildartímann smátt og smátt uppí 45-60 mínútur en þá er mikilvægt að bæta aftur við 1-2 mínútna löngum göngupásum eftir hvern 10-15 mínútna hlaupakafla.

Vika 1
Gera eftirfandi æfingu þrisvar í vikunni eða annan hvern dag:

Skiptast á að ganga rösklega í 2 mínútur og hlaupa mjög rólega í 2 mínútur.

Endurtaka 8 sinnum.

Viðbót

Gott að bæta við nokkrum 30-45 mínútna göngutúrum á viku eða annarri útiveru.

Vika 2
Gera eftirfandi æfingu þrisvar í vikunni eða annan hvern dag:

Skiptast á að ganga rösklega í 2 mínútur og hlaupa rólega í 3 mínútur. Endurtaka 8 sinnum. 

Viðbót

Gott að bæta við nokkrum 30-45 mínútna göngutúrum á viku eða annarri útiveru.

Vika 3
Gera eftirfandi æfingu þrisvar í vikunni eða annan hvern dag:

Skiptast á að ganga rösklega í 1 mínútu og hlaupa rólega í 3 mínútur. Endurtaka 8 sinnum. 

Viðbót

Gott að bæta við nokkrum 30-45 mínútna göngutúrum á viku eða annarri útiveru.

Vika 4
Gera eftirfandi æfingu þrisvar í vikunni eða annan hvern dag:

Skiptast á að ganga rösklega í 1 mínútu og hlaupa rólega í 4 mínútur. Endurtaka 8 sinnum. 

Viðbót

Gott að bæta við nokkrum 30-45 mínútna göngutúrum á viku eða annarri útiveru.

Leiðarvísir að vetrarhlaupum

Haltu lestrinum áfram

Leiðarvísir að vetrarhlaupum

“Þú nærð töluvert meiri framförum á vorin og sumrin ef þú hefur æft jafnt og þétt yfir veturinn. En það þýðir auðvitað að þú verður að vera tilbúin/n að hlaupa í hvaða veðri sem er."

Til baka
Hlaupaplan fyrir lengra komna

Að byrjendaplaninu loknu, þá getur þú skoðað plan fyrir lengra komna

FULL FRAMLEIÐSLUÁBYRGÐ
SKILAFRESTUR veitir 14 daga til að skila
SENDINGARTÍMI 1-4 virkir dagar
PÓSTUR
Skráðu þig á póstlistann og fáðu upplýsingar um vörur og fréttir frá 66°Norður
Skráðu þig
Opnunartímar verslana
Hér finnur þú upplýsingar um opnunartíma verslananna okkar
66ºNorður
Karlar
Aðstoð & upplýsingar
Hafðu samband
66north@66north.com
+354 535 6600
Midhraun 11, 210 Gardabaer
Viltu starfa hjá okkur?
Samfélagsmiðlar
Klæddu þig vel
© 66ºNorður Ísland, Allur réttur áskilinn
Persónuvernd og vafrakökur