Vetrarhlaup

Útihlaup við frostmark (0˚C)

Það er fátt jafn hressandi og að fara út að hlaupa á köldum vetrardegi. Þar er réttur útbúnaður þó lykilatriði, því hressandi hlaup getur fljótt snúist upp í andstæðu sína ef ekki er hugsað nægilega vel út í viðeigandi klæðnað. Það getur verið snúið að finna rétta samsetningu á fatnaði, þar sem samsetningin veltur á bæði veðuraðstæðum og hvernig líkaminn þinn bregst við kulda auk þess hvernig þér finnst þægilegast að klæða þig. Almenn ráðlegging er að klæðast frekar færri en fleiri flíkum og velja tæknileg efni umfram bómull.

Fyrsta skrefið í undirbúningnum er að velja rétt grunnlag, en sú flík er næst líkamanum og skiptir því mjög miklu máli í að halda réttu hitastigi. Lélegt grunnlag getur gert dýrustu skeljar gagnslausar. Grunnlög fyrir kaldar aðstæðum eru almennt framleidd úr ull, en grunnlög fyrir heitari aðstæður eru úr tæknilegum efnum. Helsta hlutverk grunnlagsins er að flytja svita frá líkamanum á ytra yfirborð grunnlagsins, þar sem hann gufar upp.

Grunnlagið sem við mælum með fyrir hlaup í 0°C er annað hvort Básar Merino ullarfatnaðurinn, eða Grettir PowerDry. Valið milli þessara tveggja getur velt á rakastiginu úti, og þar með loka-hitastiginu, auk þykktarinnar á skelinni eða ytra laginu þínu. Hálfrenndur Básar bolur parast frábærlega við Staðarfell Neoshell jakkann, en ef þú klæðist þykkari ytra lagi, þá getur hálfrenndur Grettir PowerDry hentað betur. Allt fer þetta líka eftir því hvaða efni þú kannt best við og því mælum við með því að koma við í verslun okkar, máta og prófa efnin.

Viðeigandi aukahlutir eru svo ómissandi þegar hlaupið er í kulda, en bæði hendur og fætur spila stórt hlutverk í að stjórna hitastigi líkamans. Góð húfa, vettlingar, hálsklæði, og stundum þykkari sokkar eru allt saman hlutir sem þú vilt skoða áður en þú ferð út í hlaup í kulda, en aukahlutirnir gefa þér kost á að aðlagast veðuraðstæðum í miðju hlaupi.

Staðarfell er framleiddur úr Polartec Neoshell, eitt fremsta efni á markaðinum þegar kemur að teygjanleika og öndunareiginleikum. Ef að hitastigið úti er fyrir ofan frostmark, þá mælum við með því að nota Gretti hálfrenndan bol innan undir. Ef hitastigið er hins vegar fyrir neðan frostmark, þá mælum við með því að klæðast Básar merínó ullarbol.

„Ég hef notað jakkann mjög mikið við ýmsar aðstæður og er hann frábær fyrir íslenskt veður.” segir Elísabet Margeirsdóttir. „Helstu kostir jakkans eru að hann er hlýr og andar einstaklega vel. Hann virkar vel fyrir allar árstíðir, góður fyrir langar æfingar í frosti og einnig í roki eða rigningu. Af því að hann andar svo vel þá líður mér alltaf vel í honum. Get einnig notað hann á rólegum æfingum þegar veðrið er gott en pínu svalt.”

Klæddu þig vel

Léttur en hlýr hlaupafatnaður

Ystalag
3 samsetningar
Ystalag(2 útgáfur)
Mið-og grunnlag(2 útgáfur)
Aukahlutir(1 útgáfur)
Leiðarvísir

Hlaupum allt árið

Útihlaup í frosti (-10˚C)

Langir vetur og stutt sumur gera það að verkum að íslenskir hlauparar þurfa að æfa stærsta hluta ársins í krefjandi vetraraðstæðum. Kuldi, snjór og hvassvirði eru algengir hlutir á matseðlinum og því er mikilvægt að kynna sér vel listina á bakvið rétta samsetningu á tæknilegum fatnaði.

Lesa
Útihlaup á svölum degi (10˚C)

Mildara veður kallar á léttari útbúnað og því er mikilvægt að passa upp á að klæða sig ekki of mikið. Ef þér er heitt þegar þú byrjar að hlaupa, þá veistu að þér mun verða allt of heitt þegar lengra dregur. Þú vilt leggja áherslu á rétt grunn- og miðlag, og viðeigandi aukahluti.