Choose your shipping destination to see the products available in your location

Hverju á að klæðast

Klæddu þig vel fyrir fjallið

Skíðaiðkun er ómissandi hluti af vetrinum fyrir marga landsmenn, en dyntótt veðurfar getur þó alltaf sett strik í reikninginn.

Það er oft þannig að allar lyftur eru lokaðar, ekkert færi er í brekkum vegna vinda eða vætu og þess vegna þarf maður að vera tilbúinn að fara í fjallið um leið og færi gefst. Til þess að láta sér líða vel og verða ekki kalt þarf að vera vel undirbúinn. Gott er að klæðast ákveðnum lögum af fatnaði sem virka vel saman og því fannst okkur tilvalið að sýna hvernig best er að búa sig undir brekkurnar í 66°Norður flíkum.

Hugsunin að baki því að klæðast nokkrum lögum er sú að nýta sem best mismunandi eiginleika efna; efni sem að halda vel hita, eru regnheld og hleypa samt raka frá líkamanum. Þannig má tryggja það að manni líði vel og sé mátulega hlýtt.


Skelin

Ysta lagið verndar þig fyrir veðrinu, rigningu og vindi. Efnin sem skeljarnar eru búnar til úr eru allt frá því að vera vatnsfráhrindandi yfir í algerlega vatnsheld ásamt því að anda vel. Þessi efni eru þó oftast frekar þunn og ekki endilega hönnuð til þess að halda eða veita varma. Þess í stað eru þau frekar hugsuð til þess að halda vindi og vatni frá líkamanum.

Þessir eiginleikar ásamt eiginleikum mið- og grunnlags vinna saman til að halda á þér þægilegum hita og sjá til þess að þér líði vel. Skeljar eru oftar en ekki með vatnshelda rennilása, stillanlega hettu og franska rennilása til þess að þrengja ermar um úlnlið. Allt þetta tryggir það að miðlag og grunnlag haldist þurrt og vinni vel.

Gore-Tex® Pro™ og Neo Shell® efni eru þykk og endingargóð skelefni sem sjá til þess að þú haldist þurr, og sé þar af leiðandi hlýtt, í nánast hvaða veðri sem er.

Skeljar

Ysta lag

KarlarKonur
Hágæða GORE-TEX® Pro™ skeljakki
HornstrandirHágæða GORE-TEX® Pro™ skeljakki
89.000 ISK
Litur
Hágæða GORE-TEX® PRO skelbuxur
HornstrandirHágæða GORE-TEX® PRO skelbuxur
65.000 ISK
Litur
Alhliða Polartec® NeoShell® jakki
SnæfellAlhliða Polartec® NeoShell® jakki
68.000 ISK
Litur
Polartec® NeoShell® buxur
SnæfellPolartec® NeoShell® buxur
49.000 ISK
Litur
GORE-TEX INFINIUM™ skeljakki
SkaftafellGORE-TEX INFINIUM™ skeljakki
72.000 ISK
Litur
Dúnúlpa (Unisex)
DyngjaDúnúlpa (Unisex)
62.000 ISK
Litur

Miðlag

Þetta lag er einangrunarlagið. Það er oftast úr léttum efnum sem viðhalda varma vel og halda hita á stærsta hluta líkamans. Þessi “léttu efni”, svo sem andadúnn og Power Fill™, búa yfir mismunandi eiginleikum hvað varðar fyllingu, rakasöfnun, þyngd og sveigjanleika.

Þétt fylling af andadúni viðheldur mestum varma en þolir ekki vel að blotna þar sem dúnninn getur byrjað að kleprast saman og tapar þannig varma. Power Fill™ einangrunin er léttari en dúnn og hefur þann kost að geta blotnað töluvert áður en hún byrjar að tapa varma. Fyrir krefjandi hreyfingu svo sem skíði mælum við með Power Fill™ þar sem líkaminn framleiðir mikinn hita og hjálpar léttari einangrun eins og Power Fill™ því betur við að halda þægilegum hita á líkamanum.

Einangrun

Miðlag

Polartec® Power Fill™ jakki
VatnajökullPolartec® Power Fill™ jakki
44.000 ISK
Litur
Polartec® Power Fill™ vesti (Unisex)
VatnajökullPolartec® Power Fill™ vesti (Unisex)
32.000 ISK
Litur
Polartec® Highloft flíspeysa (Unisex)
MosfellPolartec® Highloft flíspeysa (Unisex)
24.000 ISK
Litur
Dún og flísjakki
OkDún og flísjakki
46.000 ISK
Litur
Polartec® Alpha hálfrennd peysa
HrannarPolartec® Alpha hálfrennd peysa
21.000 ISK
Litur
 Polartec® Power Fill™ jakki
Öxi Polartec® Power Fill™ jakki
38.000 ISK
Litur

Arnaldur í Hornströndum Gore-Tex Pro jakka í Öxi Primaloft jakka innanundir.


Grunnlag

Gott grunnlag næst líkamanum er virkilega mikilvægt til þess að halda hita í köldum aðstæðum. Við mælum með merino ull í þessum tilgangi þar sem hún hefur sérlegan eiginleika til að halda líkamanum þurrum og hlýjum. Þræðirnir í ullinni hjálpa til við að leiða raka frá líkamanum þar sem hann gufar upp og heldur með því jöfnum hita á húðinni. Ullin helst lyktarlaus í langan tíma.

Einangrun

Grunnlag

Hálfrenndur merino ullarbolur
BásarHálfrenndur merino ullarbolur
17.500 ISK
Litur
Merino ullarbolur
BásarMerino ullarbolur
14.500 ISK
Litur
Merino ullarbuxur
BásarMerino ullarbuxur
15.000 ISK
Litur
Polartec® Power Stretch® Pro hálfrennd peysa
VíkPolartec® Power Stretch® Pro hálfrennd peysa
18.500 ISK
Litur
Polartec® Power Air™ hálfrennd peysa
TangiPolartec® Power Air™ hálfrennd peysa
22.000 ISK
Litur

Aukahlutir

Að velja réttu aukahlutina getur skipt höfuðmáli við að halda á þér hita. Buff úr merino ull og húfa úr ullarblöndu hjálpa þér að halda hita að hálsi og höfði. Hanskar úr vatnsfráhrindandi efni sem eru einangraðir með PrimaLofti eru hlýir en anda líka þannig að sviti ratar út. Réttu sokkarnir eru einnig mikilvægir, sérstaklega þegar maður er að skíða. Við mælum sérstaklega með háum sokkum sem eru framleiddir með primaloftþráðum og eru því einstaklega hlýir auk þess sem þeir þorna hratt og draga raka frá húðinni.

Með því að blanda saman mismunandi efnum og eiginleikum tekst manni að halda sér þurrum og heitum í fjallinu. Það er ágætt að hafa það í huga að líkaminn hitnar um leið og maður byrjar að hreyfa sig. Því er betra að vera ekki of heitt þegar maður tekur fyrstu ferðirnar í brekkunni, heldur hafa frekar með sér auka lag til að smeygja sér í ef manni verður kalt.

Aukahlutir

Merino ullarstrokkur
BásarMerino ullarstrokkur
4.900 ISK
Litur
Merino ullarhúfa
BásarMerino ullarhúfa
4.200 ISK
Litur
Merino ullarstrokkur
BásarMerino ullarstrokkur
4.900 ISK
Litur
Tæknileg lambhúshetta
GlymurTæknileg lambhúshetta
6.500 ISK
Litur