Fjöllin heima

Sjórinn á sumrin, snjórinn á veturna

TextiRúnar Pétur Hjörleifsson
Myndir og myndbandVíðir Björnsson
Staðsetning65°08'50.7"N 13°40'50.3"W

"Fyrir mér var þetta augljóst, ég vildi lifa einföldu lífi og renna mér eins mikið og ég gat"

Rúnar Pétur Hjörleifsson er fæddur og uppalinn á Austfjörðum, í návígi við stórbrotnu náttúruna sem þar er að finna og fjöllin sem gnæfa yfir fjörðunum. Það má því segja að brekkurnar í bakgarðinum hafi óneitanlega haft áhrif á hann í seinni tíð, þar sem snjóbrettið á hug hans og hjarta, og veit hann fátt betra en að leita uppi næstu brekku til að renna sér þar niður.

Þar sem snjóbrettaumstangið gefur lítið í aðra höndina þá vinnur Rúnar Pétur sleitulaust á sumrin í fiski til að afla sér nægra tekna svo hann geti einbeitt sér að brettinu á veturna. Það var á miðjum túr, úti á sjó, sem það rann upp fyrir honum að snjóbrettin yrðu að fá forgang. Hann kaus því heldur að lifa einföldu lífi og fylgja ástríðunni í staðin fyrir að taka þátt í lífskapphlaupinu. 

„Það að fara upp í fjall er mín leið til að komast frá öllu þessu daglega stressi. Ég kýs að labba upp og fá að njóta náttúrunnar sem mest, frekar en að taka lyfturnar. Maður nær einhvern veginn að hreinsa hugann á leiðinni upp, það eina sem ég hugsa um er bara næsta skref. Þetta er eiginlega mín hugleiðsla“ 

Eftir að hafa ferðast vítt og breytt um Alpana í nokkur ár, áttaði hann sig á aðdráttarafli íslensku fjallanna. Það sem hann leitaði utan landsteinanna, var í bakgarðinum hans eftir allt saman. „Ég áttaði mig á því að það var óþarfi að ferðast um heiminn til að finna gott rennsli, því þetta var allt hérna í bakgarðinum.“ 

Til að ferðast auðveldlega á milli staða og halda nálægðinni við fjöllin, smíðaði Rúnar Pétur sér húsbíl, sem hann notaði meðal annars á ferð sinni um Alpana. 

„Ég lifi mjög einföldu lífi og þarf ekki mikið. Það að búa í svona litlu rými hefur kennst mér svo margt og neyðir mann til að lifa í núinu og vera meira úti.“ 

Allri útivist fylgir síðan barátta við íslenska veðrið, en til þess að viðhalda lífstíl sem krefst þess að ferðast um landið að vetri til þarf gott innsæi og virðingu fyrir veðráttunni. 

„Ég eyði dögunum í að keyra um firðina í leit að línum til að renna mér niður. Þetta er samt eilífðar barátta við veðrið. Það er yfirleitt ekki að vinna með manni og stundum er maður fastur á sama staðnum í marga daga og kemst ekkert upp í fjall. Það er samt bara partur af þessu og maður lærir að lifa með því. 

Svo koma dagarnir sem maður hefur beðið eftir lengi. Þar sem maður fær gott veður, réttu aðstæðurnar og allt smellur saman. Þetta eru dagarnir sem maður man eftir allt sitt líf.“ 

Uppáhalds stílar Rúnars Péturs

Hverju skal klæðast

Karlar
2 samsetningar
Karlar(2 útgáfur)
Konur(2 útgáfur)
Haltu lestrinum áfram

NORÐUR tímarit

Ívar Pétur Kjartansson
Tónlist að atvinnu, snjóbretti í hlutastarfi

Það eina sem ég hugsa um eru snjóbretti. Meira að segja á meðan ég er að spila tónlist.

Lesa
Hornstrandir 66.45°N
Ragúel Hagalínsson

Hornstrendingar stunduðu að mestu sjálfsþurftarbúskap, það voru engar vegasamgöngur og veturnir oft svo harðir að bátar komu ekki að landi svo vikum skipti.

Á skíðum í íslenskri veðráttu
Arnaldur & Ólafia

Þegar byrjar að snjóa fara Íslendingar að dusta rykið af skíðabúnaðinum með von um að skíðasvæðin opni loksins.


Fylgdu NORÐUR tímaritinu með því að skrá þig á póstlistann okkar eða fylgja okkur á Instagram

Instagram

@66north

Skráðu þig

Póstlisti