66°NORTH x EMILIE LILJA

Áhugaverðir staðir í Kaupmannahöfn

Texti og myndirEmilie Lilja
Staðsetning55° 40' 33.9528'' N - 12° 34' 6.0132'' E

Nærumhverfið okkar verður gjarnan útundan þegar kemur að því að kanna nýjar slóðir. Heimsfaraldurinn hefur þó kennt okkur að staldra aðeins við og skoða hvað það hefur upp á að bjóða. Emilie Lilja, vörumerkjafulltrúi okkar í Danmörku, fann nokkra nýja áhugaverða staði í sínu umhverfi sem hún kynnir hér fyrir okkur.

Hótel Kaj

Ef að skurðirnir í Kaupmannahöfn heilla þig þá mæli ég með að gista á hótel Kaj, sem er lítill, eins herbergja húsbátur, sem er að mestu búinn til úr endurunnum og afgangs efnivið. Hótel Kaj er staðsett í Holmen, sem er hverfi byggt á vatni í miðri Kaupmannhöfn.

Á meðan dvölinni stendur er hægt að leigja kajak og standbretti og í 10 - 15 mínútna fjarlægð meðfram skurðunum er nýr hamborgarastaður sem heitir POPL og einnig tvö bestu bakaríin í bænum, Litla bakaríið og HART bakarí.

Kaj Hotel


Gistiskýli í Boserup skóginum

Í heimsfaraldrinum er eins og Danir hafi uppgötvað náttúruna og öll þau frábæru gistiskýli sem eru víðsvegar í boði. Eitt af mínum allra uppáhalds er skýlið sem er staðsett í Boserup skóginum nálægt Hróarskeldu.

Ath: Skýlið er í um það bil 35 mínútna fjarlægt frá Kaupmannahöfn og ég mæli því með að vera snemma á ferðinni eða bóka fyrirfram.

Bóka skýli í Boserup skóginum hér

Augnablikið þegar þú liggur í svefnpokanum undir berum himni, horfir á sólsetrið með fjölskyldunni eða vinunum, er töfrum líkast.


COPENHILL

Ef þú saknar þess að komast á skíði og þá sérstaklega í frönsku Ölpunum, þá mæli ég með að prófa Copenhill, sem er skíðabrekka í miðri Kaupmannahöfn. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin þá er Copenhill brekkan fullkomin fyrir þig. Efsti hlutinn á skíðabrekkunni er fyrir lengra komna á meðan neðri hlutinn er fyrir byrjendur. Einnig er garður og leiksvæði fyrir börn á staðnum. Ef þú ert ekki mikið fyrir að skíða, þá er hægt að labba upp á topp og njóta útsýnisins, sem er stórkostlegt.

Hér er hægt að bóka sig í „fjallið“: Copenhill


Hinir gleymdu risar

Árið 2016 byggði listamaðurinn Thomas Damsbo sex risa úr afgangsviði og gömlum kvistum sem voru á víð og dreif um skóglendi í Vestegnen hverfinu í Kaupmannahöfn. Ég vissi ekki að risarnir væru til þannig að ég gerði mér ferð þangað eitt kvöldið með vini mínum til að skoða svæðið. Þetta er frábær staður og gaman að fara með börn í fjársjóðsleit og leita að risunum.

Ef þú vilt aðeins sjá risann Óskar, þá er hann í strandgarðinum í Ishøj. Þá er tilvalið að nýta tækifærið og fara á ströndina eða á listasafnið ARKEN.

Lestu meira um hina gleymdu risa hér og um ARKEN listasafnið hér.

Hverju skal klæðast

Uppáhaldsvörur Emilie Lilju

NORÐUR tímarit

Haltu lestrinum áfram

Emilie Lilja
Taktu ákvörðun

„Það var loks þá sem ég áttaði mig á því að ég væri nokkuð góð í því sem ég er að gera og að ég elskaði að gera það".

Lesa
Emilie Lilja
Emilie og Mads heimsækja Ísland

„Ísland er nánast eins og önnur pláneta. Pláneta þar sem móðir náttúra ræður ríkjum".