Choose your shipping destination to see the products available in your location

Emilie og Mads heimsækja Ísland

Upplifun

Önnur pláneta

"Ísland er nánast eins og önnur pláneta. Pláneta þar sem móðir náttúra ræður ríkjum og setur skilyrðin fyrir því sem hægt er að gera. Náttúran er síðan slík að þú nánast missir andann yfir fegurðinni. Þar er hægt að stara á sjóinn og svartan sandinn klukkutímum saman og aðeins gera sér í hugarlund þann kraft sem þar býr að baki.

Að hafa heimsótt Ísland er ein magnaðasta reynsla sem ég hef nokkurn tíman fengið af náttúrunni og ég er strax farin að skipuleggja næstu heimsókn.”

Emilie Lilja

Óútskýranlegt

“Ísland stóðst allar mínar væntingar. Mögnuð náttúra sem maður verður að upplifa í eigin persónu því hana er ekki hægt að útskýra í orðum. Reynisfjara er klárlega á meðal þess sem stendur upp úr og er upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Ég gjörsamlega heillaðist af Íslandi og ég vil koma aftur eins fljótt og ég mögulega get.

Fatnaðurinn frá 66°Norður sannaði gildi sitt svo sannarlega, þetta eru vörur í hæsta gæðaflokki og passa fullkomlega við veðurfarið á Íslandi!”

Mads Emil

Myndirnar tók danski ljósmyndarinn Kenneth Nguyen (@kennethnguyen)

Myndbandið gerði Alona Vibe (@alonavibe)

Óvæntar upplifanir

Íslenska veðrið er öfgafullt, síbreytilegt og ófyrirsjáanlegt. Það eru því margskonar upplifanir sem bjóðast þegar maður skoðar náttúruna. Eitt af því mikilvægasta er því að vera vel búinn til þess að geta tekist á við það óvænta sem bæði veðurfar og náttúran býður upp á.

Fyrsta skipti á Íslandi

Dönsku vinir okkar þau Emilie Lilja and Mads Emil Møller ferðuðust ásamt ljósmyndaranum Kenneth Nguyen um Suðurlandið. Á ferðinni fengu þau að kynnast því hvernig saga og hönnun 66°Norður eru samofin íslenskri náttúru og veðurfari.

Emilie Lilja

Emilie Lilja er vel þekkt í danska tískuheiminum, en hún skapaði sér nafn sem alþjóðleg fyrirsæta  fyrir um tíu árum. Í dag sinnir hún ýmsum störfum, en hún er plötusnúður, podcast þáttastjórnandi, ásamt því að vera mikil áhugamanneskja um hreyfingu og líkamsrækt svo fátt eitt sé nefnt. Allt frá því að 66°Norður hóf starfsemi í Kaupmannahöfn hefur hún verið náinn samstarfsmaður og hjálpað til við að koma merkinu á framfæri.

Mads Emil

Mads Emil Møller hefur yfir áratuga reynslu af störfum innan tískubransans í Kaupmannahöfn. Hann hefur unnið sem stílisti, ritstjóri og hönnunarráðgjafi. Mads Emil hefur starfað með 66°Norður frá því að hann kynntist merkinu fyrst árið 2016.

Breytt plön

Þegar hópurinn lagði af stað frá Kaupmannahöfn var ætlunin að skoða margar af einstöku náttúruperlum Íslands. En skjótt skipast veður í lofti og stormviðvörun á Suðurlandi gerði það að verkum að endurskoða þurfti öll fyrirfram ákvörðuð plön.

Sú upplifun endaði þó í að sýna hið rétta andlit íslenskrar veðráttu og sömuleiðis þann raunveruleika sem Íslendingar glíma við allt árið.

Sjáðu myndskeiðið