Choose your shipping destination to see the products available in your location

Emilie Lilja x 66°NORTH

Emilie Lilja

LjósmyndirKenneth Nguyen

Taktu ákvörðun

Stress og álag sem fylgir okkar daglega lífi getur stundum orðið til þess að við sjáum hlutina ekki í réttu ljósi og njótum því ekki lífsins til fullustu. Fulltrúi og góður vinur okkar í Danmörku, Emilie Lilja, þekkir slíkt álag vel þar sem hún starfar sem áhrifavaldur, plötusnúður, hlaðvarpsstjórnandi, stjórnandi sinna eigin góðgerðarsamtaka til viðbótar við að sinna öðrum verkefnum innan blómstrandi menningarsenu Kaupmannahafnar.

Til þess að halda haus í álagi sem fylgir svo þéttri daglegri dagskrá, telur Emilie það nauðsynlegt að hafa jákvætt hugarfar gagnvart því sem maður gerir, auk þess að vera meðvitaður um hvenær það sé tímabært að kúpla sig út og slaka á. Hennar uppáhalds leið til að aftengja sig daglega lífinu er að keyra norður fyrir Kaupmannahöfn og heimsækja fjölskylduna sína, eða ferðast til framandi landa og upplifa eitthvað nýtt.

"Það hefur alltaf verið hluti af DNA-inu í mér að vera dugleg að vinna fyrir mínu og því sem ég trúi á. Mig langar til að ferðast og skoða heiminn, upplifa hluti sem ég gæti ekki fundið hér í Danmörku. Það hjálpar mér að hugsa skýrt, slaka á og ná mér að fullu."

Fyrir nokkrum árum lenti Emilie í ástarsorg sem að hafði djúpstæð áhrif á hana. Vilji til að gera og framkvæma hluti varð enginn og henni fannst hún ekki þekkja sig sjálfa í langan tíma. Það sem kom henni þó yfir á beinu brautina var símtal sem hún átti við vinkonu sína sem var og er umboðsmaðurinn hennar. 

Ég var mikið niðurfyrir í langan tíma þar til vinkona mín tók málin í sínar eigin hendur. Hún þekkir mig virkilega vel og hún fann það á sér að ég var gjörsamlega útbrennd. Hún sagði mér frá einfalda og erfiða sannleikanum; annaðhvort þyrfti ég að rífa mig upp eða þær þyrftu að endurskoða vinnusambandið sitt. Á sama tíma gaf þáverandi kærasti minn mér mjög gott ráð: Taktu ákvörðun!

Annaðhvort gefst maður upp og leitar sér að einhverju öðru til að gera, eða maður tekur sig saman í andlitinu og heldur ótrauður áfram. Ég kaus seinni kostinn, ég vildi hreinlega ekki hætta. Ég tók mig til og listaði niður 10 fyrirtæki sem mig langaði til að vinna með yfir komandi ár og gerði síðan grófa áætlun yfir það hvernig ég ætlaði mér að gera það. Núna, ári seinna hef ég unnið með öllum þeim merkjum/fyrirtækjum sem ég listaði niður. Það var loks þá sem ég áttaði mig á því að ég væri nokkuð góð í því sem ég er að gera og að ég elskaði að gera það."

Hverju skal klæðast

Uppáhalds fatnaður Emilie Lilju

Dömu
2 samsetningar
Dömu(2 útgáfur)
Herra(2 útgáfur)
Look 01Look 02
GORE-TEX® dún parka (Unisex)
DrangajökullGORE-TEX® dún parka (Unisex)
185.000 ISK
Litur
Stuttermabolur (Unisex)
KlambratúnStuttermabolur (Unisex)
8.900 ISK
Litur

Taktu ákvörðun

Emilie wrapped up in Tindur Down
Emilie embracing the wind