Choose your shipping destination to see the products available in your location

HönnunarMars x 66°Norður

HönnunarMars x 66°Norður4. - 8. maí 2022

HönnunarMars er ein af fáum hönnunarhátíðum í heiminum þar sem ólíkar fagreinar hönnunar og arkitektúrs koma saman, allt frá fatahönnun til vöruhönnunar, arkitektúrs, grafískrar hönnunar, textílhönnunar, leirlistar, þjónustuhönnunar, stafræn hönnunar svo dæmi séu nefnd.

HönnunarMars, ein stærsta hönnunarhátíð á Íslandi, fer fram dagana 4. - 8. maí 2022. 66°Norður tekur þátt í þremur mismunandi samstarfsverkefnum þetta árið.

Opnunarviðburður - 5. maí kl. 16:00-18:00
Sýningin er opin alla daga frá 5. - 8. maí, frá 10:00 - 19:00.
66°Norður, Laugavegi 17-19
Flétta x 66°Norður

Á sýningunni verður gefin innsýn í tilraunakennt ferli á bakvið samstarf Fléttu og 66°Norður þar sem markmiðið er að skapa farveg fyrir afskurði frá framleiðslu á fatnaði 66°Norður.

Lesa
Valdís x 66°Norður

Valdís Steinarsdóttir hefur að undanförnu rannsakað sjálfbærar leiðir við framleiðslu á fatnaði þar sem hún hellir náttúrulegu fljótandi efni í tvívítt mót.

Erm x 66°Norður

Verkefnið sýnir að hægt er að fara sjálfbærar leiðir í samnýtingu ýmissa afgangsvara þvert á vöruflokka þar sem föt eru endurnýtt sem hluti af húsgögnum.