HönnunarMars 2022

Erm x 66°Norður

Erm er vörulína eftir Arnar Inga Viðarsson og Valdísi Steinarsdóttur þar sem ermar af annars ónýttum flíkum frá 66°Norður eru notaðar sem áklæði á nýja gerð stóla. Verkefninu er ætlað að opna á samtal um hvernig hægt sé að framlengja líftíma neytendavara á framsækinn hátt þvert á vöruflokka.

Texti: HönnunarMars
Myndband: Þráinn Kolbeinsson
Opnunarviðburður - 5. maí kl. 16:00-18:00
Sýningin er opin alla daga frá 5. - 8. maí, frá 10:00 - 19:00.
66°Norður, Laugavegi 17-19

Með Erm er afgangsefni úr dúnúlpum og jökkum frá 66°Norður gefið framhaldslíf sem einstök hönnunarvara í formi stóla og kolla. Hönnuðirnir skapa framsæknar hönnunarvörur með því að nýta ermar af ónýtanlegum dúnúlpum sem eru saumaðar saman í langa rana. Ranarnir, sem fá einstakt útlit sitt eftir hvaða úlpur eru notaðar, eru klæddir utan um sveigð stálrör og fær hver stólgrind eina langa ermi. Við hönnun stólanna er notast við flæðandi, hlykkjóttar línur og er hver stólgrind án samskeyta. 

Verkefnið sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir í samnýtingu ýmissa afgansvara þvert á vöruflokka þar sem föt eru endurnýtt sem hluti af húsgögnum. Með þessu er opnað á samtal um hvernig hægt sé að framlengja líftíma með því að hoppa á milli efnis heima. Getur úlpa verið stóll? Og eftir það, getur hún kannski verið eitthvað allt annað?

Erm er skýrt og afgerandi dæmi um hvernig hægt sé að gefa hlutum framhaldslíf aftur og aftur, á þverfaglegan hátt. Verkefnið er unnið með 66°Norður og kjólasaumsnema, Nínu Guðrúnu Guðlaugsdóttur.


Vörulínur

HönnunarMarx x 66°Norður

Flétta x 66°Norður

Á sýningunni verður gefin innsýn í tilraunakennt ferli á bakvið samstarf Fléttu og 66°Norður þar sem markmiðið er að skapa farveg fyrir afskurði frá framleiðslu á fatnaði 66°Norður.

Lesa
Valdís Steinars x 66°Norður

Valdís Steinarsdóttir hefur að undanförnu rannsakað sjálfbærar leiðir við framleiðslu á fatnaði þar sem hún hellir náttúrulegu fljótandi efni í tvívítt mót.