HönnunarMars 2022

Flétta x 66°Norður

Á sýningunni verður gefin innsýn í tilraunakennt ferli á bakvið samstarf Fléttu og 66°Norður þar sem markmiðið er að skapa farveg fyrir afskurði frá framleiðslu á fatnaði 66°Norður.


Texti: HönnunarMars
Myndband & ljósmyndir: Jón Ragnar Jónsson
Opnunarviðburður - 5. maí kl. 16:00-18:00
Sýningin er opin alla daga frá 5. - 8. maí, frá 10:00 - 19:00.
66°Norður, Laugavegi 17-19

Hönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir stofnuðu Fléttu í byrjun árs 2018 en hafa unnið saman að verkefnum tengdum endurvinnslu og uppvinnslu hráefna frá 2014.

Flétta hefur síðustu mánuði gert tilraunir með afskurði frá framleiðslu á fatnaði 66°Norður, þeir hafa verið soðnir, saumaðir og vafðir saman í ólík form í leit að réttu samhengi fyrir hráefnið. Á sýningunni verður gefin innsýn í þetta tilraunakennda ferli sem oftar en ekki er hulið almenningi.  

Í höndum Fléttu fá efni og hlutir sem eru búnir að þjóna sínum tilgangi og nýtast ekki lengur í sínu fyrra hlutverki nýtt líf í nýju samhengi.


Vörulínur

HönnunarMars x 66°Norður

Valdís Steinars x 66°Norður

Valdís Steinarsdóttir hefur að undanförnu rannsakað sjálfbærar leiðir við framleiðslu á fatnaði þar sem hún hellir náttúrulegu fljótandi efni í tvívítt mót.

Lesa
Erm x 66°Norður

Verkefnið sýnir að hægt er að fara sjálfbærar leiðir í samnýtingu ýmissa afgangsvara þvert á vöruflokka þar sem föt eru endurnýtt sem hluti af húsgögnum.