Go to content
Innskráning
Arnaldur & Ólafía

Á skíðum í íslenskri veðráttu

Arnaldur & Ólafía

Á skíðum í íslenskri veðráttu

Þegar dimmur vetur skellur á eru óhjákvæmilegir fylgifiskar hans hávaðarok, sífelldir hríðarbyljir og hið óútreiknanlega íslenska veður. Á einum degi getur landslagið okkar umbreyst í eins konar klakaveröld þar sem vegir eru lokaðir. Það er einstakt að upplifa þetta. Þrátt fyrir veðrið byrja Íslendingar að dusta rykið af skíðabúnaðinum með von um að snjórinn þýði að skíðasvæðin opni loksins.

Við mæltum okkur mót við Arnald Karl Einarsson og systur hans Ólafíu Elísabetu Einarsdóttur en Arnaldur er eitt af andlitum síðustu vetrarherferðar 66°Norður. Þau systkinin eru bæði verðlaunaðir skíðakappar og því tilvalið að fá þau til þess að segja okkur frá hvernig best sé að skíða í íslensku vetrarhörkunni.

Arnaldur og Ólafía ólust upp við það að glíma við náttúruöflin á skíðasvæðinu í Bláfjöllum.

Bláfjöll eru eitt af fáum skíðasvæðum á Íslandi sem útbúin eru skíðalyftum. Þrátt fyrir að vera smátt í sniðum miðað við skíðasvæði í Evrópu hefur skíðasvæðið í Bláfjöllum verið geysivinsælt meðal Íslendinga allt frá opnun þess á áttunda áratug síðustu aldar.

Arnaldur og Ólafía lærðu á skíði hjá foreldrum sínum sem eru bæði reyndir skíðakennarar í Bláfjöllum. Það má segja að skíðakennslan hafi hafist um leið og systkinin stigu sín fyrstu skref. Fjölskyldan sameinaðist í dálæti á skíðaíþróttinni sem þýddi að farið var í fjallið sama hvernig viðraði. Ekki leið að löngu þar til systkinin voru farin að keppa í skíðaíþróttinni. 

Bæði Arnaldur og Ólafía hafa verið á verðlaunapalli á skíðamótum á Íslandi. Oft þurftu þau að ferðast til Akureyrar til þess að komast í meiri snjó í Hlíðarfjalli en eins og fólk veit er það talsverður spotti, ekki síst í slæmu veðri.

Arnaldur minnist krefjandi æfingatímabils þar sem þau fóru norður í næstum hverri viku allan veturinn. Ferðalagið norður getur auðveldlega orðið taugatrekkjandi yfir misfærar heiðar í myrkri og hálku. En eins og flest allt á Íslandi þá reddaðist þetta alltaf að lokum.

Arnaldur klæðist Snæfell Neoshell jakka, Hornstrandir Gore-Tex smekkbuxum og Langjökull lúffum.

„Ísland er í eðli sínu einstaklega óútreiknanlegt þegar kemur að veðri.“

„Ég hef æft skíði eins lengi og ég man eftir mér. Ég var örugglega meira í Bláfjöllum heldur en heima hjá mér“

Skíðaiðkun á Íslandi getur verið virkilega frábrugðin skíðaiðkun erlendis. Örfáir klukkutímar af dagsbirtu og tíðir byljir gera það að verkum að skíðadagarnir eru bæði fáir og dimmir. Í Bláfjöllum er mest skíðað í gervilýsingu til þess að vinna upp á móti sólarleysinu. Þetta snýst um að gera aðstæður eins skemmtilegar og hægt er við erfið skilyrði. Þá skiptir höfuðmáli að vera vel búinn.

„Maður lærir það fljótt að það er ekkert verra en að vera illa klæddur. Eina stundina er kannski glampandi sólskin þá næstu er skollinn á hríðarbylur. Þess vegna er svo mikilvægt að vera í rétta fatnaðinum og hafa jafnvel aukalög með til skiptana, ef veður skiptist skjótt í lofti.“

Lestu leiðarvísi okkar um klæðnað á skíðum fyrir innblástur um hvaða föt henta best í brekkuna.

Fatnaður í myndbandi - Dömu

Konur 3/6

Ok

43.000 ISK
Konur 4/6

Mosfell

24.000 ISK
Konur 6/6

Fatnaður í myndbandi - Herra

NORÐUR tímarit

Haltu lestrinum áfram

Ragúel

Hornstrandir 66.45°N

„Ég kom hingað fyrst árið 1994 eða sama ár og ég fæddist og hef komið á hverju sumri síðan“ segir Ragúel Hagalínsson, en forfeður hans bjuggu á Hornströndum svo kynslóðum skipti. Amma hans fæddist og ólst upp í Hornvík en flutti ásamt foreldrum sínum og átta systkinum þegar byggð á Hornströndum fór minnkandi.

Sumar af þeim fjölskyldum sem fluttu burt komu aldrei aftur - þær gengu frá fyrra lífi og skildu húsin sín eftir þar sem þau eyðilögðust og hrundu að endingu. Aðrir, líkt og fjölskylda Ragúels, hafa snúið aftur í heimahagana á sumrin og þannig leyft komandi kynslóðum að kynnast lífinu á hjara veraldar.

ÍVAR PÉTUR KJARTANSSON

Tónlist að atvinnu, snjóbretti í hlutastarfi

Snjóbretti hafa ávallt átt hug og hjarta Ívars Péturs Kjartanssonar, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem trommuleikari hljómsveitarinnar FM Belfast. „Það eina sem ég hugsa um eru snjóbretti. Meira að segja á meðan ég er að spila tónlist. En snjóbretta hæfileikinn kom kannski ekki alveg eins náttúrulega og tónlistin og því er ég ennþá í tónlistinni og borga reikningana þannig.“

Ragúel

Hornstrandir 66.45°N

„Ég kom hingað fyrst árið 1994 eða sama ár og ég fæddist og hef komið á hverju sumri síðan“ segir Ragúel Hagalínsson, en forfeður hans bjuggu á Hornströndum svo kynslóðum skipti. Amma hans fæddist og ólst upp í Hornvík en flutti ásamt foreldrum sínum og átta systkinum þegar byggð á Hornströndum fór minnkandi.

Sumar af þeim fjölskyldum sem fluttu burt komu aldrei aftur - þær gengu frá fyrra lífi og skildu húsin sín eftir þar sem þau eyðilögðust og hrundu að endingu. Aðrir, líkt og fjölskylda Ragúels, hafa snúið aftur í heimahagana á sumrin og þannig leyft komandi kynslóðum að kynnast lífinu á hjara veraldar.

Ívar Pétur

Tónlist að atvinnu, snjóbretti í hlutastarfi

Snjóbretti hafa ávallt átt hug og hjarta Ívars Péturs Kjartanssonar, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem trommuleikari hljómsveitarinnar FM Belfast. „Það eina sem ég hugsa um eru snjóbretti. Meira að segja á meðan ég er að spila tónlist. En snjóbretta hæfileikinn kom kannski ekki alveg eins náttúrulega og tónlistin og því er ég ennþá í tónlistinni og borga reikningana þannig.“

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK