Förum varlega, en hreyfum okkur

Göngur

Finndu lífskraftinn á göngu úti í náttúrunni!

Útivist og hreyfing hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og núna. Við Íslendingar erum heppin með víðáttuna allt í kringum okkur og því stutt að fara fyrir flesta að fara og stunda útivist í ósnortinni náttúru í fersku lofti.

Við fengum gönguhópinn Snjódrífurnar sem samanstendur af þaulreyndum fjallakonum til að segja okkur frá hvað það er sem drífur þær áfram, hvað er gott að hafa í huga og hvaða gönguleiðir eru tilvaldar fyrir þá sem eru að koma sér af stað í útivist. Snjódrífurnar standa á bak við verkefnið Lífskraft en þær þveruðu Vatnajökul árið 2020 og söfnuðu áheitum fyrir styrktarfélögin Líf og Kraft.

Við brýnum fyrir fólki að fara varlega og fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hverju sinni og fylgjast vel með covid.is. Mælst er gegn því að stunda útivist í hóp, forðast skal alla snertingu og mikilvægt að virða fjarlægðarmörk milli einstaklinga sem á vegi verða.

Við brýnum einnig á mikilvægi þess að skoða vandlega veður- og snjóflóðaspár á vedur.is áður en haldið er af stað í gönguferðir.

4 vikna fjallgönguáætlun 

Fjallgöngur er frábær leið til þess að hlaða batteríin, komast í gott form og upplifa náttúruna. Það er sagt að lífskrafturinn sé orka frá náttúrunni og því ekkert óeðlilegt að fólk verði háð því að ganga á fjöll. Snjódrífurnar hafa gengið á flest öll fjöll hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hér að neðan er plan fyrir þá sem vilja fara út og finna sinn lífskraft.

Það er mikilvægt að virða leiðbeiningar Almannavarna næstu vikurnar og muna að halda tveggja metra fjarlægð, taka með sér spritt og hanska. Fatnaður er mikilvægur þáttur og það skiptir miklu máli að klæða sig eftir veðri og vera í nokkrum lögum, sjá nánar að neðan. Ekki má gleyma svokölluðum Esjubroddum, góðum gönguskóm, höfuðljósi, góðu snarli og vatnsbrúsa.

Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref að þá mælum við með göngum upp á fellin hér á höfuðborgarsvæðinu. Við mælum einnig með göngustöfum en þeir dreifa álaginu og létta á álagi á hnjám einkum á niðurleið.

Fyrir þá sem eru lengra komnir og eru orðnir vanir vetrarfjallamennsku er gott að muna eftir exi og jöklabroddum þegar gengið er á fjöll að vetralagi. Við brýnum fyrir öllum að huga vel að veðri og ofanflóðaspá áður en lagt er af stað í göngu.

Vika 1
Mosfell í Mosfellssveit

Hækkun: 280 m.
Leið: 4 km.

Úlfarsfell

Hækkun: 295 m.
Leið: 5 km.

Vika 2
Helgafell í Hafnarfirði

Hækkun: 338 m.
Leið: 5,4 km.

Hafðu í huga

Við mælum með því að prófa að ganga hringinn (ekki sömu leið fram og til baka) og þá telur leiðin 5,4 km.

Háihnúkur í Akrafjalli

Hækkun: 555 m.
Leið: 4,6 km.

Vika 3
Esjan upp að steini

Hækkun: 586 m.
Leið: 6 km.

Móskarðshnúkar

Hækkun: 807 m.
Leið: 7 km.

Hafðu í huga

Nú er mál að skella bakpoka á bakið og æfa framvegis með hann ef þú hefur ekki gert það nú þegar.

Leggjabrjótur

Hækkun: 500 m.
Leið: 17 km.

Vika 4
Helgafell í Hafnarfirði

Hækkun: 338 m.
Leið: 5,4 km.

Vífilsfell

Hækkun: 655 m.
Leið: 5 km.

Skeggi í Henglinum

Hækkun: 805 m.
Leið: 12 km.


Komdu í veg fyrir að villast

GPX leiðir

Snjódrífurnar mæla með eftirfarandi leiðum nálægt höfuðborgarsvæðinu. Smelltu á takkann fyrir neðan myndirnar til að ná í skrár í .gpx formi sem hægt er að hlaða inn í GPS úr eða tæki.

Mosfell í Mosfellssveit
Hlaða niður
Úlfarsfell
Helgafell í Hafnarfirði
Vífilsfell
Hverju skal klæðast

Göngur

Karlar
2 samsetningar
Karlar(2 útgáfur)
Konur(2 útgáfur)

Förum varlega, en hreyfum okkur

Leiðarvísir og kort að hlaupa- og gönguleiðum, ásamt fróðleik um útivist á Íslandi