Tindur tæknileg flíspeysa úr Polartec® Wind Pro® Stretch og krulluflís. Polartec® Wind Pro® Stretch er fjórum sinnum vindþéttari en venjulegt flísefni. Aukin öndun í gegnum hliðarvasa og einn renndur brjóstvasi.
Tindur shearling jakkinn er tilvalinn sem miðlag í miklum kulda eða sem ysta lag á hlýrri dögum. Hefðbundið snið. Teygja í snúrugöngum í faldi og kraga.