Ábyrgðarskilmálar & greiðslumöguleikar

Ábyrgðarskilmálar

Vörur 66°Norður uppfylla ströngustu gæðakröfur. Full ævilöng framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar. 

Ef söluhlutur er gallaður ber neytanda að tilkynna seljanda um að hann muni bera gallann fyrir sig án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var. Frestur neytanda til að leggja fram kvörtun er aldrei styttri en tveir mánuðir frá því að hann varð galla var. Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan fimm ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Réttur neytanda til að fá galla bættan er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003.

Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að skila henni inn í þjónustuver 66°Norður, Miðhrauni 11, ásamt kvittun til staðfestingar á kaupunum. Við leggjum áherslu á að vörur séu hreinar áður en komið er með þær í viðgerð, óhreinar vörur/flíkur eru endursendar án viðgerðar.

Greiðslumöguleikar

Við tökum öll helstu kredit- og debetkort:

Mastercard, Maestro, Visa, Visa Electron, Union Pay, JCB, Diners Club, Discover and AMEX.

Við tökum einnig við greiðslum með Paypal.

Allar upplýsingar eru dulkóðaðar með SSL-dulkóðun (Secure Sockets Layer). SSL dulkóðar upplýsingarnar sem þú veitir vefþjónum 66north.com sem kemur í veg fyrir óheimilan aðgang að kortaupplýsingum.

Upplýsingarnar sem þú ert beðin(n) um þegar þú greiðir með kreditkorti eru kortanúmerið, gildistími og CVC-númer.

Við geymum ekki kortaupplýsingarnar eftir að greiðsla hefur átt sér stað.

Áður en við getum sent pöntunina gætum við þurft samþykki frá kortafyrirtækinu. Við munum gera okkar besta til að halda seinkunum í lágmarki.

Ekki er tekið við gjafabréfum og inneignarnótum í verslun okkar á Keflavíkurflugvelli.

Villur og ónákvæmni

Þetta vefsvæði kann að innihalda innsláttarvillur, ónákvæmni eða yfirsjón, þar á meðal sem tengist verði og framboði og upplýsingum um vörur. Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við pantanir, leiðrétta villur, ónákvæmni og yfirsjón, þar á meðal eftir að pöntun hefur verið lögð fram ásamt því að breyta eða uppfæra upplýsingar hvenær sem er, án fyrirvara.