Tindur
Uppfærð útgáfa af Tind dúnúlpu, ytra byrði er úr GORE-TEX® Infinium efni sem er vindhelt, andar og veitir einstaka vatnsvörn.
Tindur er einangraður með 800 fill-power hvítum andadúni, 90% dúni og 10% fjöðrum, og hefur sérstaka innri uppbyggingu. Dúnhólfin í úlpunni eru aðskilin með sérstökum skilrúmum sem annars vegar koma í veg fyrir að dúnninn færist milli hólfa og hinsvegar viðhalda jafnri dreyfingu dúnsins í úlpunni sem sér til þess að úlpan veitir einstaka einangrun. Tindur er með 5 stóra vasa; tvo rennda vasa að framan og tvo að innanverðu. Einn opinn vasi að innanverðu. Tveggja sleða rennilás fyrir aukin þægindi, auk stormlista sem festur er með frönskum rennilás.
Hetta sem hægt er að taka af, snúrugöng til að þrengja við op. Stroff við úlnlið sem þrengt er með frönskum rennilás. Snjóhlíf í mitti til að hindra aðgengi kulda eða snjós inn undir úlpuna.
Úlpan er stór í stærð. Við mælum með að taka einni stærð minna en vanalega fyrir karla og tveimur stærðum minna fyrir konur.
Herra fyrirsætan er 184 cm á hæð og hann er í stærð L
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
100% Polyamide | GORE-TEX® INFINIUM™, Tveggja laga
- Ytra lag - Efni tvö
100% Polyamide
- Innra lag - Fóður
100% Endurunnið Polyester
- Innra lag - Einangrun
800 fill power: Hágæða hvítur andadúnn (90% dúnn, 10% fjaðrir) | RESPONSIBLE DOWN STANDARD
- Þvottaleiðbeiningar
Þvo í þvottavél á eða undir 30°C
Má ekki bleikja með klór
Notið fljótandi þvottaefni
Má þurrka í þurrkara
- Skel
GORE®
- Hentar fyrir
Dagsdaglega notkun
Skíði
Fjallamennska
- Eiginleikar
Vatnsþolin
- Stíll
Dúnúlpa
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.