Létt og þægileg flíspeysa með hettu sem hentar við margskonar tilefni enda í klassísku og einföldu sniði. Peysan er með sérmótaða hettu sem fylgir eftir hreyfingu og skerðir því ekki sjónsviðið. Efnið i peysunni er með mjög góða öndun og vatnsfráhrindandi. Tveir renndir vasar að framan og snúrugöng aftan á hettu.