


Rauðasandur
Rauðasandur eru einstaklega léttar stuttbuxur með netafóðri að innan fyrir góða öndun. Tveir stórir vasar á hliðum með netafóðri, tveir opnir vasar að aftan og snúrugöng með teygju í mitti til að þrengja. Efnið í stuttbuxunum er vatnsfráhrindandi og hentar vel í breytilegu veðri.
Línan er létt og leikandi, innblásin af flugdrekum sem fljúga yfir á björtum sumardögum. Rauðasandur línan dregur nafn sitt af náttúruperlu á sunnanverðum Vestfjörðum, þar sem bjartar sumarnætur skapa einstakt umhverfi og þar sem litir fjallanna breytast eftir gangi sólarinnar. Línan fangar þannig þann einstaka anda sem skapast á íslenskum útihátíðum þar sem náttúra og tónlist skapa ógleymanlegar minningar.
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
100% endurunnið polyamide
- Ytra lag - Fóður
100% endurunnið polyester
- Stíll
Stuttbuxur
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.