Mælifell húfa Benjamin Hardman

„Eftir að hafa búið á Íslandi í tæpan áratug get ég hiklaust sagt að tveir hlutir hafi fylgt mér alla daga. Myndavélin mín, og húfa.“

Útivistarmaðurinn og ljósmyndarinn Benjamin Hardman hefur lengi vel verið samstarfsaðili okkar, og nú höfum við hannað saman húfu sem seld verður í takmörkuðu upplagi sem hluti af nýju haust/vetrarlínunni okkar. Benjamin sést sjaldan án sjómannahúfanna sem einkenna hann. Vinir og vandamenn spyrja hann reglulega um húfurnar sem hann klæðist, og það lá því beint við að hann skyldi hanna sína eigin húfu í samráði við hönnunarteymið okkar.

Eftir að hafa heillast af öfgum íslenskrar náttúru flutti Benjamin til Íslands frá Ástralíu fyrir rúmum 5 árum. Hann hóf störf hjá 66°Norður milli þess sem hann aðlagaðist lífinu í kuldanum og varð fljótt hluti af stórfjölskyldunni okkar.

Þessi húfa er innblásin af lögun og lit uppáhalds eldfjallsins míns á Íslandi, sem heitir Mælifell. Ástríða fyrir því að finna snið og efni sem hentuðu bæði utandyra og í borgarumhverfinu varð til þess að við völdum klassíska blöndu af ull og gervitrefjum. Hlý, mjúk og andar vel, án þess þó að ofhitna.

Eftir að hafa endurskoðað hönnunina nokkrum sinnum fundum við að mínu mati hið fullkomna, fjölhæfa snið, þar sem hægt er að rúlla húfunni mismikið upp eftir því hver lögun og stærð höfuðsins er. Til að hrinda samstarfinu af stað verður Mælifell húfan sett á markað í mosagrænum lit, til heiðurs fjallinu sjálfu.

NORÐUR Tímarit

Benjamin Hardman

Fólk
Ísland á einum degi

Benjamin Hardman setti sér það markmið síðasta sumar um að ganga og skrásetja alla leiðina yfir Laugaveginn í einu lagi með það að markmiði að upplifa allar hliðar landslagsins og aðstæðna fótgangandi og á innan við sólarhring.

Ísland á einum degi
Fólk
Ísland við fyrstu sýn

Fyrir fimm árum síðan, tók ástralski ljósmyndarinn Benjamin Hardman að sér fyrsta ljósmyndaverkefnið sitt hér á norðurslóðum.