TextiJóhann Páll Ástvaldsson
MyndbandHörður Þórhallsson og Þorsteinn Roy Jóhannsson

66°Norður og íslenski Rauði krossinn standa að samstarfi þar sem hringrás er í fyrirrúmi. Í þessu verkefni voru notaðar 66°Norður flíkur sem Rauði krossinn fékk í sínar hendur sendar á saumastofuna okkar. Lokaafurðin er síðan send aftur til Rauða krossins sem hlýtur allan ágóða af sölunni.

66°Norður og íslenski Rauði krossinn standa að samstarfi þar sem hringrás er í fyrirrúmi. Í þessu verkefni voru notaðar 66°Norður flíkur sem Rauði krossinn fékk í sínar hendur sendar á saumastofuna okkar. Efnalaugin Fönn sá um að hreinsa flíkurnar áður en saumastofan okkar fékk þær í sínar hendur. Ungu íslensku hönnuðirnir í Fléttu sérhönnuðu merkimiða fyrir flíkurnar úr afskurði frá framleiðslu okkar. Lokaafurðin er síðan send aftur til Rauða krossins sem hlýtur allan ágóða af sölunni.

Hugtakið ódrepandi er ríkjandi í nálgun okkar að fatnaði. Sú sýn kemur heim og saman með Rauða krossinum. Viðskiptavinir okkar geta sent flíkur til lagfæringar á saumastofuna okkar, auk þess að skila gömlum flíkum til að fá afslátt við næstu kaup. Við sjáum til þess að viðskiptavinir okkar geti skilað flíkum í verslanir okkar hvenær sem er. Þannig tryggjum við að varan verði endurnýtt eða fái nýtt líf í öðrum höndum.

Um 7,5% íslensku þjóðarinnar eru meðlimir í Facebook hópnum ‚Notaður 66°Norður fatnaður til sölu/óskast‘ – 28.100 manns af alls 372.395 Íslendingum.

Helgi Rúnar er þessi hreyfing í mannsmynd. Hann hefur síðustu ár grandskoðað fataslár hjá Rauða krossinum auk annara fatamarkaða í leit að 66°Norður flíkum.

„Þetta er örugglega bara sagan. Þetta er gamalt og þetta virkar. Þetta er góð vara, gæða vara. Þetta er þráhyggja hjá mér,“ segir fataáhugamaðurinn mikli. „Það er það sem er skemmtilegt við að eiga þessar gömlu flíkur. Það er enginn annar sem á eins flík og ég.“

Ódrepandi staðreyndir

Saumastofa 66°Norður tekur við yfir 4.000 flíkum á ári til viðgerðar.

„Elstu flíkurnar sem eru í standi eru í kringum 30 ára gamlar.“

Hófi, yfirmaður viðgerðadeildar 66°Norður.

„66°Norður vörurnar eru vinsælar hjá okkur. Túristarnir eru oft mjög ánægðir að fá þær second hand eftir að hafa skoðað í búðirnar hjá ykkur. Þær seljast sérstaklega vel á Laugavegi 12.“

Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins

Það eru ákveðnar vísbendingar í hverri flík. „Hér erum við með Þórsmörk dúnúlpu sem er með öðruvísi smellur og efni innan í, sem segir okkur að varan sé frá því fyrir 2010. Það er líka alltaf gaman að sjá vörur úr Kríu línunni.“

Hófi, yfirmaður viðgerðadeildar 66°Norður.

„Við fáum til okkar mikið magn af 66°Norður fatnaði sem fer daglega í verslanir hjá okkur“

Hildur Mist Friðjónsdóttir, sérfræðingur í Fataverkefni Rauða Krossins

Norður tímarit

Hringrás

Í þágu sjálfbærrar jarðar

Útivistarfatnaðurinn frá 66°Norður gerir fólki kleift að þrífast þar sem annars væri ólíft. Slitsterkar úlpur hafa hins vegar sín takmörk.

Lesa
Flétta x 66°Norður

Á sýningunni verður gefin innsýn í tilraunakennt ferli á bakvið samstarf Fléttu og 66°Norður þar sem markmiðið er að skapa farveg fyrir afskurði frá framleiðslu á fatnaði 66°Norður.