Listamaður og leikari

Gjafahugmyndir

Listamaðurinn og leikarinn Anthony Bacigalupo kom til landsins árið 2009 til þess að kanna landið og fá innblástur fyrir verkum sem voru í vinnslu. Hann fékk mun meira úr þessari ferð og endaði með því að setjast hér að og stofna fjölskyldu.

Anthony er mjög fjölhæfur, en hann hefur sameinað krafta sína í hönnun og arkítektúr og stofnað fyrirtækið Reykjavík Trading Co. og verslunina The Shed. 

2020 Gjafahugmyndir

Anthony mælir með


Viðtal

Jólin hjá Anthony

Hver er þín uppáhalds jólahefð?

Fólk heldur stundum að við fjölskyldan séum jólaálfar. Það er erfitt að velja á milli þess að baka sérstakt graskersbrauð fyrir vini okkar, skreyta húsið og lóðina okkar með hafi af hvítum jólaseríum, safna gömlum jólavínylplötum og barnabókum, en ég held að burðast heim með jólatré sem eytt hefur verið miklum tíma í að velja og skreyta það sé uppáhalds jólahefðin mín. Þetta er í sjálfu sér frekar skondin hefð, en það er eitthvað við hana sem okkur finnst svo fallegt. Ég og konan mín byrjuðum þessa hefð þegar við kynntumst fyrst, áður en við áttum börn. Þá fórum við í skóglendi þar sem við máttum taka tré sem okkyr leyst best á og hjuggum það svo sjálf niður. Það er eitthvað sem er svo huggulegt við að taka með sér heitt kakó, teppi og sleðann okkar, og njóta náttúrunnar sem hvílir sig undir öllum snjónum.
Við erum meðlimir í skógræktarsamtökum hér rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið, sem gerir okkur kleift að geta sótt tré í skóglendið þeirra í stað þess að kaupa innflutt. Svo má ekki gleyma því að kosturinn við að hafa lifandi tré sem jólatré er að geta gróður sett það í garðinum eftir að það hefur þjónað tilgangi sínum í stofunni heima. Við gerum það sama í gestahúsinu okkar The Garden Cottage

Hvaða 66°Norður flík notar þú mest?

Ég held að ég noti Vatnajökull Primaloft buxurnar daglega á haustin og um veturna. Konan mín gerir stundum grín af mér því ég er oft í þeim þegar ég fer með krakkana í skólann eða bara heima. Það er hægt að nota þær á svo marga vegu og eru þæginlegustu buxur sem ég á. Tindur úlpan er líka í uppáhaldi, ég get verið í henni hér í bænum eða úti í náttúrunni og mér verður aldrei kalt.

Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?

Alveg frá því ég kom hingað fyrst þá hefur Snæfellsnes alltaf verið einn af mínum uppáhaldsstöðum. Ég varði miklum tíma á Búðum og varð algjörlega ástfanginn af sveitasælunni þarna. Á sama tíma var ég að vinna að listaverki sem var til sýnis í listagallerýi í San Francisco og ég fann einhverja sérstaka tengingu við þetta svæði. Tíminn einfaldlega líður hægar þarna. Þegar ég kynntist Ýr, eiginkonunni minni, þá kom í ljós að hún deildi með mér þessari ást á svæðinu. Við duttum svo í lukkupottinn þegar við fengum að endurhanna hótelið á Búðum að innan.

Anthony í Tindur úlpunni.

Hvernig munt þú verja jólunum í ár?

Jólin eru satt að segja frekar mikilvægur tími fyrir bæði okkur sem fjölskyldu og fyrir fyrirtækið okkar, Reykjavík Trading Co. Ég byrjaði þessa klikkuðu hefð á síðasta ári að setja upp stærsta jólatré á Íslandi (um 24 metra hátt) í bakgarðinum okkar í Hafnarfirði. Þegar verkinu var loksins lokið þá héldum við upp á það þegar við kveiktum ljósin á trénu með nágrönnum okkar og nutum þess að drekka kakó og jólaglögg, ásamt því að hljómsveit vinar míns, Góss, kom og spilaði með barnakór Hafnafjarðar. Á endanum létu yfir 100 manns sjá sig og við nutum þess að syngja, dansa og njóta jólaandans saman. Núna í ár þá ætlum við að halda hefðinni uppi, svo lengi sem veðrið leyfir. Ef veðrið spilar ekki með okkur þá hef ég útbúið frekar stórt og nýtískulegt garðhýsi sem við getum nýtt. Það er á tímum sem þessum, eins og árið 2020 er búið að vera, sem sterkt samfélag og jákvæður andi er lykill í því að láta okkur líða vel. Við horfum á það þannig, að ef við getum eitthvað lagt af okkar mörkum, að þá gerum við það með gleði.

Áttu þér uppáhalds jólalag?

Þessi spurning er bæði auðveld og erfið á sama tíma. “I’ll be home for Christmas” og “Nú mega jólin koma fyrir mér” eru alltaf í uppáhaldi. Ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna það að ég tárast nánast alltaf þegar ég heyri bæði þessi lög. Þau eru með mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig, sérstaklega núna þar sem Ísland er orðið heimilið mitt og ég hef stofnað fjölskyldu hérna á þessarri eyju. Bæði lögin finnst mér draga upp réttu myndina af jólunum og huggulegheitunum sem þeim fylgja.

Hver er þín uppáhalds jólamynd?

Á hverju ári þá sitjum við fjölskyldan saman og horfum á “The Elf”. Þessi mynd verður aldrei úreld! Svo er önnur sem ég kunni ekki að meta fyrr en ég varð pabbi, en það er myndin “It’s a Wonderful life” - sagan er svo falleg og ég vildi óska þess að ég gæti orðið jafn góður leikari og Jimmy Stewart var.

Gjafahugmyndir

Fáðu hugmyndir um hina fullkomnu jólagjöf

Skoðaðu fleiri gjafahugmyndir

Með þjóðinni í 90 ár

Ending fatnaðarins

Frá árinu 1926 höfum við framleitt skjólgóðan fatnað fyrir íslensku þjóðina. Við gerum við alla framleiðslugalla án endurgjalds.

Viðgerðir og endurnýting.

Það er okkar markmið að flíkurnar okkar endist á milli kynslóða. Við skuldbindum okkur þar af leiðandi til þess að gera við allar 66°Norður vörur, sama hvort þær eru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.

Kolefnishlutlaus

Með heildrænni nálgun á hringrás alls fyrirtækisins viljum við lágmarka fótspor okkar og hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kringum okkur.

Lesa meira um Hringrás