1/3

99 Years | Vatnajökull

Product code: W11866-900-S
Léttur jakki úr Polartec® Power Shield® Pro Softshell efni.
55.000 ISK
Litur
Black / Red
Stærð S

Sérstök útgáfa tileinkuð daglegu lífi Íslendinga sem 66°Norður hefur verið hluti af frá 1926. Í línunni finnur þú flíkur sem flestir þekkja, Vatnajökul og Snæfell skeljarnar ásamt hettupeysu og bol. Í þetta skiptið prýða þessar klassísku vörur merki 66°Norður á hvolfi, en það er til að fagna 99 ára afmæli fyrirtækisins. Línan kemur í takmörkuðu upplagi þar sem aðeins 99 eintök voru framleidd af jökkunum og buxunum.

Vatnajökull Softshell jakkinn hefur verið í vöruúrvali okkar í mörg ár. Jakkinn er hannaður til að veita vörn gegn veðri og vindum, gerður úr Polartec® Power Shield® Pro Softshell efni sem andar vel, teygist á fjóra vegu, gefur vel eftir og er mjúkt viðkomu. Hár kragi og endurhönnuð hetta með stífara deri og snúrugöngum. Jakkinn þolir létta úrkomu og auðvelt er að athafna sig í honum, sem gerir hann fullkominn fyrir fjölbreytta útivist.