


99 Years | Snæfell
Sérstök útgáfa tileinkuð daglegu lífi Íslendinga sem 66°Norður hefur verið hluti af frá 1926. Í línunni finnur þú flíkur sem flestir þekkja, Vatnajökul og Snæfell skeljarnar ásamt hettupeysu og bol. Í þetta skiptið prýða þessar klassísku vörur merki 66°Norður á hvolfi, en það er til að fagna 99 ára afmæli fyrirtækisins. Línan kemur í takmörkuðu upplagi þar sem aðeins 99 eintök voru framleidd af jökkunum og buxunum.
Snæfell NeoShell® er klassískur skeljakki með 10.000 mm. vatnsheldni og einstaka öndunareiginleika. 10.000 mm vatnsheldni þýðir að hægt er að nota jakkann í léttri úrkomu en ef um er að ræða mjög mikla úrkomu í lengri tíma mun efnið á einhverjum tímapunkti gefa eftir. Þetta snýst allt um jafnvægi og til að ná fram þeirri einstöku öndun sem Polartec Neoshell efnið býr yfir, þá getur vatnsheldnin ekki verið of mikil. Því meiri sem vatnsheldnin er, því síðri verður öndunin. Fyrir hreyfingu og alhliða útivistarnotkun er Snæfell jakkinn frábær kostur.
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Skel
Polartec
- Eiginleikar
Vatnsþolin
Andar
Vindvörn
- Stíll
Skel- og léttir jakkar
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.