Sjómannadagurinn

Í júní ár hvert heldur Ísland upp á sjómannadaginn til heiðurs því hugrakka fólki sem hefur lagt hart að sér við að styðja við helstu atvinnugrein og líflínu Íslands.

Dagurinn markast af hátíðarhöldum, skrúðgöngum, róðrum, karahlaupum o.fl.

Þessi dagur hefur mikla þýðingu fyrir okkur þar sem 66°Norður var stofnað árið 1926 af Hans Kristjánssyni í þeim tilgangi að búa til hlífðarfatnað fyrir íslenska sjómenn og verkamenn sem þurfa að þola norður-Atlantshafið.

Gleðilegan sjómannadag!

Sjómannskonan

Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn og fyrr á öldum og árum má það til sanns vegar færa. Sagan gefur sýn inn í líf fjölskyldu sjómannsins sem og hlutverk maka sjómanna, sem oft eru límið á heimilinu.

Lesa
Síðasta sjóferðin

Samanburður á lífi sjómanna árið 1968 og því umhverfi sem þeir starfa við í dag er eins og að bera saman veröldina fyrir og eftir tilkomu internetsins. Björn Steinbekk segir okkur sögu sjómannsins Kristjáns Björnssonar og fer með honum í síðustu sjóferðina.

Saga af strandveiðivertíð

Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi Einarsson eru par sem eru mörgum hæfileikum gædd. Þau keyptu sér bát og stunda saman strandveiðar á Snæfellsnesi. Rut segir okkur frá ævintýrinu í kringum strandveiðivertíðina.

Guðmundur Jensson SH 717

Sjómennska er atvinnugrein sem er rótgróin í íslenskri sögu samt er hún svo fjarlæg mörgum. Anton Jónas Illugason gefur okkur innsýn inn í starf sjómanna á Guðmundi Jenssyni SH717, sem gerður er út frá Ólafsvík.

Á sjó

Arnar Logi starfaði sem háseti á skipinu Júlíus Geirmundsson ÍS 270 sem fer frá Ísafirði, en er gert út frá HG í Hnífsdal. Arnar segir okkur frá veru sinni á sjó og upplifun.