Anda inn, anda út

Kársnes er vindheldur jakki með einstaka öndun
25.000kr

Kársnes er vindheldur öndunarjakki sem er hannaður til að fá hjartað til að slá hraðar.

Það er ekkert mál að hlaupa í meðvindi. Þegar á móti blæs er vissara að skella sér í Kársnes. Með sinni góðu öndun og teygjanlegu pólýamíðefni veitir Kársnes fjallaíþróttafólki, hlaupurum, hjólreiðafólki og göngufólki vernd gegn vindi og sól. Látlaust snið og góð lagskipting gera hann mjög léttan.

Efni og skel

Blanda úr 93% pólýamíð/7% lycra sem er teygjanleg í tvær áttir.


Kársnes er úr einkaleyfisbundnu, tæknilegu skelefni sem er mjúkt viðkomu.

Þjált og teygjanlegt efnið gerir það að verkum að jakkinn fellur þétt að á sérlega þægilegan hátt en veitir samt viðnám gegn vindi og regni.

 Léttur, með góða öndun og gerður fyrir hreyfingu veitir Kársnes fjallaíþróttafólki fyrirferðarlitla vernd. Þegar vindar fara að blása eða það fer að ýra úr lofti á þessi létti jakki svar við því með þeim þægindum og öndunareiginleikum sem nauðsynleg eru til að halda þér á hreyfingu. Einfalt form og látlaust útlit halda öllu lágstemmdu en þægilegt sniðið, sem gerir auðvelt að bæta við fatnaði þegar þörf er á, tryggir að hlauparar, hjólreiðafólk og göngufólk tapi ekki tíma þegar þarf að klæða sig betur.

Það sem skilur á milli góðs dags og frábærs dags úti við er þín eigin líðan. Kársnes breytir ekki veðrinu en það mætti samt halda það.

Við leggjum okkur fram við að framleiða útivistarflíkur úr sjálfbærum efnum og þar með að hjálpa þeirri jörð sem þær eru gerðar til að kanna. Meiri upplýsingar um hringrásina okkar er að finna á 66north.com/circular.

Tæknilegir eiginleikar

Hannaður og þrautreyndur á Íslandi síðan 1926


Andar
Teygist í tvær áttir                                          

Vatnsþolinn
Vindheldur

       

Eiginleikar

Rennilás sem auðvelt er að opna eða loka íklæddur vettlingum. 

Tveir fyrirferðarlitlir renndir vasar.  

Endurskinsmerki vinstra megin á bol. 

Auðvelt að brjóta saman. 

Teygja í ermalíningum.

Snið og stærð

Hannað fyrir íþróttafólk.

Kársnes fellur vel að en teygist og lagar sig að líkamanum þegar hann er á hreyfingu. Hann er hannaður til að vera þægileg skel yfir grunnlagafatnaði og léttum millilögum eins og vestum. Þau sem eru á milli stærða ættu að íhuga að taka næstu stærð fyrir ofan.

Fyrir hlaupin

Kársnes línan

NORÐUR tímarit

Hreyfum okkur

Hleypur frá amstri hversdagsins

Ari Bragi Kárason þekkir ekkert annað en að gefa sig allan í hlutina. Hann er hraðasti maður landsins, handhafi íslandsmetsins fyrir 100 metra hlaup, ásamt því að vera einn af fremstu trompetleikurum Íslands.

Sjá meira
Straumnes

Straumnes er léttur jakki sem er gerður fyrir íþróttir utandyra.