Ari Bragi

Hleypur frá amstri hversdagsins

Kaupmannahöfn

Leikstýrt og framleitt af Eddu Sól Jakobsdóttur
Myndað og klippt afIsabellu Mariu Hale
Litvinnsla João Barros Martins
FörðunTekla Kristjánsdóttir
Texti eftirAra Braga og Jóhann Pál Ástvaldsson
Staðsetning55.68176078242473,12.

Ari Bragi Kárason þekkir ekkert annað en að gefa sig allan í hlutina. Hann er hraðasti maður landsins, handhafi íslandsmetsins fyrir 100 metra hlaup, ásamt því að vera einn af fremstu trompetleikurum Íslands.

Ari Bragi Kárason þekkir ekkert annað en að gefa sig allan í hlutina. Hann er hraðasti maður landsins, handhafi íslandsmetsins fyrir 100 metra hlaup, ásamt því að vera einn af fremstu trompetleikurum Íslands. Nýverið hefur hann spilað með hinni goðsagnakenndu jazzhljómsveit Mezzoforte ásamt því að vinna með Danish Radio Big Band, sem státar af fremstu jazztónlistarmönnum Danmerkur. Þessar tvær ástríður hans samsama sér vel í daglegu lífi Ara, en hann finnur ávallt tíma fyrir þau í pakkaðri dagskránni.
Hann hefur nú sagt skilið við spretthlaupin þó að metið hans standi enn, en nú eiga lengri hlaup hug hans. Ari hefur komið sér vel fyrir í Kaupmannahöfn á síðustu árum, þar sem hann nýtti sér hlaupin til að kynnast borginni nánar. Hugurinn reikar óneitanlega oft til baka til hlaupa á fjöllum og kindaslóðum hér heima, en borgarhlaupin hreinsa líkama hans og sál – sama hvort það er í gegnum Søerne eða Amager Strand.


Hvað ertu búinn að hlaupa lengi og hvernig byrjaðiru í þessari íþrótt?

Ég byrjaði að hlaupa sumarið 2009 og fann strax að það átti vel við mig. Ég byrjaði í lengri hlaupum og hljóp meðal annars 100km hlaup hérna á íslandi en svo fann ég frjálar íþróttir árið 2014 og heillaðist af spretthlaupinu.

Hvað er það við hlaup sem heillar þig?

Verandi atvinnu tónlistarmaður hefur mig alltaf vantað að hafa eitthvað annað í tilverunni en bara músíkina. Hlaupin eru svo fullkomin leið fyrir mig til þess að slökkva á þeim heimi í smá stund og njóta þess að vera í hreyfingunni og umhverfinu. Núna fer ég út að hlaupa því að mig langar að hreyfa mig og mér líður alltaf svo vel eftir það.

Hvar líður þér best að hlaupa?

Ég hef upplifað margar ógleymanlegar minnir á sjálfri hlaupabrautinni en mér líður best að hlaupa á utanvegarstígum, fjalllendi og kindagötum. 

Hver er uppáhalds hlaupaleiðin þín í Kaupmannahöfn?

Amager Strand er klárlega minn uppáhalds staður. 

Hver er uppáhalds hlaupaleiðin þín á Íslandi?

Ég hef hlaupið fimmvörðuhálsinn nokkrum sinnum og það er alltaf jafn magnað að koma hlaupandi í áttina að Þórsmörk og sjá landið opnast. 

Hvert er þitt eftirminnilegasta hlaup og afhverju?

Það er líklega þegar ég sló í fyrsta sinn íslandsmetið í 100metra spretthlaupi árið 2016. Annars er það líka gífurlega eftirminnilegt að hlaupa 100km hlaupið árið 2009. Það upplifði ég tilfiningaskala sem ég vissi ekki að væri til og lærði ég heilmikið á mig sem einstakling eftir það hlaup.

Hvernig hlaupafatnaði mæliru með fyrir hlaup í borginni?

Ég klæði mig eftir veðri og helst aðeins meira klæddur en lítið því sviti og hiti er alltaf betri en kuldi. Ég mæli með léttum vindjakka með léttri öndun og svo þunnu grunnlagi undir því. 

Hvað heillar þig við að hlaupa í borginni?

Það er svo gott að hafa verið sitjandi að vinna í marga klukkutíma og geta bara staðið upp klætt sig, fengið sér vatnsglas og hlaupið úti í smá stund. Það er ekki til betri leið til þess að brjóta upp daginn. Oft leysir maður líka einhvern vandamál á meðan maður er að hlaupum. 

Uppáhalds 66°Norður vara fyrir hlaup?

Kársnes settið hefur verið mitt “go to” síðustu mánuði. Ef það rignir hef ég verið að henda mér í skel yfir það og það er að virka mjög vel.


Útihlaup

Kársnes

Kársnes hlaupavesti andar einstaklega vel og hlífir fyrir vindi.

Hlaupaleið sem Ari Bragi mæli með í Kaupmannahöfn

Þetta er svo frábær leið til þess að hlaupa aðeins í gegnum mannlífið og detta svo í kringum vötnin og gleyma sér alveg, geta svo endað nálægt Kongens Nytorn og auðvitað skemmir ekki fyrir að 66°Norður búðin er staðsett þar.

Mælum með

Útihlaup í borginni