Go to content
Innskráning

Að versla á vefnum

Afhending vöru

Þegar þú verslar í vefverslun 66°Norður getur þú valið á milli þess að sækja hana í verslun 66°Norður eða fá hana senda heim með Íslandspósti.

    Sótt í verslun er ekki í boði eins og er en verður endurskoðað þegar samkomubanni hefur verið aflétt.

Ef óskað er eftir að sækja vöru í verslun sendum við SMS þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar. Afhending tekur 1- 3 virka daga. Pantanir eru ekki sendar í verslanir um helgar. 

    Íslandspóstur

Ef pöntunin þín er send með Íslandspósti fer hún í póst í síðasta lagi þarnæsta virka dag. Venjulega tekur þetta ferli ekki nema 2 virka daga. Starfsmenn Íslandspósts keyra síðan pakka til þín á milli kl. 17:00-22:00 á kvöldin. Þetta þýðir að ef þú átt von á pakka eða ábyrgðarbréfi með Íslandspósti, þarftu ekki að fara á næsta pósthús til að ná í sendinguna þína heldur komum við með sendinguna heim til þín. Ef enginn er heima þegar starfsmaður Íslandspósts kemur skilur hann eftir tilkynningu þar sem fram kemur á hvaða pósthúsi hægt er að nálgast sendinguna.

 

Skilafrestur

Samkvæmt reglum um rafræn kaup mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga. Vörunni skal skilað óskemmdri með öllum miðum á. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga/gallaða vöru.

 

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

 

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

 

Greiðslumöguleikar

Hægt er að greiða með greiðslukorti eða með Netgíró í vefversluninni.

 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.

66°Norður áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

 

Upplýsingar um seljanda

Sjóklæðagerðin ehf.

kt. 550667-0299
Miðhraun 11
210 Garðabær.
s: 535-6600
66north@66north.is
VSK-númer: 10582

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK