Þórsmörk síðan 2006

Þórsmörk Parka

Þórsmörk hefur verið staðalbúnaður Íslendinga síðan 2006

Í tæpa tvo áratugi hefur Þórsmörk haldið hita á þúsundum manna í gegnum þunga veðurdaga. Við höfum ákveðið að halda þeirri vegferð áfram og gott betur. Í þetta skipti er Þórsmörk uppfærð með tvöföldu GORE-TEX Infinium ytra lagi sem veitir framúrskarandi vörn bæði gegn mikilli rigningu og snjó. Undir því er endurunninn dúnn sem veitir 700 fill power vörn gegn kulda og frosti. Mikilvægir eiginleikar eins og stórir vasar fyrir hendur munu snúa aftur og sýna að góð hönnun krefst ekki breytinga.


Efni og skel

100% endurunnin polyester skel varin með tvöföldu GORE-TEX ytra lagi og innra lag með einangrandi 700-fill power endurunnum hvítum dún.

Þórsmörk þolir rigningu, vind og snjó vegna úthugsaðar hönnunar.

Innra fóðrið stafar af loftmynd af einstöku landslagi Þórsmerkur sem er ein af náttúruperlum Íslands.


Frá árinu 2006 hefur Þórsmörk spilað jafn stórt hlutverk í daglegu lífi Íslendinga og veðrið sjálft. Þessi afmælisútgáfa heiðrar arfleifð úlpunnar en á sama tíma gerir hana nútímalega. Sjálfbær endurunnin efni ásamt dún kraga sem er fjarlægjanleg færa goðsagnakenndu eiginleikum Þórsmerkur nútímalegt líf. Þegar á hólminn er komið og veðrið skellur á þarf enginn að spyrja sig tvisvar um margsannaða eiginleika Þórsmerkur. GORE-TEX Infinium veitir góða öndun sem er ekki algengur eiginleiki í svona flík. Stillanlegar teygjur í ermum, faldi og að innanverðu gerir notendanum kleift að aðlaga úlpuna eftir þörfum. Sex vasar framan á úlpunni veita mikið geymslupláss fyrir allt sem manni dettur í hug að hafa meðferðis.

Við leggjum mikinn metnað í búa til vandaðan útivistafatnað úr sjálfbærum efnum og þar af leiðandi hjálpa umhverfinu sem fötin eru hönnuð til að þola. Til að lesa meira um sjálfbærnisstefnu og markmið 66°Norður sem snúa að umhverfinu smellið hér https://www.66north.com/is/hringras

Tæknilegir eiginleikar

Hannað og sannreynt á Íslandi síðan 1926


Andar
Vindvörn

Vatnsþolin

Á þessum tíma vorum við hjá 66°Norður að gera nokkrar gerðir af dúnúlpum, Tind sem var hefðbundin fjalla dúnúlpa, Laugarveg úlpu og vesti sem var meira “street” dæmi og svo var Þórsmör. Hún var mitt hjartans mál og hönnuð með reynslu þess að hafa verið unglingur á Íslandi íklædd geysivinsælum dúnúlpum frá frönsku fyrirtæki (Millet). Þessar frönsku úlpur voru hefðbundnar léttar dúnúlpur með ytra byrði úr dúnheldu nyloni, hannaðar fyrir kulda og snjó en ekki íslenska umhleypinga.

Þegar maður lenti í úrhelli varð úlpan gegnblaut, dúnninn missti alla einangrun og varð að einni klessu og svo kom frost og þá varð flíkin að klakabrynju. Þórsmörk átti að vera bræðingur af stakki og dúnúlpu þ.e.a.s. algerlega vatnshellt ytra byrði með límdum vatnsheldurm saumum en hefðbundin einangrandi dúnúlpa að innan. Við hönnun á útliti úlpunnar sótti ég innblástur til fornra stakka og anorakka Norðurslóða með smá skírskotun í almennan útivistarfatnað s.s. með formuðum olnbogum og nokkrum tæknilegum útfærslum. Þórsmörk Parka sem og annað sem ég hannaði hjá 66°North var gert í samvinnu við teymi sem samanstóð af fagfólki m.a. í sníðagerð og saumi frumgerða.

— Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður


Snið og stærð

Hönnuð fyrir vetraraðstæður

Þórsmörk er gerð til að fara þæginlega yfir flíspeysur og vesti. Hún er stór í stærðum og passar hvaða kyni sem er. Vilji maður hafa hana aðsniðna er gott að velja minni stærð en maður er vanur.

Eiginleikar

Sex rendir framaná vasar.

Rennilás sem gengur í báðar áttir.

Stillanlegar teygjur í faldi og mitti.

Rendur innan á vasa.

Dúnkragi sem er hægt að taka af.

Límdir saumar.

NORDUR tímarit

Í Þórsmörk parka síðan 2006

Við hjá 66°Norður settumst niður með þremur Íslendingum sem hafa treyst á hina klassísku Þórsmörk í fjölda ára. Hvort sem þau eru að spígspora um borgina eða uppi á jökli er Þórsmörk alltaf með þeim.

Eva Thu Huong Jóhannsdóttir

„Ég fór í henni allt. Þegar ég fór á böll þá fór ég í hana yfir kjólinn. Útilegur, djamm, vinna. Bara allt. Ég notaði hana í átta ár og hún bjargaði mér alveg.“

Lesa meira


AW22

Versla Þórsmörk parka

Norður tímarit

Þórsmörk Parka

Séríslensk en sígild

Við fengum Bergþóru Guðnadóttur, sem hannaði úlpuna á sínum tíma, til að segja okkur frá hönnunarferlinu.

Lesa
Í Þórsmörk Parka síðan 2006

Við hjá 66°Norður settumst niður með þremur Íslendingum sem hafa treyst á hina klassísku Þórsmörk í fjölda ára. Hvort sem þau eru að spígspora um borgina eða uppi á jökli er Þórsmörk alltaf með þeim.